Rúmlega 62% vilja að Appelsíninu sé hellt fyrst í könnuna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 19:30 Jólin eru að koma, sem þýðir bara eitt: Fjölskylduerjur um hvernig eigi að blanda jóladrykkinn. Vísir / Skjáskot Hvort fer á undan í könnuna, Malt eða Appelsín? Þetta er hin eilífa spurning þegar jólahátíðin gengur í garð og hafa margir Íslendingar sterkar skoðanir á því hvernig hátíðarblandan eigi að vera samsett. Lífið á Vísi ákvað að leita til Facebook-hópsins Matartips! þar sem ýmsum fróðleik um mat og veitingastaði er deilt á milli manna og spyrja meðlimi hópsins einfaldlega: Þegar maður blandar saman Malti og Appelsíni, hvort setur maður í glasið á undan? Sumir vilja kóladrykk með.Vísir / Samsett mynd Malt og Appelsín... og kók Svörin létu ekki á sér standa og mynduðust heitar umræður í hópnum um hver hin fullkomna hátíðarblanda væri. Við tókum saman svör frá 207 aðilum innan hópsins sem svöruðu spurningu Vísis, og þá kom svolítið forvitnilegt í ljós. Af þessum 207 aðilum, kjósa 34, eða 16,4%, að blanda saman Appelsíni, Malti og kóki eða Pepsi. Þeir sem þetta gera eru sammála um að einungis þurfi smá dreitil af kóladrykk í blönduna, eða um 5-10% af heildarblöndunni. Ef marka má svör meðlima hópsins héldu þeir margir að þeir væru þeir einu sem blönduðu svarta drykknum út í jólaölið og greinilegt að Íslendingar eru ekki mikið í því að játa sig seka um að breyta þessari jólahefð. Mikill meirihluti svarenda, 129 talsins eða 62,3%, voru á því að Appelsíninu ætti að vera hellt á undan þegar jólaölið er blandað, svo blandan freyði ekki of mikið. En það skiptir líka máli hvernig Appelsíninu er hellt, samkvæmt meðlimum Matartips! Flestir voru sammála um að bæði Appelsíni og Malti þyrfti að vera hellt varlega í könnu og sérstaklega þyrfti að passa að halla könnunni þegar hellt væri. Svo eru það þeir sem vilja hella Maltinu á undan Appelsíninu. Þeir eru 19,3% svarenda, eða 40 manns í heildina. Þessi 2% sem standa eftir vildu annaðhvort blanda báðum drykkjum í könnuna í einu eða blanda Hvítöli við Appelsínið og sleppa Maltinu. Ætli Íslendingar verði nokkurn tímann sammála um hvernig jólablandan eigi að vera, en hér fyrir neðan má Hurðaskelli og Skjóðu rífast um nákvæmlega þetta: Appelsínið á að vera á undan Jóhannes Páll Sigurðarson, vörumerkjastjóri Malt og Appelsín hjá Ölgerðinni, fagnar hinni lífseigu umræðu um hvort eigi að hella Appelsíni eða Malti fyrst í jólablönduna. „Þessar vörur eru náttúrulega hluti af þjóðarsálinni. Það fallega við þessar vörur er að það hafa allir sínar skoðanir á þeim, sem er mjög jákvætt. Ég hvet fólk til að hafa sína skoðun og sína blöndu,“ segir Jóhannes. Aðspurður um hvorum drykknum sé betra að hella fyrst er Jóhannes sammála meirihluta þeirra sem svöruðu spurningu Vísis á Facebook. „Þumalputtareglan hefur verið sú að Appelsínið sé á undan því þá á blandan að freyða minna. Þú manst það á stafrófinu - A fyrir Appelsín er á undan M fyrir Malt. Hitt er alveg hægt, sem sagt að blanda Malti á undan, en þá getur blandan freytt heldur mikið.“ Þó að Malt og Appelsín sé til í dósum vilja margir blanda drykkinn sjálfir. Hlutföllin eru hernaðarleyndarmál Margir af þeim sem svöruðu spurningu Vísis á Facebook voru með hlutföllin alveg á hreinu. Algengast var að fólk blandaði 60-75% Appelsíni á móti 25-40% Malti. Ölgerðin framleiðir Malt og Appelsín í sérumbúðum en einnig jóladrykkinn sjálfan, Malt og Appelsín, í dósum fyrir jólin. Hann segir hlutfall hvors drykkjar fyrir sig í dósunum vera hernaðarleyndarmál. „Við gefum ekki upp nákvæm hlutföll í blöndunni okkar,“ segir hann dularfullur, en sjálfur kýs hann meira Malt. „Jú, mín persónulega blanda er með aðeins meira af Malti.“ Allir hafa sína skoðun og ýmsu má bæta við Eitt sem kom á óvart þegar svör hrönnuðust inn við spurningu Vísis á Facebook, um hvort kæmi á undan, Malt eða Appelsín, var að talsvert margir kjósa að blanda saman Appelsíni, Malti og síðan örlitlu af kóki eða Pepsi. Hvað finnst Jóhannesi um þá blöndu? Má leika sér með jafn rótgróinn drykk eins og Malt og Appelsín? „Ég mæli náttúrulega frekar með Pepsi en hinu,“ segir Jóhannes hlæjandi, enda Ölgerðin framleiðandi Pepsi-drykksins sem er í beinni samkeppni við Coca Cola á Íslandi. „Klassíska blandan er vissulega bara Malt og Appelsín, en mér finnst mjög jákvætt að fólk hafi sína blöndu og sterkar skoðanir um það hvernig hún eigi að vera. Auðvitað er pínulítið öðruvísi að blanda Pepsi saman við en það er samt gott að fólk sé með sínar útfærslur á þessari klassísku blöndu. Það er einmitt það sem við auglýsum - að allir hafi sína skoðun og ýmsu megi bæta við,“ segir Jóhannes. En ætli jólavara næsta árs verði þá ný hátíðarblanda - Appelsín, Malt og Pepsi? „Það er ólíklegt. Það er næsta öruggt að svo verður ekki,“ segir hann. Jól Jóladrykkir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp
Hvort fer á undan í könnuna, Malt eða Appelsín? Þetta er hin eilífa spurning þegar jólahátíðin gengur í garð og hafa margir Íslendingar sterkar skoðanir á því hvernig hátíðarblandan eigi að vera samsett. Lífið á Vísi ákvað að leita til Facebook-hópsins Matartips! þar sem ýmsum fróðleik um mat og veitingastaði er deilt á milli manna og spyrja meðlimi hópsins einfaldlega: Þegar maður blandar saman Malti og Appelsíni, hvort setur maður í glasið á undan? Sumir vilja kóladrykk með.Vísir / Samsett mynd Malt og Appelsín... og kók Svörin létu ekki á sér standa og mynduðust heitar umræður í hópnum um hver hin fullkomna hátíðarblanda væri. Við tókum saman svör frá 207 aðilum innan hópsins sem svöruðu spurningu Vísis, og þá kom svolítið forvitnilegt í ljós. Af þessum 207 aðilum, kjósa 34, eða 16,4%, að blanda saman Appelsíni, Malti og kóki eða Pepsi. Þeir sem þetta gera eru sammála um að einungis þurfi smá dreitil af kóladrykk í blönduna, eða um 5-10% af heildarblöndunni. Ef marka má svör meðlima hópsins héldu þeir margir að þeir væru þeir einu sem blönduðu svarta drykknum út í jólaölið og greinilegt að Íslendingar eru ekki mikið í því að játa sig seka um að breyta þessari jólahefð. Mikill meirihluti svarenda, 129 talsins eða 62,3%, voru á því að Appelsíninu ætti að vera hellt á undan þegar jólaölið er blandað, svo blandan freyði ekki of mikið. En það skiptir líka máli hvernig Appelsíninu er hellt, samkvæmt meðlimum Matartips! Flestir voru sammála um að bæði Appelsíni og Malti þyrfti að vera hellt varlega í könnu og sérstaklega þyrfti að passa að halla könnunni þegar hellt væri. Svo eru það þeir sem vilja hella Maltinu á undan Appelsíninu. Þeir eru 19,3% svarenda, eða 40 manns í heildina. Þessi 2% sem standa eftir vildu annaðhvort blanda báðum drykkjum í könnuna í einu eða blanda Hvítöli við Appelsínið og sleppa Maltinu. Ætli Íslendingar verði nokkurn tímann sammála um hvernig jólablandan eigi að vera, en hér fyrir neðan má Hurðaskelli og Skjóðu rífast um nákvæmlega þetta: Appelsínið á að vera á undan Jóhannes Páll Sigurðarson, vörumerkjastjóri Malt og Appelsín hjá Ölgerðinni, fagnar hinni lífseigu umræðu um hvort eigi að hella Appelsíni eða Malti fyrst í jólablönduna. „Þessar vörur eru náttúrulega hluti af þjóðarsálinni. Það fallega við þessar vörur er að það hafa allir sínar skoðanir á þeim, sem er mjög jákvætt. Ég hvet fólk til að hafa sína skoðun og sína blöndu,“ segir Jóhannes. Aðspurður um hvorum drykknum sé betra að hella fyrst er Jóhannes sammála meirihluta þeirra sem svöruðu spurningu Vísis á Facebook. „Þumalputtareglan hefur verið sú að Appelsínið sé á undan því þá á blandan að freyða minna. Þú manst það á stafrófinu - A fyrir Appelsín er á undan M fyrir Malt. Hitt er alveg hægt, sem sagt að blanda Malti á undan, en þá getur blandan freytt heldur mikið.“ Þó að Malt og Appelsín sé til í dósum vilja margir blanda drykkinn sjálfir. Hlutföllin eru hernaðarleyndarmál Margir af þeim sem svöruðu spurningu Vísis á Facebook voru með hlutföllin alveg á hreinu. Algengast var að fólk blandaði 60-75% Appelsíni á móti 25-40% Malti. Ölgerðin framleiðir Malt og Appelsín í sérumbúðum en einnig jóladrykkinn sjálfan, Malt og Appelsín, í dósum fyrir jólin. Hann segir hlutfall hvors drykkjar fyrir sig í dósunum vera hernaðarleyndarmál. „Við gefum ekki upp nákvæm hlutföll í blöndunni okkar,“ segir hann dularfullur, en sjálfur kýs hann meira Malt. „Jú, mín persónulega blanda er með aðeins meira af Malti.“ Allir hafa sína skoðun og ýmsu má bæta við Eitt sem kom á óvart þegar svör hrönnuðust inn við spurningu Vísis á Facebook, um hvort kæmi á undan, Malt eða Appelsín, var að talsvert margir kjósa að blanda saman Appelsíni, Malti og síðan örlitlu af kóki eða Pepsi. Hvað finnst Jóhannesi um þá blöndu? Má leika sér með jafn rótgróinn drykk eins og Malt og Appelsín? „Ég mæli náttúrulega frekar með Pepsi en hinu,“ segir Jóhannes hlæjandi, enda Ölgerðin framleiðandi Pepsi-drykksins sem er í beinni samkeppni við Coca Cola á Íslandi. „Klassíska blandan er vissulega bara Malt og Appelsín, en mér finnst mjög jákvætt að fólk hafi sína blöndu og sterkar skoðanir um það hvernig hún eigi að vera. Auðvitað er pínulítið öðruvísi að blanda Pepsi saman við en það er samt gott að fólk sé með sínar útfærslur á þessari klassísku blöndu. Það er einmitt það sem við auglýsum - að allir hafi sína skoðun og ýmsu megi bæta við,“ segir Jóhannes. En ætli jólavara næsta árs verði þá ný hátíðarblanda - Appelsín, Malt og Pepsi? „Það er ólíklegt. Það er næsta öruggt að svo verður ekki,“ segir hann.
Jól Jóladrykkir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp