Lífið

Stjörnufans í brúðkaupi Hannesar Þórs og Höllu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargir í brúðkaupi Hannesar og Höllu.
Fjölmargir í brúðkaupi Hannesar og Höllu. myndir/instagram
Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir gengu í það heilaga í Háteigskirkju í gær en þau hafa verið par frá því árið 2008.

Saman eiga þau tvö börn en Hannes Þór Halldórsson er landsliðsmarkvörður íslenska landsliðsins og leikur knattspyrnu með Randers í Danmörku þar sem fjölskyldan býr. Hannes mun standa í marki íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar.

Fjölmargir voru við athöfnina í Háteigskirkju  og að sögn viðstaddra voru hjónin einstaklega falleg þegar þau gengu út úr kirkjunni. Páll Óskar kom fram í athöfninni í Háteigskirkju en í veislunni á Korpúlfsstöðum komu fram þeir Jóns Jónsson og Baggalútsmenn og fleiri góðir. 

Meðal gesta í brúðkaupinu voru þau Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Gurrý Jónsdóttir, Kolbeinn Sigþórsson, Elmar Bjarnason, Pattra Sriyanonge, Ragga Gísla, Birkir Kristinsson, Eiður Smári, Sólmundur Hólm, Viktoría Hermannsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Rúrik Gíslason, Ragnar Sigurðsson, Jón Jónsson og margir aðrir.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá gærdeginum. Eins og vanalega er svokallað kassamerki #Hannesoghalla tengt brúðkaupinu og má sjá myndir úr því neðst í fréttinni. 

Halla ásamt systrum sínum.
Baggalútur fór á kostum í brúðkaupinu.
Halla og Hannes ásamt foreldrum sínum.
Jón Jónsson fór á kostum í veislunni.
Landsliðsmenn í hverju horni.
Mikil stemning í salnum í gærkvöldi.
Björn Bragi var veislustjóri í brúðkaupinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.