Ungir, ástsjúkir og upprennandi Magnús Guðmundsson skrifar 30. desember 2017 11:00 BÆKUR Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) Adolf Smári Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa Prentun: Bookwell digital Síðufjöldi: 172 Það er gaman að fylgjast með nýjum höfundum verða til. Fylgjast með þeim frá orði til orðs, bók til bókar, í leit að sinni rödd, sínum stíl, sínum sögum. Adolf Smári er slíkur höfundur en Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) er hans fyrsta skáldsaga en áður hefur hann sent frá sér eina ljóðabók. Adolf Smári er aðeins 24 ára gamall og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann furðu góð tök á viðfangsefni sögunnar. Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) segir sögu þriggja vina, sögumanns og hans bestu vina, í Reykjavík samtímans. Þetta er samtímasaga kynslóðar höfundar og það er verðmætt og mikilvægt að þessi unga kynslóð skrifi sína sögu, skoði hugmyndir sínar og veruleika í og með skáldskap. Vinirnir þrír eru eins og svo margir aðrir ungir menn leitandi að bæði ástinni og stað sínum í veröldinni. Þessi mikla áhersla á þá og þó einkum líf og ástir sögumanns sjálfs verður reyndar til þess að önnur persónusköpun er helst til grunn en það kemur þó ekkert stórkostlega að sök. Strákaslagsíðan er þó helst til mikil. Allir eru ungu mennirnir að sjálfsögðu upprennandi snillingar en þeir eru bara ekki alveg vissir í hverju enn sem komið er. Þeir eru þó áhugasamir um listir, bókmenntir, heimspeki og svo reyndar gamla dægurlagatónlist og sjálfshjálparbækur. Og það merkilega er að úr öllu þessu nær Adolf Smári að skapa ljúfan hrærigraut hugmynda sem er skemmtilega lýsandi fyrir ungt fólk, hugmyndir þess og veruleika. Adolf Smári fer þá leið að tengja mikið við texta ýmissa listamanna og hugsuða, allt frá Shakespeare til sænsku diskóhljómsveitarinnar Abba en hið síðarnefnda er hinn rauði þráður sem hnýtir frásögnina snyrtilega saman. Reyndar er höfundur talsvert of örlátur á allar þessar vísanir og tilvitnanir, ekki síst í ljósi þess að þeir hlutar bókarinnar þar sem hann treystir fyrst og síðast á eigin hugmyndir og skrif standa vel fyrir sínu. Adolf Smári skrifar hnyttinn og skemmtilegan texta og styrkleiki hans er ekki síst fólginn í því að sögumaður hefur húmor fyrir sjálfum sér og sínum nánustu. Nær því að skoða líf sitt og sinna úr nægilegri fjarlægð til að úr verði ágætis skopmynd af veruleikanum án þess þó að persónurnar séu sviptar virðingu sinni og reisn í sínu dagsdaglega brölti. Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) er skrifuð á góðu og vönduðu máli þar sem slettum og slangri er haldið í algjöru lágmarki þrátt fyrir ungan aldur persónanna og er það vel. Stíllinn er að sama skapi heilt yfir fínn þó svo að á köflum bregði fyrir helst til upphafinni orðræðu en það heyrir þó til undantekninga. Samtöl eru sett fram með eilítið óvenjulegum hætti og þar tekst höfundi sérdeilis vel upp. Heilt yfir er Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) ljómandi góð fyrsta skáldsaga þótt hún sé eðlilega ekki gallalaust stórvirki. En það er svo sannarlega ástæða til þess að hvetja fólk til þess að næla sér í þessa skemmtilegu bók og fylgjast með því sem gæti orðið spennandi ferill hjá metnaðarfullum höfundi með hausinn í lagi.Niðurstaða: Skemmtileg lýsing á veruleika og hugmyndaheimi ungra, listhneigðra og ástsjúkra stráka í Reykjavík samtímans. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. desember. Bókmenntir Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
BÆKUR Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) Adolf Smári Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa Prentun: Bookwell digital Síðufjöldi: 172 Það er gaman að fylgjast með nýjum höfundum verða til. Fylgjast með þeim frá orði til orðs, bók til bókar, í leit að sinni rödd, sínum stíl, sínum sögum. Adolf Smári er slíkur höfundur en Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) er hans fyrsta skáldsaga en áður hefur hann sent frá sér eina ljóðabók. Adolf Smári er aðeins 24 ára gamall og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann furðu góð tök á viðfangsefni sögunnar. Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) segir sögu þriggja vina, sögumanns og hans bestu vina, í Reykjavík samtímans. Þetta er samtímasaga kynslóðar höfundar og það er verðmætt og mikilvægt að þessi unga kynslóð skrifi sína sögu, skoði hugmyndir sínar og veruleika í og með skáldskap. Vinirnir þrír eru eins og svo margir aðrir ungir menn leitandi að bæði ástinni og stað sínum í veröldinni. Þessi mikla áhersla á þá og þó einkum líf og ástir sögumanns sjálfs verður reyndar til þess að önnur persónusköpun er helst til grunn en það kemur þó ekkert stórkostlega að sök. Strákaslagsíðan er þó helst til mikil. Allir eru ungu mennirnir að sjálfsögðu upprennandi snillingar en þeir eru bara ekki alveg vissir í hverju enn sem komið er. Þeir eru þó áhugasamir um listir, bókmenntir, heimspeki og svo reyndar gamla dægurlagatónlist og sjálfshjálparbækur. Og það merkilega er að úr öllu þessu nær Adolf Smári að skapa ljúfan hrærigraut hugmynda sem er skemmtilega lýsandi fyrir ungt fólk, hugmyndir þess og veruleika. Adolf Smári fer þá leið að tengja mikið við texta ýmissa listamanna og hugsuða, allt frá Shakespeare til sænsku diskóhljómsveitarinnar Abba en hið síðarnefnda er hinn rauði þráður sem hnýtir frásögnina snyrtilega saman. Reyndar er höfundur talsvert of örlátur á allar þessar vísanir og tilvitnanir, ekki síst í ljósi þess að þeir hlutar bókarinnar þar sem hann treystir fyrst og síðast á eigin hugmyndir og skrif standa vel fyrir sínu. Adolf Smári skrifar hnyttinn og skemmtilegan texta og styrkleiki hans er ekki síst fólginn í því að sögumaður hefur húmor fyrir sjálfum sér og sínum nánustu. Nær því að skoða líf sitt og sinna úr nægilegri fjarlægð til að úr verði ágætis skopmynd af veruleikanum án þess þó að persónurnar séu sviptar virðingu sinni og reisn í sínu dagsdaglega brölti. Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) er skrifuð á góðu og vönduðu máli þar sem slettum og slangri er haldið í algjöru lágmarki þrátt fyrir ungan aldur persónanna og er það vel. Stíllinn er að sama skapi heilt yfir fínn þó svo að á köflum bregði fyrir helst til upphafinni orðræðu en það heyrir þó til undantekninga. Samtöl eru sett fram með eilítið óvenjulegum hætti og þar tekst höfundi sérdeilis vel upp. Heilt yfir er Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) ljómandi góð fyrsta skáldsaga þótt hún sé eðlilega ekki gallalaust stórvirki. En það er svo sannarlega ástæða til þess að hvetja fólk til þess að næla sér í þessa skemmtilegu bók og fylgjast með því sem gæti orðið spennandi ferill hjá metnaðarfullum höfundi með hausinn í lagi.Niðurstaða: Skemmtileg lýsing á veruleika og hugmyndaheimi ungra, listhneigðra og ástsjúkra stráka í Reykjavík samtímans. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. desember.
Bókmenntir Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira