Þorláksmessa Óttar Guðmundsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Í dag eru 824 ár liðin síðan Þorlákur biskup Þórhallsson andaðist í Skálholti. Nokkrum árum síðar var ákveðið á Alþingi að leyfilegt væri að heita á biskupinn enda var hann þá talinn heilagur maður. Í sögu Þorláks kemur fram að hann hafi snemma þótt efnilegur og sérlega námfús þótt hann væri blæstur á máli. Hann fór til náms í París eins og Sæmundur fróði og Sigurður Pálsson gerðu síðar. Heimkominn ætlaði hann að biðja sér konu en fékk vitrun í draumi að kirkjan væri sú eina brúður sem honum stæði til boða. Eftir það sneri Þorlákur baki við konum og barðist fyrir einlífi klerka á Íslandi með litlum árangri. Hann var vígður til biskups árið 1178 og gjörðist fljótlega stjórnsamur bæði um fjármál kirkjunnar og skírlífi manna. Hann vildi uppræta þá miklu kynferðislegu lausung sem var við lýði meðal íslenskra höfðingja en eftirtekjurnar voru rýrar. Eftir andlát Þorláks voru sagðar margar sögur um kraftaverk sem gerðust ef heitið var á hann. Sérlega gott þótti að heita á Þorlák til veðurs enda lastaði hann aldrei veðrið. Kirkjunnar menn ættu að hugsa hlýlega til heilags Þorláks nú um jólin. Gjörningaveður geisar í samfélagsmiðlaheiminum vegna fyrirhugaðra kauphækkana til handa biskupi og prestum. Þá er gott að heita á heilagan Þorlák og biðja þess að veðrinu sloti. Við hin heitum á Þorlák helga að þjóðin nái að lifa í sátt og samlyndi og kommentakerfi blaðanna muni einkennast af jákvæðni og sáttfýsi á komandi ári. Gott er syngja saman í dag: Helgir menn hjálpi oss himninum að ná. Í herrans nafni helga Þorlák heitum við á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Í dag eru 824 ár liðin síðan Þorlákur biskup Þórhallsson andaðist í Skálholti. Nokkrum árum síðar var ákveðið á Alþingi að leyfilegt væri að heita á biskupinn enda var hann þá talinn heilagur maður. Í sögu Þorláks kemur fram að hann hafi snemma þótt efnilegur og sérlega námfús þótt hann væri blæstur á máli. Hann fór til náms í París eins og Sæmundur fróði og Sigurður Pálsson gerðu síðar. Heimkominn ætlaði hann að biðja sér konu en fékk vitrun í draumi að kirkjan væri sú eina brúður sem honum stæði til boða. Eftir það sneri Þorlákur baki við konum og barðist fyrir einlífi klerka á Íslandi með litlum árangri. Hann var vígður til biskups árið 1178 og gjörðist fljótlega stjórnsamur bæði um fjármál kirkjunnar og skírlífi manna. Hann vildi uppræta þá miklu kynferðislegu lausung sem var við lýði meðal íslenskra höfðingja en eftirtekjurnar voru rýrar. Eftir andlát Þorláks voru sagðar margar sögur um kraftaverk sem gerðust ef heitið var á hann. Sérlega gott þótti að heita á Þorlák til veðurs enda lastaði hann aldrei veðrið. Kirkjunnar menn ættu að hugsa hlýlega til heilags Þorláks nú um jólin. Gjörningaveður geisar í samfélagsmiðlaheiminum vegna fyrirhugaðra kauphækkana til handa biskupi og prestum. Þá er gott að heita á heilagan Þorlák og biðja þess að veðrinu sloti. Við hin heitum á Þorlák helga að þjóðin nái að lifa í sátt og samlyndi og kommentakerfi blaðanna muni einkennast af jákvæðni og sáttfýsi á komandi ári. Gott er syngja saman í dag: Helgir menn hjálpi oss himninum að ná. Í herrans nafni helga Þorlák heitum við á.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun