Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2017 09:00 Það verður seint sagt að Tindastóll hafi sýnt að liðið er meistaraefni þegar að það fékk rassskell á móti KR, 97-69, í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en með sigri hefði liðið skotist aftur á toppinn. Stólarnir hafa átt í bölvuðu basli með KR undanfarin ár en vesturbæjarliðið hefur ekki verið að sýna neinn glansbolta að undanförnu. Samt sem áður pakkaði það Stólunum saman og Sauðkrækingar fengu heldur betur að heyra það fyrir vikið. Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru sérfræðingar í 100. þætti Domino´s-Körfuboltakvölds í gær sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD eftir leikinn og þar voru Stólarnir afgreiddir. „KR er kryptonite Stólanna. Þetta er eins og með Superman. Þeir verða bara veikburða í kringum þetta KR-lið,“ sagði Jón Halldór og Kristinn greip orðið: „Þeir verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR. Það er bara svoleiðis. Punktur.“ Jón Halldór skaut á Stólana um daginn og sagði að þeir gætu ekki orðið Íslandsmeistarar. Þetta er sönnunin fyrir því, að hans sögn. „Þetta er risastórt spurningamerki fyrir Tindastólsliðið í heild sinni og alla þá sem að koma að þessu. Hvað þurfa þeir að gera til þess að yfirstíga þetta? Þeir þurfa að finna einhverja lausn,“ sagði hann. „Ég var skammaður um daginn fyrir að segja að þegar á hólminn er komið missa þeir saur eða drulla á bitann. Þetta er akkurat ástæðan. Mættu í þennan leik og drullastu til að vinna eða gera eitthvað. Sýndu mér að þú sért virkilega að fara að gera atlögu að titlinum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Það verður seint sagt að Tindastóll hafi sýnt að liðið er meistaraefni þegar að það fékk rassskell á móti KR, 97-69, í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en með sigri hefði liðið skotist aftur á toppinn. Stólarnir hafa átt í bölvuðu basli með KR undanfarin ár en vesturbæjarliðið hefur ekki verið að sýna neinn glansbolta að undanförnu. Samt sem áður pakkaði það Stólunum saman og Sauðkrækingar fengu heldur betur að heyra það fyrir vikið. Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru sérfræðingar í 100. þætti Domino´s-Körfuboltakvölds í gær sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD eftir leikinn og þar voru Stólarnir afgreiddir. „KR er kryptonite Stólanna. Þetta er eins og með Superman. Þeir verða bara veikburða í kringum þetta KR-lið,“ sagði Jón Halldór og Kristinn greip orðið: „Þeir verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR. Það er bara svoleiðis. Punktur.“ Jón Halldór skaut á Stólana um daginn og sagði að þeir gætu ekki orðið Íslandsmeistarar. Þetta er sönnunin fyrir því, að hans sögn. „Þetta er risastórt spurningamerki fyrir Tindastólsliðið í heild sinni og alla þá sem að koma að þessu. Hvað þurfa þeir að gera til þess að yfirstíga þetta? Þeir þurfa að finna einhverja lausn,“ sagði hann. „Ég var skammaður um daginn fyrir að segja að þegar á hólminn er komið missa þeir saur eða drulla á bitann. Þetta er akkurat ástæðan. Mættu í þennan leik og drullastu til að vinna eða gera eitthvað. Sýndu mér að þú sért virkilega að fara að gera atlögu að titlinum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00