Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 15:30 Till er hér að lumbra á Cowboy Cerrone í Póllandi. vísir/getty Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að hann hefði síðan ekkert heyrt meira frá Till og gerði ekki ráð fyrir því að það yrði af bardaganum. Það er svo ekki að heyra á Till í dag að hugur hans sé við bardaga gegn Gunnari. Till lýsti því yfir fyrir helgina að hann vildi ólmur mæta Mike Perry en sér það ekki gerast þar sem Perry tapaði fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio um síðustu helgi. Perry fékk að kenna á puttunum á Ponzinibbio en þó ekki í sama mæli og Gunnar fékk að reyna í Glasgow. Till segist nú vera spenntastur fyrir því að mæta undradrengnum Stephen Thompson eða Kamaru Usman. „Ég væri til í að berjast við Thompson en held að pabbi hans leyfi honum ekki að berjast við mig. Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að forðast mig,“ segir Till. „Hann vill komast aftur í titilbardaga en hefur þegar tapað tveimur titilbardögum. Nú vill hann mæta RDA [Rafael dos Anjos] og veit að hann mun hafa betur. Hann ætti samt að berjast við mig því það yrði frábær bardagi. Ég veit að ég gæti rotað hann.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að hann hefði síðan ekkert heyrt meira frá Till og gerði ekki ráð fyrir því að það yrði af bardaganum. Það er svo ekki að heyra á Till í dag að hugur hans sé við bardaga gegn Gunnari. Till lýsti því yfir fyrir helgina að hann vildi ólmur mæta Mike Perry en sér það ekki gerast þar sem Perry tapaði fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio um síðustu helgi. Perry fékk að kenna á puttunum á Ponzinibbio en þó ekki í sama mæli og Gunnar fékk að reyna í Glasgow. Till segist nú vera spenntastur fyrir því að mæta undradrengnum Stephen Thompson eða Kamaru Usman. „Ég væri til í að berjast við Thompson en held að pabbi hans leyfi honum ekki að berjast við mig. Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að forðast mig,“ segir Till. „Hann vill komast aftur í titilbardaga en hefur þegar tapað tveimur titilbardögum. Nú vill hann mæta RDA [Rafael dos Anjos] og veit að hann mun hafa betur. Hann ætti samt að berjast við mig því það yrði frábær bardagi. Ég veit að ég gæti rotað hann.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12
Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00