Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 12:13 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Visir/Antonbrink Stjórn Félags atvinnurekenda sendi frá sér ályktun í dag um að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðin. Segir þar að umræðunni um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo sé fagnað af félaginu. Eru félagsmenn hvattir til þess að tryggja að slíkt framferði verði ekki liðið í fyrirtækjum þeirra. Til þess þurfi að móta skýra starfsmannastefnu sem aðgengileg er starfsmönnum. Miðla þurfi upplýsingum til þeirra um það hvert þeir geti snúið sér verði þeir fyrir áreitni, ofbeldi eða einelti og skýr viðurlög þurfa að liggja fyrir. Að lokum segir að skrifstofa Félags atvinnurekenda sé boðin og búin að aðstoða félagsmenn sem vilja fyrirbyggja áreitni, mismunun og ofbeldi og tryggja að gripið verði inn í með skjótum og skilvirkum hætti, komi slíkt upp í fyrirtækjum þeirra.Samtök atvinnulífsins hvöttu í gær stjórnendur fyrirtækja til þess að taka á vandanum sem virðist ríkja á fjölmörgum vinnustöðum. Fjölmargar konur hafa stigið fram í svokallaðri #MeToo byltingu og greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Nú þegar hafa konur innan fjölmiðla, heilbrigðisgeirans, sviðlista- og kvikmyndagerðar, stjórnmála, vísinda, tæknigeirans, réttarvörslu og tónlistar stigið fram og lýst reynslu sinni. Hér er ályktun Félags atvinnurekenda í heild:„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram um kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og mismunun í atvinnulífinu undir merkjum #metoo. Stjórnin hvetur félagsmenn FA eindregið til að tryggja að slíkt framferði líðist ekki í fyrirtækjum þeirra. Til þess þarf meðal annars skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þarf upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verði þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti og skýra ferla þarf til að taka á slíkri framkomu og ákveða viðurlög gagnvart gerendum. Stjórn FA hvetur eigendur og stjórnendur fyrirtækja í félaginu jafnframt til að ganga á undan með góðu fordæmi.“ MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda sendi frá sér ályktun í dag um að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðin. Segir þar að umræðunni um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo sé fagnað af félaginu. Eru félagsmenn hvattir til þess að tryggja að slíkt framferði verði ekki liðið í fyrirtækjum þeirra. Til þess þurfi að móta skýra starfsmannastefnu sem aðgengileg er starfsmönnum. Miðla þurfi upplýsingum til þeirra um það hvert þeir geti snúið sér verði þeir fyrir áreitni, ofbeldi eða einelti og skýr viðurlög þurfa að liggja fyrir. Að lokum segir að skrifstofa Félags atvinnurekenda sé boðin og búin að aðstoða félagsmenn sem vilja fyrirbyggja áreitni, mismunun og ofbeldi og tryggja að gripið verði inn í með skjótum og skilvirkum hætti, komi slíkt upp í fyrirtækjum þeirra.Samtök atvinnulífsins hvöttu í gær stjórnendur fyrirtækja til þess að taka á vandanum sem virðist ríkja á fjölmörgum vinnustöðum. Fjölmargar konur hafa stigið fram í svokallaðri #MeToo byltingu og greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Nú þegar hafa konur innan fjölmiðla, heilbrigðisgeirans, sviðlista- og kvikmyndagerðar, stjórnmála, vísinda, tæknigeirans, réttarvörslu og tónlistar stigið fram og lýst reynslu sinni. Hér er ályktun Félags atvinnurekenda í heild:„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram um kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og mismunun í atvinnulífinu undir merkjum #metoo. Stjórnin hvetur félagsmenn FA eindregið til að tryggja að slíkt framferði líðist ekki í fyrirtækjum þeirra. Til þess þarf meðal annars skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þarf upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verði þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti og skýra ferla þarf til að taka á slíkri framkomu og ákveða viðurlög gagnvart gerendum. Stjórn FA hvetur eigendur og stjórnendur fyrirtækja í félaginu jafnframt til að ganga á undan með góðu fordæmi.“
MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49
Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41
Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58