Jesús minn Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Í dag er síðasti dagur reddinga fyrir jólin. Í dag verður því bjargað sem bjargað verður varðandi jólagjafir, skrautið, kortin, matinn, fötin. Á morgun blasir staðreyndin við: Jólin eru komin. Í öllum erlinum er allt eins líklegt að það gleymist af hverju maður er að þessu, jólastússinu. Í myrkrinu og rokinu göslast maður milli búða með drynjandi jólatónlist fasta í hausnum – jó jó jólin eru að koma – og gleymir einmitt þessu. Af hverju er maður að þessu? Dísess kræst, andvarpar maður í dyragættinni í Kringlunni áður en maður hellir sér í mannfjöldann. Ástæða jólanna, sjálfur frelsarinn, er þó enn lifandi í meðvitund manns sem andvarp.Fyrir ári síðan Á síðustu jólum ákallaði ég Jesús mjög stíft. Þá fékk ég nóróveiruna. Í eina örskotsstund eftir klukkan sex á aðfangadag gafst mér ráðrúm til að hrökkva í jólaskap með mínum nánustu, lifa og njóta, en svo setti mig stigvaxandi hljóðan yfir borðhaldinu. Ónotin fóru vaxandi. Á meðan sumir fengu möndluna fékk ég sem sagt þetta. Nóró. Við tóku þrír dagar í fósturstellingu. Ég vann ljótujólapeysukeppnina sem haldin var í fjölskyldunni á jóladag klárlega, en ekki vegna þess að ég var í svo ljótri peysu heldur vegna þess hvað ég var sjálfur ljótur og í peysu. Í miðri viðureign við pestina var ekki sjón að sjá mig.Aflið í jólunum Samt voru þetta merkilega góð jól. Þau voru kannski ekki þau bestu, en góð samt. Málið er þetta: Jólin eru í eðli sínu góð. Þau eru hátíð hins góða. Í miðjum erlinum – í slabbinu í myrkrinu – vill það kannski gleymast, en á endanum skín það alltaf í gegn: Þetta er kærleikshátíð. Kærleikur er afl sem öllu fólki býðst að nota í öllum kringumstæðum til þess að gera heiminn betri. Jólin eru hátíð þessa afls. Í mínum huga er Jesús í einhverjum skilningi táknmynd, sonur, afsprengi þessa afls. Með því að fagna fæðingu Jesúss á jólunum er maður að fagna þessu afli og endurnýja það í sálinni. Þessi einfalda hugmynd nægir mér til að skilja jólin. Mér finnst þetta vera kjarni þeirra. Upp að þessu marki trúi ég. Svo er ég ekki mikið að elta ólar við frekari álitamál. Aldrei færi ég að skipta skapi í rökræðu um það hvort Jesús hafi gengið á vatni eða ekki. Um daginn var fullt af fólki að ganga á vatni í miðbæ Reykjavíkur. Það var ekkert flókið við það.Róttækur boðskapur Mér finnst ég fyrst og fremst geta fagnað fæðingu Jesúss út af því hversu ótrúlega flottur boðskapur hans er. Hann var magnaður heimspekingur. Speki hans er sígild. Þessi mikla áhersla hans á það að maður viðurkenni breyskleika sinn og láti af dómhörku í garð annarra, hún er mögnuð. Í fósturstellingunni uppi í pestarbæli á jólunum finnur maður það svo sterkt hversu lítill maður er og vanmáttugur. Við erum öll undirseld sama eyðingarmættinum, öll leiksoppar alls kyns afla og hvata, fórnarlömb eigin breyskleika og ófullkomnunar. Við erum iðandi mannhaf í Kringlunni, öll að redda hlutum á síðustu stundu. Dæmið ekki, segir Jesús. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Þetta er ótrúlega róttækt. Getum við farið eftir þessu? Er það hægt? Út af öllu þessu sem býr að baki – allri þessari sögu og róttæku, fallegu og umhugsunarverðu speki – eru jólin alltaf jafn kraftmikil. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar kirkjuklukkurnar hringja í útvarpinu og þulurinn segir þessi orð, líkt og hann boði fagnaðarerindið sjálfur: Útvarp Reykjavík. Útvarp Reykjavík. Gleðileg jól. Þá má nóróveiran koma fyrir mér. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Í dag er síðasti dagur reddinga fyrir jólin. Í dag verður því bjargað sem bjargað verður varðandi jólagjafir, skrautið, kortin, matinn, fötin. Á morgun blasir staðreyndin við: Jólin eru komin. Í öllum erlinum er allt eins líklegt að það gleymist af hverju maður er að þessu, jólastússinu. Í myrkrinu og rokinu göslast maður milli búða með drynjandi jólatónlist fasta í hausnum – jó jó jólin eru að koma – og gleymir einmitt þessu. Af hverju er maður að þessu? Dísess kræst, andvarpar maður í dyragættinni í Kringlunni áður en maður hellir sér í mannfjöldann. Ástæða jólanna, sjálfur frelsarinn, er þó enn lifandi í meðvitund manns sem andvarp.Fyrir ári síðan Á síðustu jólum ákallaði ég Jesús mjög stíft. Þá fékk ég nóróveiruna. Í eina örskotsstund eftir klukkan sex á aðfangadag gafst mér ráðrúm til að hrökkva í jólaskap með mínum nánustu, lifa og njóta, en svo setti mig stigvaxandi hljóðan yfir borðhaldinu. Ónotin fóru vaxandi. Á meðan sumir fengu möndluna fékk ég sem sagt þetta. Nóró. Við tóku þrír dagar í fósturstellingu. Ég vann ljótujólapeysukeppnina sem haldin var í fjölskyldunni á jóladag klárlega, en ekki vegna þess að ég var í svo ljótri peysu heldur vegna þess hvað ég var sjálfur ljótur og í peysu. Í miðri viðureign við pestina var ekki sjón að sjá mig.Aflið í jólunum Samt voru þetta merkilega góð jól. Þau voru kannski ekki þau bestu, en góð samt. Málið er þetta: Jólin eru í eðli sínu góð. Þau eru hátíð hins góða. Í miðjum erlinum – í slabbinu í myrkrinu – vill það kannski gleymast, en á endanum skín það alltaf í gegn: Þetta er kærleikshátíð. Kærleikur er afl sem öllu fólki býðst að nota í öllum kringumstæðum til þess að gera heiminn betri. Jólin eru hátíð þessa afls. Í mínum huga er Jesús í einhverjum skilningi táknmynd, sonur, afsprengi þessa afls. Með því að fagna fæðingu Jesúss á jólunum er maður að fagna þessu afli og endurnýja það í sálinni. Þessi einfalda hugmynd nægir mér til að skilja jólin. Mér finnst þetta vera kjarni þeirra. Upp að þessu marki trúi ég. Svo er ég ekki mikið að elta ólar við frekari álitamál. Aldrei færi ég að skipta skapi í rökræðu um það hvort Jesús hafi gengið á vatni eða ekki. Um daginn var fullt af fólki að ganga á vatni í miðbæ Reykjavíkur. Það var ekkert flókið við það.Róttækur boðskapur Mér finnst ég fyrst og fremst geta fagnað fæðingu Jesúss út af því hversu ótrúlega flottur boðskapur hans er. Hann var magnaður heimspekingur. Speki hans er sígild. Þessi mikla áhersla hans á það að maður viðurkenni breyskleika sinn og láti af dómhörku í garð annarra, hún er mögnuð. Í fósturstellingunni uppi í pestarbæli á jólunum finnur maður það svo sterkt hversu lítill maður er og vanmáttugur. Við erum öll undirseld sama eyðingarmættinum, öll leiksoppar alls kyns afla og hvata, fórnarlömb eigin breyskleika og ófullkomnunar. Við erum iðandi mannhaf í Kringlunni, öll að redda hlutum á síðustu stundu. Dæmið ekki, segir Jesús. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Þetta er ótrúlega róttækt. Getum við farið eftir þessu? Er það hægt? Út af öllu þessu sem býr að baki – allri þessari sögu og róttæku, fallegu og umhugsunarverðu speki – eru jólin alltaf jafn kraftmikil. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar kirkjuklukkurnar hringja í útvarpinu og þulurinn segir þessi orð, líkt og hann boði fagnaðarerindið sjálfur: Útvarp Reykjavík. Útvarp Reykjavík. Gleðileg jól. Þá má nóróveiran koma fyrir mér. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun