Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir eru badmintonfólk ársins, en þau voru útnefnd af stjórn Badmintonsambands Íslands.
Margrét varð þrefaldur Íslandsmeistari á árinu, en hún vann í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Hún vann öll mót sem hún tók þátt í á árinu á vegum BSÍ.
Þetta var í annað skipti sem Margrét hampar Íslandsmeistaratitli í einliðaleik.
Kristófer Darri varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik með Davíð Bjarna Björnssyni og komst í úrslit í einliðaleik.
Hann er aðeins tvítugur en á sæti í A-landsliði Íslands, ásamt því að vera Reykjavíkurmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik.
Margrét og Kristófer badmintonfólk ársins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn