Mitt á milli Seinfeld og Knausgård Magnús Guðmundsson skrifar 14. desember 2017 13:00 Bækur Formaður húsfélagsins Friðgeir Einarsson Útgefandi: Benedikt Prentun: Bookwell digital, Finnlandi Síðufjöldi: 205 Kápa: Ólafur Unnar Kristjánsson Lífið er eitthvað sem gerist bara. Ekkert sem þú planar eða stjórnar. Það bara gerist og Friðgeir Einarsson, höfundur skáldsögunnar Formaður húsfélagsins, virðist vera meðvitaður um þessi einföldu sannindi. Formaður húsfélagsins er líka um margt eins og lífið, tiltölulega stórviðburðasnautt heldur það bara áfram hversdag eftir hversdag og við persónurnar fylgjum með. Formaður húsfélagsins er látlaus fyrstupersónufrásögn ungs manns sem flytur í íbúð sem hann leigir af systur sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Sagan spannar í heildina nokkur ár í lífi unga mannsins og ýmislegt drífur á daga hans þó svo hann virðist eiga erfitt með að greina á milli aðalatriða og aukaatriða og frásögnin samkvæmt því mjög hlutlaus. En þessi frásögn er líka laus við alla tilgerð og látalæti auk þess búa yfir lúmskum og skemmtilegum húmor. Svona eilítið sérstakri sýn á lífið. Þetta er bók sem liggur einhvers staðar á mörkum Seinfeld (a show about nothing) og lífsfrásagna Karls Ove Knausgård. Tvö frábær verk sem bæði fjalla um lífið eins og það er og hvernig því er lifað frá degi til dags og gera lítinn greinamun á því að fá sér te eða eignast barn, þó svo forsendur og útfærsla séu gjörólíkar. „Fólk hlær gjarnan þegar það heyrir eitthvað sem það kannast við úr eigin lífi.“ (Bls. 185) Þetta er ágætis dæmi um athugasemd frá sögumanni og mætti nánast taka þessu sem stefnulýsingu höfundar. Við könnumst flest við þetta líf sem ungi maðurinn lifir og við könnumst við fólkið sem verður á vegi hans í lífinu og sú frásögn er skemmtileg að mörgu leyti. Mörg fyndin atvik verða á vegi sögumanns sem virðist þó sjálfur vera gjörsneyddur öllu sem kenna má við húmor en það kemur auðvitað ekki að sök fyrir lesandann heldur þvert á móti. Það sem er hvað best við þetta er að sem ungur höfundur má segja að Friðgeir hafi fundið sinn tón, sína rödd og sinn stíl. Þetta er flatur og hlutlaus stíll sem er laus við alla stæla og þegar best tekst til þá er hann líka bráðfyndinn. Vandinn er hins vegar að á stundum verður hann eilítið þreytandi. Persónusköpunin mætti vera dýpri og mannlýsingar sterkari en það er erfitt að koma slíku að í fyrstupersónufrásögn hjá svo hlutlausri manneskju. Finnur því ekki til með persónunum, nema kannski helst þeim sem verður það á að flækjast inn í líf sögumanns, af þeirri einföldu ástæðu að hann hleypir lesandanum lítt nærri sér. Heldur fjarlægð frá honum frá upphafi til enda og forðast alla tilfinningasemi. Formaður húsfélagsins er skrifuð af næmi fyrir umhverfinu og hversdeginum og þetta er skemmtileg bók. Vandinn er hins vegar að næmi fyrir hinu mannlega lætur lítið á sér kræla og aukapersónur verksins fljóta í gegnum það allt að því andlitslausar og það er eiginlega synd að þessi skemmtilega bók nái ekki að skilja aðeins meira eftir sig.Niðurstaða: Skemmtileg og á köflum fyndin lesning sem skilur þó helst til lítið eftir sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Bókmenntir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Formaður húsfélagsins Friðgeir Einarsson Útgefandi: Benedikt Prentun: Bookwell digital, Finnlandi Síðufjöldi: 205 Kápa: Ólafur Unnar Kristjánsson Lífið er eitthvað sem gerist bara. Ekkert sem þú planar eða stjórnar. Það bara gerist og Friðgeir Einarsson, höfundur skáldsögunnar Formaður húsfélagsins, virðist vera meðvitaður um þessi einföldu sannindi. Formaður húsfélagsins er líka um margt eins og lífið, tiltölulega stórviðburðasnautt heldur það bara áfram hversdag eftir hversdag og við persónurnar fylgjum með. Formaður húsfélagsins er látlaus fyrstupersónufrásögn ungs manns sem flytur í íbúð sem hann leigir af systur sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Sagan spannar í heildina nokkur ár í lífi unga mannsins og ýmislegt drífur á daga hans þó svo hann virðist eiga erfitt með að greina á milli aðalatriða og aukaatriða og frásögnin samkvæmt því mjög hlutlaus. En þessi frásögn er líka laus við alla tilgerð og látalæti auk þess búa yfir lúmskum og skemmtilegum húmor. Svona eilítið sérstakri sýn á lífið. Þetta er bók sem liggur einhvers staðar á mörkum Seinfeld (a show about nothing) og lífsfrásagna Karls Ove Knausgård. Tvö frábær verk sem bæði fjalla um lífið eins og það er og hvernig því er lifað frá degi til dags og gera lítinn greinamun á því að fá sér te eða eignast barn, þó svo forsendur og útfærsla séu gjörólíkar. „Fólk hlær gjarnan þegar það heyrir eitthvað sem það kannast við úr eigin lífi.“ (Bls. 185) Þetta er ágætis dæmi um athugasemd frá sögumanni og mætti nánast taka þessu sem stefnulýsingu höfundar. Við könnumst flest við þetta líf sem ungi maðurinn lifir og við könnumst við fólkið sem verður á vegi hans í lífinu og sú frásögn er skemmtileg að mörgu leyti. Mörg fyndin atvik verða á vegi sögumanns sem virðist þó sjálfur vera gjörsneyddur öllu sem kenna má við húmor en það kemur auðvitað ekki að sök fyrir lesandann heldur þvert á móti. Það sem er hvað best við þetta er að sem ungur höfundur má segja að Friðgeir hafi fundið sinn tón, sína rödd og sinn stíl. Þetta er flatur og hlutlaus stíll sem er laus við alla stæla og þegar best tekst til þá er hann líka bráðfyndinn. Vandinn er hins vegar að á stundum verður hann eilítið þreytandi. Persónusköpunin mætti vera dýpri og mannlýsingar sterkari en það er erfitt að koma slíku að í fyrstupersónufrásögn hjá svo hlutlausri manneskju. Finnur því ekki til með persónunum, nema kannski helst þeim sem verður það á að flækjast inn í líf sögumanns, af þeirri einföldu ástæðu að hann hleypir lesandanum lítt nærri sér. Heldur fjarlægð frá honum frá upphafi til enda og forðast alla tilfinningasemi. Formaður húsfélagsins er skrifuð af næmi fyrir umhverfinu og hversdeginum og þetta er skemmtileg bók. Vandinn er hins vegar að næmi fyrir hinu mannlega lætur lítið á sér kræla og aukapersónur verksins fljóta í gegnum það allt að því andlitslausar og það er eiginlega synd að þessi skemmtilega bók nái ekki að skilja aðeins meira eftir sig.Niðurstaða: Skemmtileg og á köflum fyndin lesning sem skilur þó helst til lítið eftir sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Bókmenntir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira