Setjum upp sparibrosið Ristjórn skrifar 16. desember 2017 09:00 Glamour/Getty Nú er hátíð í bæ og því mörg tilefni fram undan til að fara í sitt fínasta púss. Það á líka við um förðunina og hárið. Þetta er árstíminn þar sem glimmerið er dregið fram og rauði varaliturinn fær að njóta sín. Hér er innblástur fyrir hátíðarförðunina frá Glamour.Glimmer Glimmer kemur alltaf sterkt inn á þessum tíma árs. Ótal útfærslur eru í boði þegar kemur að því að vinna með glimmer, algengast er að það sé notað á augnsvæðið en einnig er vinsælt að blanda því út í varaliti og naglalökk. Það er algjör óþarfi að missa sig í glimmerinu og fallegast að velja aðeins eitt svæði þegar unnið er með glimmer. Margir tengja glimmer eflaust við mikla og sterka förðun en svo þarf alls ekki að vera. Það kemur mjög vel út að nota örlítið glimmer í bland ið látlausa förðun til þess að poppa útlitið aðeins upp. NYX GlimmerDökk augu Nú er tíminn til þess að draga fram dökku augnblýantana og augnskuggana og leika sér með alla vega form á augunum. Hvort sem þú kýst hefðbundna ,,smókí" förðun, skörp form eða slatta af augnblýanti þá er dökki liturinn málið í vetur. Dökk augnförðun þarf ekki að taka langan tíma og þarfnast ekki aragrúa af snyrtivörum. Við dökk augu er fallegt að halda restinni af förðuninni léttri og snyrtilegri. Náttúruleg húð og mildur varalitur koma vel út við þessa augnförðun. Rokkaðu dimm og dularfull augu við betri tilefni í vetur. Sensai augnlínupenniRauður varalitur Það er fátt hátíðlegra en rauðar varir. Rauðir varalitir koma í alls konar tónum og áferð svo flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einn góður rauður varalitur er eiginlega skyldueign í snyrtibudduna og þá sérstaklega fyrir jólin. Í ár var áberandi að nudda varalitnum á með fingrunum til að fá mildar útlínur.MAC varalitur í litnum Ruby WooBorðar í hárið Alla vega borðar í hárið eru skemmtileg og auðveld leið til þess að poppa upp hárgreiðsluna án mikillar fyrirhafnar. Þessi tíska minnir okkur örlítið á sixtís-tímabilið og er tilvalin fyrir fínni tilefni. Helst hafa borðarnir verið notaðir líkt og hárband eða yfir tagl. Það er þó vert að huga vel að því hvernig borðinn er klipptur og er hann yfirleitt klipptur á ská. Spurning um að gefa pakkaskrautinu nýtt hlutverk? Mest lesið Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour Naglatískan í gegnum árin Glamour Vor í lofti í París Glamour Litríkir gestir hjá Kenzo og HM Glamour Í fyrsta sinn verður transkona andlit L'Oreal Glamour Myndband af óléttri Ciara að dansa slær í gegn Glamour Reykt, drukkið og kysst hjá Gaultier Glamour
Nú er hátíð í bæ og því mörg tilefni fram undan til að fara í sitt fínasta púss. Það á líka við um förðunina og hárið. Þetta er árstíminn þar sem glimmerið er dregið fram og rauði varaliturinn fær að njóta sín. Hér er innblástur fyrir hátíðarförðunina frá Glamour.Glimmer Glimmer kemur alltaf sterkt inn á þessum tíma árs. Ótal útfærslur eru í boði þegar kemur að því að vinna með glimmer, algengast er að það sé notað á augnsvæðið en einnig er vinsælt að blanda því út í varaliti og naglalökk. Það er algjör óþarfi að missa sig í glimmerinu og fallegast að velja aðeins eitt svæði þegar unnið er með glimmer. Margir tengja glimmer eflaust við mikla og sterka förðun en svo þarf alls ekki að vera. Það kemur mjög vel út að nota örlítið glimmer í bland ið látlausa förðun til þess að poppa útlitið aðeins upp. NYX GlimmerDökk augu Nú er tíminn til þess að draga fram dökku augnblýantana og augnskuggana og leika sér með alla vega form á augunum. Hvort sem þú kýst hefðbundna ,,smókí" förðun, skörp form eða slatta af augnblýanti þá er dökki liturinn málið í vetur. Dökk augnförðun þarf ekki að taka langan tíma og þarfnast ekki aragrúa af snyrtivörum. Við dökk augu er fallegt að halda restinni af förðuninni léttri og snyrtilegri. Náttúruleg húð og mildur varalitur koma vel út við þessa augnförðun. Rokkaðu dimm og dularfull augu við betri tilefni í vetur. Sensai augnlínupenniRauður varalitur Það er fátt hátíðlegra en rauðar varir. Rauðir varalitir koma í alls konar tónum og áferð svo flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einn góður rauður varalitur er eiginlega skyldueign í snyrtibudduna og þá sérstaklega fyrir jólin. Í ár var áberandi að nudda varalitnum á með fingrunum til að fá mildar útlínur.MAC varalitur í litnum Ruby WooBorðar í hárið Alla vega borðar í hárið eru skemmtileg og auðveld leið til þess að poppa upp hárgreiðsluna án mikillar fyrirhafnar. Þessi tíska minnir okkur örlítið á sixtís-tímabilið og er tilvalin fyrir fínni tilefni. Helst hafa borðarnir verið notaðir líkt og hárband eða yfir tagl. Það er þó vert að huga vel að því hvernig borðinn er klipptur og er hann yfirleitt klipptur á ská. Spurning um að gefa pakkaskrautinu nýtt hlutverk?
Mest lesið Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour Naglatískan í gegnum árin Glamour Vor í lofti í París Glamour Litríkir gestir hjá Kenzo og HM Glamour Í fyrsta sinn verður transkona andlit L'Oreal Glamour Myndband af óléttri Ciara að dansa slær í gegn Glamour Reykt, drukkið og kysst hjá Gaultier Glamour