Ofurtölva buffar fartölvu Pawel Bartoszek skrifar 19. desember 2017 07:00 Ég vil ekki gera lítið úr árangri starfsmanna Google og forrits þeirra Alpha Zero sem, að þeirra sögn, kenndi sjálfu sér að tefla í fjóra tíma og rústaði svo besta skákforriti heims. Liðið hjá Google var örugglega að gera eitthvað sniðugt. Markaðnum fannst það allavega sniðugt og hlutabréf fyrirtækisins tóku góðan kipp í kjölfarið. Þótt það sé vissulega frískandi að sjá PR-herferðir stórfyrirtækja vera drifnar áfram af árangri í nördaskap þá má ekki gleyma því þetta er samt PR-herferð. Og ekki sú fyrsta þar sem notast er við skák. Fyrir 20 árum sigraði tölvan „Deep Blue“ frá IBM Garrí Kasparov í sex skáka einvígi með 3,5 vinningum gegn 2,5. Kasparov vildi annað einvígi en IBM teymið sagði „Nei, takk!“. Þeirra afskiptum af skák var lokið, frekari þróun var hætt og tölvan send í sveit. Takmarkinu var náð.Fjórir tímar af sjálfsnámi Rifjum aðeins upp opinberu útgáfuna: Alpha Zero, forrit á vegum Google fyrirtækisins, fékk að vita reglurnar í skák, tefldi við sjálft sig í fjóra klukkutíma og vann í kjölfarið sterkasta skákforritið hingað til, Stockfish 8, í hundrað skáka einvígi. Alpha Zero vann 28 skákir, gerði 72 jafntefli og tapaði engri. Flestir fjölmiðlar heimsins, stórir sem smáir, hafa endurbirt þessa frétt, eða öllu heldur fréttatilkynningu, nokkuð gagnrýnislítið. En án þess að maður geri lítið úr árangri starfsmanna Google þá þarf líklegast að setja þó nokkrar fótnótur á frásögnina til að allrar sanngirni sé gætt. Byrjum til dæmis á þessu með að tölvan hafi teflt við sjálfa sig í einungis fjóra klukkutíma. Þetta eru fjórir klukkutímar á einhvers konar ofurtölvuneti, vélbúnaði sem Google ræður yfir og fáir aðrir. Tíminn sem sambærilegir útreikningar tækju á venjulegri fartölvu hleypur vafalaust á vikum eða mánuðum, ef ekki árum. En þetta er grípandi: Fjórir klukkutímar. Fólk man svoleiðis.Ójafnt einvígi Einn af höfundum Stockfish, Tord Romstad, benti á nokkur atriði í tengslum við „einvígið“. Ekki hefði verið notuð nýjasta útgáfa af Stockfish, sumt í uppsetningunni hefði hugsanlega komið niður á spilagetu forritsins og tímareglurnar hefðu verið fremur furðulegar. Skákirnar hundrað voru tefldar þannig að mínúta var gefin á hvern leik. Með því nýttist ekki sú vinna sem lögð hefur verið í tímastjórnunarkerfi forritsins. Það að gefa eina mínútu á leik er fremur óhefðbundin nálgun í keppnisskák. En hún hentar vel í samhliða reikningum. Þannig geta margir örgjörvar reiknað hver sinn hluta í leikjatrénu og „gefið skýrslu“ eftir 59 sekúndur, áður en besti leikurinn er valinn. Aftur, árangur Google er alveg merkilegur, en það verður ekki endilega sagt að þeir hafi unnið andstæðinginn í sinni sterkustu mynd, og á jafnréttisgrundvelli. Það eru til vefsíður sem halda utan um gæði ólíkra skákforrita, etja þeim saman í skákum oft á dag og birta niðurstöðurnar. Þá er auðvitað reynt að gæta þess að forritin hafi úr jafnmiklu minni og reiknigetu að moða. Ekki er hægt að setja Alpha Zero inn í þann samanburð enda forritið engum aðgengilegt og keyrir á sérstökum vélbúnaði. En auðvitað er aðalpælingin hjá Google ekki að búa til heimsins besta skákforrit. Markmiðið er að búa til þá ímynd að fyrirtækið hafi náð lengra en aðrir í gervigreind. Í von um að sölumenn þess geti hringt eftirfarandi símtöl: Sölumaður Google hringir í forstjóra. „Halló, er þetta forstjóri stórfyrirtækis?“ „Já.“ „Ég heiti Daníel og er sölumaður hjá Google. Hefurðu heyrt um Alpha Zero forritið?“ „Já! Þetta sem kenndi sjálfu sér skák, tefldi við sjálft sig í fjóra tíma og dró svo besta skákforrit í heimi sundur og saman í háði? Að sjálfsögðu! Ég er búinn að horfa á þessar skákir á YouTube. Þvílík snilld!“ „Einmitt, og nú hefurðu dottið í lukkupottinn! Okkur langar að bjóða þér að taka þátt í smá verkefni með okkur. Okkur datt í hug að nota hugbúnaðinn bak við Alpha Zero til að kíkja á gögnin þín og segja þér hvernig þú getur selt meiri ís / bíla / líftryggingar / bensín / offitulyf / hvað það nú er sem þú selur.“ „Snilld. Tvær spurningar: Hvað kostar þetta og hvert á ég að senda peninginn?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Ég vil ekki gera lítið úr árangri starfsmanna Google og forrits þeirra Alpha Zero sem, að þeirra sögn, kenndi sjálfu sér að tefla í fjóra tíma og rústaði svo besta skákforriti heims. Liðið hjá Google var örugglega að gera eitthvað sniðugt. Markaðnum fannst það allavega sniðugt og hlutabréf fyrirtækisins tóku góðan kipp í kjölfarið. Þótt það sé vissulega frískandi að sjá PR-herferðir stórfyrirtækja vera drifnar áfram af árangri í nördaskap þá má ekki gleyma því þetta er samt PR-herferð. Og ekki sú fyrsta þar sem notast er við skák. Fyrir 20 árum sigraði tölvan „Deep Blue“ frá IBM Garrí Kasparov í sex skáka einvígi með 3,5 vinningum gegn 2,5. Kasparov vildi annað einvígi en IBM teymið sagði „Nei, takk!“. Þeirra afskiptum af skák var lokið, frekari þróun var hætt og tölvan send í sveit. Takmarkinu var náð.Fjórir tímar af sjálfsnámi Rifjum aðeins upp opinberu útgáfuna: Alpha Zero, forrit á vegum Google fyrirtækisins, fékk að vita reglurnar í skák, tefldi við sjálft sig í fjóra klukkutíma og vann í kjölfarið sterkasta skákforritið hingað til, Stockfish 8, í hundrað skáka einvígi. Alpha Zero vann 28 skákir, gerði 72 jafntefli og tapaði engri. Flestir fjölmiðlar heimsins, stórir sem smáir, hafa endurbirt þessa frétt, eða öllu heldur fréttatilkynningu, nokkuð gagnrýnislítið. En án þess að maður geri lítið úr árangri starfsmanna Google þá þarf líklegast að setja þó nokkrar fótnótur á frásögnina til að allrar sanngirni sé gætt. Byrjum til dæmis á þessu með að tölvan hafi teflt við sjálfa sig í einungis fjóra klukkutíma. Þetta eru fjórir klukkutímar á einhvers konar ofurtölvuneti, vélbúnaði sem Google ræður yfir og fáir aðrir. Tíminn sem sambærilegir útreikningar tækju á venjulegri fartölvu hleypur vafalaust á vikum eða mánuðum, ef ekki árum. En þetta er grípandi: Fjórir klukkutímar. Fólk man svoleiðis.Ójafnt einvígi Einn af höfundum Stockfish, Tord Romstad, benti á nokkur atriði í tengslum við „einvígið“. Ekki hefði verið notuð nýjasta útgáfa af Stockfish, sumt í uppsetningunni hefði hugsanlega komið niður á spilagetu forritsins og tímareglurnar hefðu verið fremur furðulegar. Skákirnar hundrað voru tefldar þannig að mínúta var gefin á hvern leik. Með því nýttist ekki sú vinna sem lögð hefur verið í tímastjórnunarkerfi forritsins. Það að gefa eina mínútu á leik er fremur óhefðbundin nálgun í keppnisskák. En hún hentar vel í samhliða reikningum. Þannig geta margir örgjörvar reiknað hver sinn hluta í leikjatrénu og „gefið skýrslu“ eftir 59 sekúndur, áður en besti leikurinn er valinn. Aftur, árangur Google er alveg merkilegur, en það verður ekki endilega sagt að þeir hafi unnið andstæðinginn í sinni sterkustu mynd, og á jafnréttisgrundvelli. Það eru til vefsíður sem halda utan um gæði ólíkra skákforrita, etja þeim saman í skákum oft á dag og birta niðurstöðurnar. Þá er auðvitað reynt að gæta þess að forritin hafi úr jafnmiklu minni og reiknigetu að moða. Ekki er hægt að setja Alpha Zero inn í þann samanburð enda forritið engum aðgengilegt og keyrir á sérstökum vélbúnaði. En auðvitað er aðalpælingin hjá Google ekki að búa til heimsins besta skákforrit. Markmiðið er að búa til þá ímynd að fyrirtækið hafi náð lengra en aðrir í gervigreind. Í von um að sölumenn þess geti hringt eftirfarandi símtöl: Sölumaður Google hringir í forstjóra. „Halló, er þetta forstjóri stórfyrirtækis?“ „Já.“ „Ég heiti Daníel og er sölumaður hjá Google. Hefurðu heyrt um Alpha Zero forritið?“ „Já! Þetta sem kenndi sjálfu sér skák, tefldi við sjálft sig í fjóra tíma og dró svo besta skákforrit í heimi sundur og saman í háði? Að sjálfsögðu! Ég er búinn að horfa á þessar skákir á YouTube. Þvílík snilld!“ „Einmitt, og nú hefurðu dottið í lukkupottinn! Okkur langar að bjóða þér að taka þátt í smá verkefni með okkur. Okkur datt í hug að nota hugbúnaðinn bak við Alpha Zero til að kíkja á gögnin þín og segja þér hvernig þú getur selt meiri ís / bíla / líftryggingar / bensín / offitulyf / hvað það nú er sem þú selur.“ „Snilld. Tvær spurningar: Hvað kostar þetta og hvert á ég að senda peninginn?“
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun