Lífið

Gummi Ben ærðist þegar Sveppi pakkaði Rikka saman í hundrað metra hlaupi aldarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegt hlaup.
Svakalegt hlaup.
Sverrir Þór Sverrisson og Ríkarð Óskar Guðnason kepptu í hundrað metra hlaupi á Laugardalsvellinum klukkan 13:30 í dag.

Um var að ræða nokkuð gamalt veðmál milli barnastjörnunnar og dagskrástjóra FM957 og var öllu tjaldað til. Allt saman byrjaði þetta í útvarpsþættinum FM95Blö þegar Rikki G sagði við Sveppa að það væri ekki séns að hann myndi tapa fyrir honum í 100 metra hlaupi. Guðmundur Benediktsson mætti á svæðið í dag og lýsti hlaupinu og ræddi einnig við drengina.

Hér að neðan má sjá þetta rosalega hlaup sem beðið hefur verið eftir í margar vikur. Sveppi fór vel af stað og hélt fínu tempói. Sveppi vann auðveldan sigur á Rikka og var hann í raun aldrei í hættu.

Hér að neðan má sjá hlaupið í lýsingu Gumma Ben. Einnig var mjög vel greint frá hlaupinu inni á Snapchat strákana fm95blo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×