Að eiga sem minnst hefur marga kosti Guðný Hrönn skrifar 30. desember 2017 14:30 Margrét heldur úti síðunni minimalist.is og veitir þar áhugasömum innsýn inn í minimalískan lífstíl. vísir/ernir Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að eiga sem minnst – heldur að eiga ekkert og gera helst ekkert nema það sem veitir manni hamingju. Hvað það er sem veitir manni hamingju er svo mismunandi milli hvers og eins, sem þýðir að minimalískur lífsstíll getur þýtt allt annað hjá mér en næsta manni,“ útskýrir Margrét spurð út í hvað minimalískur lífsstíll sé. „Fyrst var ég aðallega í því að taka reglulega til heima og losa mig við dót, en hélt samt alltaf áfram að kaupa meira og meira. Ég á tvær litlar stelpur, 4 og 2 ára og þegar það rann upp fyrir mér hversu ótrúlega hratt tíminn líður þá langaði mig að gera allt sem ég gat til að minnka streitu og njóta meira.“ Spurð út í ávinning minimalísks lífsstíls segir Margrét: „Fyrir mig persónulega er helsti ávinningurinn sá að ég hef meiri tíma og orku til að einbeita mér að því sem skiptir mig raunverulega máli. Ég funkera mjög illa með drasl í kringum mig og með því að minnka dótið á heimilinu eyði ég mun minni tíma í tiltekt og þrif. Jafnframt fylgja margir kostir því að eiga minna,“ segir Margrét og tekur föt sem dæmi. „Ég átti alltaf fullan skáp af fötum en samt ekkert að fara í. Núna á ég mun minna, en betri gæðaflíkur sem ganga við hvaða tilefni sem er,“ segir Margrét. En hvaða áhrif hefur minimalískur lífsstíll á fjárhaginn? „Ég hef ekki haldið bókhald en þetta hefur klárlega áhrif á fjármálin. Fyrir utan augljósan ávinning þess að kaupa sér minna af óþarfa og spara þannig peninga þá er ég orðin mun meðvitaðri um eyðsluna.“ „Nú er ég meira að eyða peningum í ýmsa upplifun, eins og ferðalög og gæðastundir með fjölskyldunni. Ég kaupi mér alveg enn þá hluti og banna mér í raun ekkert en ég passa mig á að kaupa ekkert nema ég hafi raunveruleg not fyrir það.“ Margrét segir lífsstílinn stundum geta verið krefjandi. „Það er sérstaklega mikil áskorun að láta ekki undan pressunni sem fylgir samfélagsmiðlum um að eiga hitt og þetta og láta ekki blekkjast af tilboðsdögum og útsölum. Það er stundum erfitt að vera áhugamanneskja um samfélagsmiðla og jafnframt minimalískan lífsstíl.“„Ég fæ reglulega ógeð þegar mér finnst glansmyndin og auglýsingar orðnar of áberandi, þá finnst mér gott að taka nokkurra daga samfélagsmiðla-„detox“.“ Margrét segir gaman að sjá fólkið í kringum sig sýna minimalíska lífsstílnum áhuga. „Bæði fjölskylda og vinir hafa sýnt þessu áhuga og margir hafa talað um að þetta hafi verið þeim hvatning að taka til í sínu lífi. Til dæmis á jólunum, þá fengum við margar gjafir sem voru ekki hlutir. Stelpurnar mínar fengu gjafabréf á ballettnámskeið, bíómiða og leikhúsferðir. Við fengum gjafabréf á veitingastað, miða á uppistand auk þess sem ég og besta vinkona mín byrjuðum á nýrri hefð – að fara saman í nudd og dekur milli jóla og nýárs í stað þess að skiptast á gjöfum. Ég er alveg á því að góðar minningar skilji meira eftir sig en enn ein iittala-skálin.“ Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að eiga sem minnst – heldur að eiga ekkert og gera helst ekkert nema það sem veitir manni hamingju. Hvað það er sem veitir manni hamingju er svo mismunandi milli hvers og eins, sem þýðir að minimalískur lífsstíll getur þýtt allt annað hjá mér en næsta manni,“ útskýrir Margrét spurð út í hvað minimalískur lífsstíll sé. „Fyrst var ég aðallega í því að taka reglulega til heima og losa mig við dót, en hélt samt alltaf áfram að kaupa meira og meira. Ég á tvær litlar stelpur, 4 og 2 ára og þegar það rann upp fyrir mér hversu ótrúlega hratt tíminn líður þá langaði mig að gera allt sem ég gat til að minnka streitu og njóta meira.“ Spurð út í ávinning minimalísks lífsstíls segir Margrét: „Fyrir mig persónulega er helsti ávinningurinn sá að ég hef meiri tíma og orku til að einbeita mér að því sem skiptir mig raunverulega máli. Ég funkera mjög illa með drasl í kringum mig og með því að minnka dótið á heimilinu eyði ég mun minni tíma í tiltekt og þrif. Jafnframt fylgja margir kostir því að eiga minna,“ segir Margrét og tekur föt sem dæmi. „Ég átti alltaf fullan skáp af fötum en samt ekkert að fara í. Núna á ég mun minna, en betri gæðaflíkur sem ganga við hvaða tilefni sem er,“ segir Margrét. En hvaða áhrif hefur minimalískur lífsstíll á fjárhaginn? „Ég hef ekki haldið bókhald en þetta hefur klárlega áhrif á fjármálin. Fyrir utan augljósan ávinning þess að kaupa sér minna af óþarfa og spara þannig peninga þá er ég orðin mun meðvitaðri um eyðsluna.“ „Nú er ég meira að eyða peningum í ýmsa upplifun, eins og ferðalög og gæðastundir með fjölskyldunni. Ég kaupi mér alveg enn þá hluti og banna mér í raun ekkert en ég passa mig á að kaupa ekkert nema ég hafi raunveruleg not fyrir það.“ Margrét segir lífsstílinn stundum geta verið krefjandi. „Það er sérstaklega mikil áskorun að láta ekki undan pressunni sem fylgir samfélagsmiðlum um að eiga hitt og þetta og láta ekki blekkjast af tilboðsdögum og útsölum. Það er stundum erfitt að vera áhugamanneskja um samfélagsmiðla og jafnframt minimalískan lífsstíl.“„Ég fæ reglulega ógeð þegar mér finnst glansmyndin og auglýsingar orðnar of áberandi, þá finnst mér gott að taka nokkurra daga samfélagsmiðla-„detox“.“ Margrét segir gaman að sjá fólkið í kringum sig sýna minimalíska lífsstílnum áhuga. „Bæði fjölskylda og vinir hafa sýnt þessu áhuga og margir hafa talað um að þetta hafi verið þeim hvatning að taka til í sínu lífi. Til dæmis á jólunum, þá fengum við margar gjafir sem voru ekki hlutir. Stelpurnar mínar fengu gjafabréf á ballettnámskeið, bíómiða og leikhúsferðir. Við fengum gjafabréf á veitingastað, miða á uppistand auk þess sem ég og besta vinkona mín byrjuðum á nýrri hefð – að fara saman í nudd og dekur milli jóla og nýárs í stað þess að skiptast á gjöfum. Ég er alveg á því að góðar minningar skilji meira eftir sig en enn ein iittala-skálin.“
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira