Sport

Serena Williams mætir aftur á völlinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Serena Williams.
Serena Williams. Vísir/AFP
Serena Williams snýr aftur á tennisvöllinn um næstu helgi, tæpum fjórum mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar.

Williams mun mæta Jelena Ostapenko í sýningarleik laugardaginn 30. desember á Mubadala mótinu í tennis.

Þessi margverðlaunaða tennisstjarna átti frumburð sinn í byrjun september á þessu ári, en hún hefur ekki spilað keppnisleik síðan hún vann Opna ástralska mótið í janúar.

Mubadala mótið markar upphaf tennistímabilsins hjá körlunum og verður þetta í fyrsta skipti sem konur spila leik á mótinu.

„Ég er mjög spennt og það er mikill heiður að snúa aftur á völlinn sem fyrsta konan til þess að taka þátt í mótinu,“ sagði Williams, en hún hefur unnið 23 risamót á ferlinum.

Forráðamaður Opna ástralska mótsins hefur sagt það mjög líklegt að Williams mæti og reyni að verja titil sinn frá því í fyrra, en mótið hefst 15. janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×