Gallagher-bræður búnir að slíðra sverðin? Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2017 13:30 Liam og Noel Gallagher á sviði árið 2005. Vísir/AFP Vísbendingar eru um að bresku bræðurnir Noel og Liam Gallagher, forsprakkar sveitarinnar Oasis, hafi slíðrað sverðin eftir margra ára deilur og skítkast sín á milli. Yngri bróðirinn, Liam, segir frá því á Twitter-síðu sinni að „allt sé í góðu“ milli þeirra þar sem hann er spurður um samskipti sín við bróðurinn Noel. Til líkamlegra átaka kom milli bræðranna baksviðs árið 2009 og í kjölfarið sagðist Noel hafa fengið nóg af samstarfinu. Fyrr á árinu gagnrýndi Liam bróður sinn harðlega fyrir að hafa ekki sótt fjáröflunartónleika handa fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í sumar að loknum tónleikum Aríönu Grande í Manchester Arena. Svo virðist sem að einhver þíða sé nú í samskiptunum eftir að Liam, sem gaf úr sólóplötu sína As You Were fyrr á þessu ári, óskaði Noel og starfsliði hans gleðilegra jóla á Twitter í gær.I wanna say Happy Xmas to team NG it's been a great year thanks for everything looking forward to seeing you tmorrow AS YOU WERE LG x— Liam Gallagher (@liamgallagher) December 19, 2017 Í færslunni nefnir Liam „NG“ og voru aðdáendur Oasis skiljanlega forvitnir hvort að endurfundir sveitarinnar kynnu að vera í kortunum á næsta ári. Þannig spurði einhver tístarinn Liam hvort svo kynni að fara að hann myndi taka æðiskast á Twitter um jólin ef Noel myndi ekki hafa samband. „Hann hefur þegar haft samband. Það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Liam. Mörgum þykir þó ólíklegt að Oasis muni aftur taka saman, en Noel greindi frá því fyrr á árinu að slíkt myndi „drepa hann sem manneskju“. Tónlist Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Vísbendingar eru um að bresku bræðurnir Noel og Liam Gallagher, forsprakkar sveitarinnar Oasis, hafi slíðrað sverðin eftir margra ára deilur og skítkast sín á milli. Yngri bróðirinn, Liam, segir frá því á Twitter-síðu sinni að „allt sé í góðu“ milli þeirra þar sem hann er spurður um samskipti sín við bróðurinn Noel. Til líkamlegra átaka kom milli bræðranna baksviðs árið 2009 og í kjölfarið sagðist Noel hafa fengið nóg af samstarfinu. Fyrr á árinu gagnrýndi Liam bróður sinn harðlega fyrir að hafa ekki sótt fjáröflunartónleika handa fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í sumar að loknum tónleikum Aríönu Grande í Manchester Arena. Svo virðist sem að einhver þíða sé nú í samskiptunum eftir að Liam, sem gaf úr sólóplötu sína As You Were fyrr á þessu ári, óskaði Noel og starfsliði hans gleðilegra jóla á Twitter í gær.I wanna say Happy Xmas to team NG it's been a great year thanks for everything looking forward to seeing you tmorrow AS YOU WERE LG x— Liam Gallagher (@liamgallagher) December 19, 2017 Í færslunni nefnir Liam „NG“ og voru aðdáendur Oasis skiljanlega forvitnir hvort að endurfundir sveitarinnar kynnu að vera í kortunum á næsta ári. Þannig spurði einhver tístarinn Liam hvort svo kynni að fara að hann myndi taka æðiskast á Twitter um jólin ef Noel myndi ekki hafa samband. „Hann hefur þegar haft samband. Það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Liam. Mörgum þykir þó ólíklegt að Oasis muni aftur taka saman, en Noel greindi frá því fyrr á árinu að slíkt myndi „drepa hann sem manneskju“.
Tónlist Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30