Khloe Kardashian staðfesti sjálf í gær að hún væri barnshafandi. Það gerði hún með því að birta mynd af sjálfri sér óléttri og skrifar hún fallega færslu með myndinni.
„Draumur að verða að veruleika. Við eigum von á barni,“ segir Khloe í færslunni.
„Ég hef beðið eftir þessum tíma lengi en guð var alltaf með ákveðið plan. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, ég þurfti bara að vera þolinmóð og treysta guði,“ segir Khloe sem er í sambandi með NBA-stjörnunni Tristan Thompson.
Hún þakkar Thompson fyrir að elska sig eins og hann gerir. Kylie Jenner og Kim Kardashian eiga einnig von á barni og því mikil barnasprengja í Jenner/Kardashian fjölskyldunni.
Hér að neðan má sjá færsluna og myndina sjálfa.
Svíþjóð
Ísland