500 nýir Mercedes-Benz fólksbílar á árinu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 10:45 Jónas Karlsson og eiginkona hans Sigrún Brynja Hannesdóttir fegnu blómvönd frá Öskju þegar þau fengu afhentan fimmhundruðasta Mercedes-Benz bíls ársins. Bílaumboðið Askja afhenti á föstudaginn fimmhundraðasta Mercedes-Benz fólksbílinn á árinu. Þetta er metsala hjá Mercedes-Benz á Íslandi á einu ári. Jónas Karlesson er eigandi fimmhundruðasta Mercedes-Benz bílsins sem er af gerðinni GLE Plug-in Hybrid en GLE er annar söluhæsti Mercedes-Benz bíllinn á árinu á eftir GLC. Jónas og eiginkona hans Sigrún Brynja Hannesdóttir eru að eignast sinn fyrsta Mercedes-Benz og eru að vonum hæstánægð með bílinn enda glæsilegur í alla staði. Þau eru búsett á Akureyri en þar er Höldur viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz. ,,Við erum mjög ánægð að hafa afhent 500 bíla á árinu. Mercedes-Benz er áfram söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi eins og undanfarin ár en á þessu ári hefur verið sérlega mikil aukning í sölu á Plug-in Hybrid bílum” segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju. Af þeim 500 Mercedes-Benz fólksbílum sem Askja hefur selt á árinu eru 122 þeirra í Plug-in Hybrid útfærslu. Mercedes-Benz er þannig þriðja söluhæsta merkið í Plug-in Hybrid flokknum á Íslandi. Mercedes-Benz er með eitt mesta úrval Plug-in Hybrid bíla á Íslandi og býður fólksbílana C-Class, E-Class og S-class, auk jeppanna CLC og GLE með þessum orkugjafa. Úrvalið mun aukast enn frekar á næstu árum. Askja er í öðru sæti yfir þau bílaumboð á Íslandi sem selt hafa flesta Plug-in Hybrid bíla á árinu en fyrirtækið er einnig með umboð fyrir Kia. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Bílaumboðið Askja afhenti á föstudaginn fimmhundraðasta Mercedes-Benz fólksbílinn á árinu. Þetta er metsala hjá Mercedes-Benz á Íslandi á einu ári. Jónas Karlesson er eigandi fimmhundruðasta Mercedes-Benz bílsins sem er af gerðinni GLE Plug-in Hybrid en GLE er annar söluhæsti Mercedes-Benz bíllinn á árinu á eftir GLC. Jónas og eiginkona hans Sigrún Brynja Hannesdóttir eru að eignast sinn fyrsta Mercedes-Benz og eru að vonum hæstánægð með bílinn enda glæsilegur í alla staði. Þau eru búsett á Akureyri en þar er Höldur viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz. ,,Við erum mjög ánægð að hafa afhent 500 bíla á árinu. Mercedes-Benz er áfram söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi eins og undanfarin ár en á þessu ári hefur verið sérlega mikil aukning í sölu á Plug-in Hybrid bílum” segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju. Af þeim 500 Mercedes-Benz fólksbílum sem Askja hefur selt á árinu eru 122 þeirra í Plug-in Hybrid útfærslu. Mercedes-Benz er þannig þriðja söluhæsta merkið í Plug-in Hybrid flokknum á Íslandi. Mercedes-Benz er með eitt mesta úrval Plug-in Hybrid bíla á Íslandi og býður fólksbílana C-Class, E-Class og S-class, auk jeppanna CLC og GLE með þessum orkugjafa. Úrvalið mun aukast enn frekar á næstu árum. Askja er í öðru sæti yfir þau bílaumboð á Íslandi sem selt hafa flesta Plug-in Hybrid bíla á árinu en fyrirtækið er einnig með umboð fyrir Kia.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent