Svipaðir þættir en aðeins annar fékk endurgreiðslu: „Klórum okkur bara í hausnum“ Benedikt Bóas skrifar 22. desember 2017 11:30 Friðrik Dór kynnti Kóra Íslands sem slógu í gegn hjá Stöð 2 en fá ekki endurgreiðslu sökum skorts á menningu. Sagafilm, framleiðandi þáttanna, er ekki sátt og er að skoða málið með lögfræðingum sínum. Vísir/Daníel Þór Ágústsson Endurgreiðslan á að vera hvati og ekki síst fyrir hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar að bjóða upp á menningarlegt sjónvarpsefni. Ég get ímyndað mér að þessar stöðvar hiki núna við að fara í framleiðslu á slíku efni án þessa stuðnings. Það er a.m.k. ljóst að líkurnar á að fara í aðra þáttaröð af Kórar Íslands eru nánast engar eftir þennan úrskurð,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga Film. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í kæru Sagafilm um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Sagafilm framleiddi þáttaröðina Kóra Íslands sem sýnd var á Stöð 2 en þættirnir féllu á menningarhlutanum og fá því ekki endurgreiðslu. Í úrskurðinum er staðfest að Kórar Íslands séu ekki nógu menningarlegt efni til að fá endurgreiðsluna. Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur segir meðal annars að í þáttunum sé ekki að sjá neina atburði sem séu hluti af íslenskri menningu. Ráðuneytið sér heldur ekki hvernig verkefnið endurspegli mikilvæg íslensk gildi, það sé engin sögupersóna í þeim og að það sé ljóst að listgreinin þurfi að hafa menningarlegt vægi.Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis.Vísir/ErnirSams konar þáttur og Kórar Íslands, Óskalög Þjóðarinnar, sem sýndur var á RÚV fékk endurgreiðsluna á sínum tíma. Þátturinn var feykilega vinsæll og var byggður upp nánast með sama hætti. Lagahöfundurinn var kynntur, lagið var flutt í sjónvarpssal og þjóðin kaus svo að lokum. Þegar Óskalög þjóðarinnar sótti um styrk árið 2015 rann þátturinn í gegnum nálarauga nefndarinnar. Sagafilm er þessa stundina að fara yfir lögfræðilegu hliðina með lögfræðingi sínum og ætlar ekki að una úrskurði ráðuneytisins. „Við klórum okkur bara í hausnum yfir því hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að menningarlegt gildi þáttanna nái aðeins þremur stigum af þeim 16 sem eru í pottinum,“ segir Þórhallur og bætir við: „Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við sambærilegar þáttaraðir, s.s. Óskalög þjóðarinnar. Uppbygging þessara þáttaraða er afar svipuð; dægur- og sönglög flutt í sjónvarpssal og klippt innslög inn á milli. Áhorfendur velja sitt uppáhaldslag og eitt lag stendur uppi sem sigurvegari. Helsti munurinn virðist vera sá að Óskalögin voru tekin upp fyrir útsendingu en Kórarnir voru í beinni útsendingu. En þar sem í lögunum er ekki tekin nein afstaða til beinna útsendinga skýrir það samt ekki neitt.“ Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Endurgreiðslan á að vera hvati og ekki síst fyrir hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar að bjóða upp á menningarlegt sjónvarpsefni. Ég get ímyndað mér að þessar stöðvar hiki núna við að fara í framleiðslu á slíku efni án þessa stuðnings. Það er a.m.k. ljóst að líkurnar á að fara í aðra þáttaröð af Kórar Íslands eru nánast engar eftir þennan úrskurð,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga Film. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í kæru Sagafilm um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Sagafilm framleiddi þáttaröðina Kóra Íslands sem sýnd var á Stöð 2 en þættirnir féllu á menningarhlutanum og fá því ekki endurgreiðslu. Í úrskurðinum er staðfest að Kórar Íslands séu ekki nógu menningarlegt efni til að fá endurgreiðsluna. Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur segir meðal annars að í þáttunum sé ekki að sjá neina atburði sem séu hluti af íslenskri menningu. Ráðuneytið sér heldur ekki hvernig verkefnið endurspegli mikilvæg íslensk gildi, það sé engin sögupersóna í þeim og að það sé ljóst að listgreinin þurfi að hafa menningarlegt vægi.Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis.Vísir/ErnirSams konar þáttur og Kórar Íslands, Óskalög Þjóðarinnar, sem sýndur var á RÚV fékk endurgreiðsluna á sínum tíma. Þátturinn var feykilega vinsæll og var byggður upp nánast með sama hætti. Lagahöfundurinn var kynntur, lagið var flutt í sjónvarpssal og þjóðin kaus svo að lokum. Þegar Óskalög þjóðarinnar sótti um styrk árið 2015 rann þátturinn í gegnum nálarauga nefndarinnar. Sagafilm er þessa stundina að fara yfir lögfræðilegu hliðina með lögfræðingi sínum og ætlar ekki að una úrskurði ráðuneytisins. „Við klórum okkur bara í hausnum yfir því hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að menningarlegt gildi þáttanna nái aðeins þremur stigum af þeim 16 sem eru í pottinum,“ segir Þórhallur og bætir við: „Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við sambærilegar þáttaraðir, s.s. Óskalög þjóðarinnar. Uppbygging þessara þáttaraða er afar svipuð; dægur- og sönglög flutt í sjónvarpssal og klippt innslög inn á milli. Áhorfendur velja sitt uppáhaldslag og eitt lag stendur uppi sem sigurvegari. Helsti munurinn virðist vera sá að Óskalögin voru tekin upp fyrir útsendingu en Kórarnir voru í beinni útsendingu. En þar sem í lögunum er ekki tekin nein afstaða til beinna útsendinga skýrir það samt ekki neitt.“
Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00
Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52