Þó hafi verið þónokkrar fjölskylduhefðir sem hafi þurft að útskýra fyrir nýjustu viðbótinni í fjölskylduna.
Konungsfjölskyldan eyðir jólunum iðulega í Sandringham og segir Harry að hún hafi skemmt sér konunglega. Harry var gestastjórnandi þáttarins Today á útvarpsstöðinni BBC4 í gær og í lok þáttarins var hann sjálfur spurður spjörunum úr varðandi nýja unnustu sína.
„Hún hefur staðið sig frábærlega vel, hún lætur til sín taka og ætli þetta sé ekki fjölskyldan sem hún hefur aldrei átt,” sagði Harry.
Þau hafi skemmt sér vel og meðal annars brugðið á leik með Georg og Karlottu, börnum William og Catherine, hertogahjónanna af Cambridge.
Hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu við prinsinn.