Svakalegt Stjörnuhrap: Búnar að tapa fleiri leikjum í deildinni en allt síðasta tímabil Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 16:30 Hanna G. Stefánsdóttir hefur lifað tímanna tvenna með Stjörnunni. vísir/tefán Stjarnan tapaði með átta mörkum, 33-25, fyrir toppliði Vals í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöldi, en Stjörnukonur voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 18-14. Þetta var annað tap Stjörnunnar í röð og það fimmta í tíu leikjum í deildinni, en liðið er aðeins búið að vinna fjóra leiki af fyrstu tíu og er í fimmta sæti með níu stig. Ef deildinni myndi ljúka í dag kæmist Stjarnan ekki í úrslitakeppnina sem yrðu ævintýraleg vonbrigði fyrir liðið sem margir, ef ekki flestir, spáðu Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnuliðið tapaði aðeins þremur leikjum af 21 í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og stóð uppi sem deildarmeistari auk þess sem liðið varð bikarmeistari. Það tapaði svo fyrir Fram í lokaúrslitum Íslandsmótsins og missti þannig af Íslandsmeistaratitlinum. Töpin eru því fleiri í tíu deildarleikjum í vetur en allt síðasta tímabil. Stjarnan missti sterka leikmenn í Helenu Rut Örvarsdóttur og Hafdísi Renötudóttur en fylltu í skarðið með stórskyttunni Ramune Pekarskyte og Dröfn Haraldsdóttur. Garðabæjarliðið bætti svo við sig landsliðskonunni Þórey Önnu Ásgeirsdóttur og tók stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur spilað langt undir væntingum og aðeins náð þremur stigum í baráttunni við fjögur efstu liðin. Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð Olís-deildarinnar og gerði jafntefli í stórleiknum við Fram í annarri umferð en síðan þá hefur Stjarnan bara unnið Selfoss, Fjölni og Gróttu sem eru einu liðin fyrir neðan Stjörnuna. Í fjórum leikjum á móti liðunum í fjórum efstu sætunum (ÍBV, Haukum og Val x2) síðan Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð hafa Garðabæjarstúlkur ekki fengið eitt einasta stig. Þær verða svo fimm stigum frá sæti í úrslitakeppninni vinni ÍBV sigur á Gróttu í kvöld sem verður að teljast ansi líklegt. Stjarnan komst þó áfram í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins með sigri á Valsliðinu sem er búið að leggja það tvívegis í deildinni. Stjarnan mætir næst botnliði Gróttu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 á sunnudagskvöldið. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Stjarnan tapaði með átta mörkum, 33-25, fyrir toppliði Vals í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöldi, en Stjörnukonur voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 18-14. Þetta var annað tap Stjörnunnar í röð og það fimmta í tíu leikjum í deildinni, en liðið er aðeins búið að vinna fjóra leiki af fyrstu tíu og er í fimmta sæti með níu stig. Ef deildinni myndi ljúka í dag kæmist Stjarnan ekki í úrslitakeppnina sem yrðu ævintýraleg vonbrigði fyrir liðið sem margir, ef ekki flestir, spáðu Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnuliðið tapaði aðeins þremur leikjum af 21 í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og stóð uppi sem deildarmeistari auk þess sem liðið varð bikarmeistari. Það tapaði svo fyrir Fram í lokaúrslitum Íslandsmótsins og missti þannig af Íslandsmeistaratitlinum. Töpin eru því fleiri í tíu deildarleikjum í vetur en allt síðasta tímabil. Stjarnan missti sterka leikmenn í Helenu Rut Örvarsdóttur og Hafdísi Renötudóttur en fylltu í skarðið með stórskyttunni Ramune Pekarskyte og Dröfn Haraldsdóttur. Garðabæjarliðið bætti svo við sig landsliðskonunni Þórey Önnu Ásgeirsdóttur og tók stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur spilað langt undir væntingum og aðeins náð þremur stigum í baráttunni við fjögur efstu liðin. Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð Olís-deildarinnar og gerði jafntefli í stórleiknum við Fram í annarri umferð en síðan þá hefur Stjarnan bara unnið Selfoss, Fjölni og Gróttu sem eru einu liðin fyrir neðan Stjörnuna. Í fjórum leikjum á móti liðunum í fjórum efstu sætunum (ÍBV, Haukum og Val x2) síðan Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð hafa Garðabæjarstúlkur ekki fengið eitt einasta stig. Þær verða svo fimm stigum frá sæti í úrslitakeppninni vinni ÍBV sigur á Gróttu í kvöld sem verður að teljast ansi líklegt. Stjarnan komst þó áfram í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins með sigri á Valsliðinu sem er búið að leggja það tvívegis í deildinni. Stjarnan mætir næst botnliði Gróttu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 á sunnudagskvöldið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira