Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 22:00 Bryndís ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til Monika dúkkaði upp, Vísir/Bryndís Alexandersdóttir Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira