Aldar ógæfa Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. desember 2017 09:45 Árið er 1847. Ungverski læknirinn I.P. Semmelweis og nemendur hans byrja daginn á að kryfja lík kvenna sem létust úr barnsfarasótt. Síðan halda þeir á fæðingardeild og skoða sængurkonur. Í umsjá Semmelweis látast tífalt fleiri úr barnsfarasótt en í umsjá ljósmæðra. Bugaður af samviskubiti yfir að hann sé ábyrgur fyrir dauðsföllunum leitar hann að skýringu. Hann er við það að sturlast þegar hann uppgötvar að hann gæti verið að bera sjúkdóm af krufningastofunni í konurnar. Til að sannreyna kenningu sína hengir hann upp bréf, þar sem stendur að hverjum sem kemur inn á skurðstofuna beri skylda til að þvo hendur sínar með klórvatni. Margir kvarta og telja tilþrif læknisins eintóma þvælu og allt of mikla fyrirhöfn. Með handþvotti áttu fleiri konur sér lífsvon en margir læknar hunsuðu uppgötvunina og hæddust að Semmelweis. Þeir trúðu því að óheppni réði mestu um örlög sængurkvennanna. Smám saman jókst vitund lækna um hvernig þeir gætu borið smit manna á milli með óhreinum höndum. Þrátt fyrir að margar sannanir lægju fyrir því að hreinlæti forðaði sjúklingum frá líkkistunni liðu meira en hundrað ár frá því að Semmelweis gerði uppgötvun sína þar til einnota hanskar voru orðnir að staðalbúnaði á skurðstofum árið 1966. En þarf svona ferli að taka heila öld? Í dag búum við yfir vitneskju og rannsóknarniðurstöðum, svipað og Semmelweis forðum, sem ættu að leiðbeina okkur þegar alþingisfrumvörp sem snerta mikilvæg forvarna- og heilbrigðismál eru krufin til mergjar. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort nýir þingmenn ætli að horfast í augu við vísindalegar staðreyndir eða hæðast að þeim. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Árið er 1847. Ungverski læknirinn I.P. Semmelweis og nemendur hans byrja daginn á að kryfja lík kvenna sem létust úr barnsfarasótt. Síðan halda þeir á fæðingardeild og skoða sængurkonur. Í umsjá Semmelweis látast tífalt fleiri úr barnsfarasótt en í umsjá ljósmæðra. Bugaður af samviskubiti yfir að hann sé ábyrgur fyrir dauðsföllunum leitar hann að skýringu. Hann er við það að sturlast þegar hann uppgötvar að hann gæti verið að bera sjúkdóm af krufningastofunni í konurnar. Til að sannreyna kenningu sína hengir hann upp bréf, þar sem stendur að hverjum sem kemur inn á skurðstofuna beri skylda til að þvo hendur sínar með klórvatni. Margir kvarta og telja tilþrif læknisins eintóma þvælu og allt of mikla fyrirhöfn. Með handþvotti áttu fleiri konur sér lífsvon en margir læknar hunsuðu uppgötvunina og hæddust að Semmelweis. Þeir trúðu því að óheppni réði mestu um örlög sængurkvennanna. Smám saman jókst vitund lækna um hvernig þeir gætu borið smit manna á milli með óhreinum höndum. Þrátt fyrir að margar sannanir lægju fyrir því að hreinlæti forðaði sjúklingum frá líkkistunni liðu meira en hundrað ár frá því að Semmelweis gerði uppgötvun sína þar til einnota hanskar voru orðnir að staðalbúnaði á skurðstofum árið 1966. En þarf svona ferli að taka heila öld? Í dag búum við yfir vitneskju og rannsóknarniðurstöðum, svipað og Semmelweis forðum, sem ættu að leiðbeina okkur þegar alþingisfrumvörp sem snerta mikilvæg forvarna- og heilbrigðismál eru krufin til mergjar. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort nýir þingmenn ætli að horfast í augu við vísindalegar staðreyndir eða hæðast að þeim. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun