WBA stöðvaði Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mohamed Salah í baráttunni í kvöld.
Mohamed Salah í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Liverpool hefur skorað að vild í síðustu leikjum en liðið náði ekki að koma boltanum yfir línuna gegn WBA í kvöld. Markalaust jafntefli niðurstaðan.

Liverpool skoraði mark í síðari hálfleik sem var dæmt af vegna hendi. Hárréttur dómur. Liverpool sótti nokkuð grimmt í síðari hálfleik eftir afar daufan fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki.

Liverpool er í fimmta sæti með 31 stig eins og Tottenham og Burnley. WBA er í sextánda sæti eftir kvöldið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira