Gefur út tóma uppskriftabók: Ætlaði bara að gera eitt eintak fyrir sig sjálfa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 19:30 Hér er Katrín ásamt Ara, syni sínum og í bakgrunni eru myndir úr tómu uppskriftabókinni. Vísir / Úr einkasafni „Tilgangurinn var fyrst og fremst að gera bók sem gæti haldið skipulega utan um uppskriftirnar mínar og fleiri til, helst þangað til ég léti af eldhússtörfum. Ég sá alltaf fyrir mér þykka og stóra gormabók sem auðvelt væri að skrifa í og rífa úr blaðsíður ef þyrfti. Góður pappír og smáatriði tengd eldhúsinu eru svo lykilatriði að mínu mati,“ segir viðskiptafræðingurinn Katrín Andrésdóttir. Hún hefur gefið út bókina Tóma uppskriftabókin, en eins og nafnið gefur til kynna er þetta bók sem er ætlað að safna saman ýmiss konar uppskriftum sem finnast á heimilum um land allt. „Þetta byrjaði allt um það leiti sem ég fór að búa. Ég vil hafa allt í röð og reglu og ég hef síðan þá prufað ýmsar útfærslur af stílabókum en einhvern veginn aldrei fundið þá réttu. Með tímanum fór ég að sjá hvernig nákvæmlega ég myndi vilja halda utan um uppskriftirnar mínar. Upphaflega ætlaði ég bara að gera eitt, tvö eintök fyrir mig sjálfa. Þegar ég svo fór að ræða þetta við fólkið í kringum mig sá ég að það stóðu fleiri í sömu sporum.“ Hér má sjá útlit bókarinnar.Vísir / Úr einkasafni Uppskriftir úr ýmsum áttum En er ekki brjálæði að gefa út uppskriftabók án uppskrifta? „Kannski,“ segir Katrín og brosir. „En ég held samt að flestir eigi uppskriftir sem þeim þykir vænt um og finnast ekkert endilega í þessum hefðbundnu uppskriftabókum, til dæmis uppskriftir frá foreldrum eða ömmum og öfum. Svo er maður alltaf að prufa eitthvað nýtt og fá uppskriftir úr ýmsum áttum sem þurfa sinn stað í eldhúsinu. Þess vegna fannst mér tilvalið að gera eina stóra og þykka bók sem hægt er að safna í með tímanum.“ Katrín ásamt kærasta sínum, Fannari og syni þeirra, Ara.Vísir / Úr einkasafni Greinilega vöntun á svona bók Katrín ólst upp á Akureyri en flutti til Reykjavíkur sautján ára gömul til að spila handbolta. Hún lagði skóna á hilluna árið 2010 en handbolti er samt sem áður ennþá stór hluti af hennar lífi. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi í tæp átta ár með kærasta sínum, Fannari Þór Friðgeirssyni, sem spilar handbolta með liðinu ASV Hamm. Þau eiga son saman, Ara Bjarkan sem er fæddur í ágúst árið 2015. Hún nýtur lífsins í Þýskalandi, ekki síst fyrir þær sakir að hún fær að eyða miklum tíma með syni sínum. „Ég er menntaður viðskiptafræðingur en ég nýt þeirra forréttinda á meðan við búum hérna úti að geta menntað mig að vild í rauninni og ég stefni á frekara nám í haust. Það á ekkert sérstaklega vel við mig að hafa ekkert fyrir stafni en sonur okkar er bara með leikskólapláss hálfan daginn svo á milli þess sem ég nýt tímans með honum þarf ég að vera dugleg við að finna mér verkefni og þess vegna varð bókin loksins að veruleika núna.“ Tóma uppskriftabókin fór í sölu í dag í Bakaríinu við Brúna á Akureyri. Katrín segist glöð taka við pöntunum í gegnum Facebook en þá hefur hún einnig fengið litlu systur sína til að halda utan um eintök af bókinni í Reykjavík. En hvernig hefur bókinni verið tekið? „Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og mér þykir afar vænt um öll fallegu skilaboðin og kveðjurnar sem ég hef fengið. Ég gerði bara lítið upplag til þess að byrja með en það er greinilega vöntun á svona bók þar sem nú þegar er rúmur helmingur upplagsins farinn.“ Katrín er matgæðingur mikill.Vísir / Úr einkasafni Veit fátt skemmtilegra en að halda matarboð Katrín segist vera mikill matgæðingur en hefur lært með tíð og tíma að matarboð þurfi ekki að vera flókin. „Mér finnst bæði ótrúlega gaman að borða og elda góðan mat. Ég reyni að nýta hvert tilefni til þess að baka og veit fátt skemmtilegra en að halda matarboð. Þegar ég er í stuði get ég eytt mörgum tímum í matseldina en svo koma líka alveg dagar þar sem ég nenni ekki að eyða tíma í eldhúsinu og vil frekar gera eitthvað annað. Þá býð ég bara upp á eitthvað fljótlegt og gott. Matarboð þurfa ekkert að vera flókin eins og ég hélt þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í eldhúsinu. Mér þykir held ég bara skemmtilegast að elda eða baka þegar fólk biður mig um að elda eitthvað sem það hefur fengið hjá mér áður eða vill fá uppskrift, sérstaklega ef ég hef gert hana sjálf. Ég held að þú fáir ekki betri hrós en það í eldhúsinu.“ Nóg pláss fyrir bakstur í tómu uppskriftabókinni.Vísir / Úr einkasafni Öðruvísi að vera langt frá fjölskyldunni á jólum Katrín segist ekki útiloka frekari bókaútgáfu. „Það eru fleiri tómar bækur sem ég hef gengið með í maganum en ég held að ég láti þessa nægja í bili svo það verður eflaust eitthvað allt annað. Ég hef gaman að nýjum áskorunum og tek þeim fagnandi. Í bili ætla ég samt að njóta desember eins og hann leggur sig með fjölskyldu og vinum,“ segir Katrín, sem er mikið jólabarn. „Ég er algjört jólabarn og hef alla tíð verið, ég fæ ennþá fiðrildi í magann þegar fyrstu jólalögin byrja í útvarpinu. Ég á afmæli 11. desember og frá því ég man eftir mér hefur dagurinn byrjað á heitu kakói með rjóma og endað á skó úti í glugga – þar með eru jólin eiginlega komin fyrir mér. Annars eru jólin einfaldlega dásamlegur tími í mínum huga. Frá því ég fór sjálf að halda jól hef ég tamið mér það að klára gjafir, kort og annað slíkt í nóvember, áður en prófin byrja eða vinnutörn hefst, einfaldlega til þess að vera laus við allt stress. Svo minni ég sjálfa mig á það fyrir hver jól að það eru forréttindi að geta notið jólanna og að það þurfi ekki allt að vera fullkomið. Það koma alltaf næstu jól, það eina sem er mikilvægt er að njóta með þeim sem manni þykir vænt um á meðan maður er þeirrar gæfu aðnjótandi að geta það,“ segir Katrín. Hún eyðir jólunum í Þýskalandi en reynir að halda í hefðir frá sínum uppvexti.„Það er svolítið öðruvísi að vera svona langt frá fjölskyldu og vinum á jólunum. Frá því að Ari Bjarkan sonur okkar fæddist höfum við haldið í þær hefðir sem okkur þykir vænt um frá því að við vorum lítil en líka búið til okkar eigin. Þegar við flytjum aftur til Íslands eiga þær eflaust eftir að þróast og nýjar bætast við sem fela í sér fleiri samverustundir með fjölskyldu og vinum. Annars finnst mér góðar hefðir dásamlegar sama hvort þær tengist jólunum eða einhverju allt öðru.“ Bókin er þykk og góð gormabók.Vísir / Úr einkasafni Jól Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
„Tilgangurinn var fyrst og fremst að gera bók sem gæti haldið skipulega utan um uppskriftirnar mínar og fleiri til, helst þangað til ég léti af eldhússtörfum. Ég sá alltaf fyrir mér þykka og stóra gormabók sem auðvelt væri að skrifa í og rífa úr blaðsíður ef þyrfti. Góður pappír og smáatriði tengd eldhúsinu eru svo lykilatriði að mínu mati,“ segir viðskiptafræðingurinn Katrín Andrésdóttir. Hún hefur gefið út bókina Tóma uppskriftabókin, en eins og nafnið gefur til kynna er þetta bók sem er ætlað að safna saman ýmiss konar uppskriftum sem finnast á heimilum um land allt. „Þetta byrjaði allt um það leiti sem ég fór að búa. Ég vil hafa allt í röð og reglu og ég hef síðan þá prufað ýmsar útfærslur af stílabókum en einhvern veginn aldrei fundið þá réttu. Með tímanum fór ég að sjá hvernig nákvæmlega ég myndi vilja halda utan um uppskriftirnar mínar. Upphaflega ætlaði ég bara að gera eitt, tvö eintök fyrir mig sjálfa. Þegar ég svo fór að ræða þetta við fólkið í kringum mig sá ég að það stóðu fleiri í sömu sporum.“ Hér má sjá útlit bókarinnar.Vísir / Úr einkasafni Uppskriftir úr ýmsum áttum En er ekki brjálæði að gefa út uppskriftabók án uppskrifta? „Kannski,“ segir Katrín og brosir. „En ég held samt að flestir eigi uppskriftir sem þeim þykir vænt um og finnast ekkert endilega í þessum hefðbundnu uppskriftabókum, til dæmis uppskriftir frá foreldrum eða ömmum og öfum. Svo er maður alltaf að prufa eitthvað nýtt og fá uppskriftir úr ýmsum áttum sem þurfa sinn stað í eldhúsinu. Þess vegna fannst mér tilvalið að gera eina stóra og þykka bók sem hægt er að safna í með tímanum.“ Katrín ásamt kærasta sínum, Fannari og syni þeirra, Ara.Vísir / Úr einkasafni Greinilega vöntun á svona bók Katrín ólst upp á Akureyri en flutti til Reykjavíkur sautján ára gömul til að spila handbolta. Hún lagði skóna á hilluna árið 2010 en handbolti er samt sem áður ennþá stór hluti af hennar lífi. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi í tæp átta ár með kærasta sínum, Fannari Þór Friðgeirssyni, sem spilar handbolta með liðinu ASV Hamm. Þau eiga son saman, Ara Bjarkan sem er fæddur í ágúst árið 2015. Hún nýtur lífsins í Þýskalandi, ekki síst fyrir þær sakir að hún fær að eyða miklum tíma með syni sínum. „Ég er menntaður viðskiptafræðingur en ég nýt þeirra forréttinda á meðan við búum hérna úti að geta menntað mig að vild í rauninni og ég stefni á frekara nám í haust. Það á ekkert sérstaklega vel við mig að hafa ekkert fyrir stafni en sonur okkar er bara með leikskólapláss hálfan daginn svo á milli þess sem ég nýt tímans með honum þarf ég að vera dugleg við að finna mér verkefni og þess vegna varð bókin loksins að veruleika núna.“ Tóma uppskriftabókin fór í sölu í dag í Bakaríinu við Brúna á Akureyri. Katrín segist glöð taka við pöntunum í gegnum Facebook en þá hefur hún einnig fengið litlu systur sína til að halda utan um eintök af bókinni í Reykjavík. En hvernig hefur bókinni verið tekið? „Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og mér þykir afar vænt um öll fallegu skilaboðin og kveðjurnar sem ég hef fengið. Ég gerði bara lítið upplag til þess að byrja með en það er greinilega vöntun á svona bók þar sem nú þegar er rúmur helmingur upplagsins farinn.“ Katrín er matgæðingur mikill.Vísir / Úr einkasafni Veit fátt skemmtilegra en að halda matarboð Katrín segist vera mikill matgæðingur en hefur lært með tíð og tíma að matarboð þurfi ekki að vera flókin. „Mér finnst bæði ótrúlega gaman að borða og elda góðan mat. Ég reyni að nýta hvert tilefni til þess að baka og veit fátt skemmtilegra en að halda matarboð. Þegar ég er í stuði get ég eytt mörgum tímum í matseldina en svo koma líka alveg dagar þar sem ég nenni ekki að eyða tíma í eldhúsinu og vil frekar gera eitthvað annað. Þá býð ég bara upp á eitthvað fljótlegt og gott. Matarboð þurfa ekkert að vera flókin eins og ég hélt þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í eldhúsinu. Mér þykir held ég bara skemmtilegast að elda eða baka þegar fólk biður mig um að elda eitthvað sem það hefur fengið hjá mér áður eða vill fá uppskrift, sérstaklega ef ég hef gert hana sjálf. Ég held að þú fáir ekki betri hrós en það í eldhúsinu.“ Nóg pláss fyrir bakstur í tómu uppskriftabókinni.Vísir / Úr einkasafni Öðruvísi að vera langt frá fjölskyldunni á jólum Katrín segist ekki útiloka frekari bókaútgáfu. „Það eru fleiri tómar bækur sem ég hef gengið með í maganum en ég held að ég láti þessa nægja í bili svo það verður eflaust eitthvað allt annað. Ég hef gaman að nýjum áskorunum og tek þeim fagnandi. Í bili ætla ég samt að njóta desember eins og hann leggur sig með fjölskyldu og vinum,“ segir Katrín, sem er mikið jólabarn. „Ég er algjört jólabarn og hef alla tíð verið, ég fæ ennþá fiðrildi í magann þegar fyrstu jólalögin byrja í útvarpinu. Ég á afmæli 11. desember og frá því ég man eftir mér hefur dagurinn byrjað á heitu kakói með rjóma og endað á skó úti í glugga – þar með eru jólin eiginlega komin fyrir mér. Annars eru jólin einfaldlega dásamlegur tími í mínum huga. Frá því ég fór sjálf að halda jól hef ég tamið mér það að klára gjafir, kort og annað slíkt í nóvember, áður en prófin byrja eða vinnutörn hefst, einfaldlega til þess að vera laus við allt stress. Svo minni ég sjálfa mig á það fyrir hver jól að það eru forréttindi að geta notið jólanna og að það þurfi ekki allt að vera fullkomið. Það koma alltaf næstu jól, það eina sem er mikilvægt er að njóta með þeim sem manni þykir vænt um á meðan maður er þeirrar gæfu aðnjótandi að geta það,“ segir Katrín. Hún eyðir jólunum í Þýskalandi en reynir að halda í hefðir frá sínum uppvexti.„Það er svolítið öðruvísi að vera svona langt frá fjölskyldu og vinum á jólunum. Frá því að Ari Bjarkan sonur okkar fæddist höfum við haldið í þær hefðir sem okkur þykir vænt um frá því að við vorum lítil en líka búið til okkar eigin. Þegar við flytjum aftur til Íslands eiga þær eflaust eftir að þróast og nýjar bætast við sem fela í sér fleiri samverustundir með fjölskyldu og vinum. Annars finnst mér góðar hefðir dásamlegar sama hvort þær tengist jólunum eða einhverju allt öðru.“ Bókin er þykk og góð gormabók.Vísir / Úr einkasafni
Jól Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira