Það lítur ekki út fyrir að UFC ætli sér að refsa strigakjaftinum Colby Covington þó svo hann hafi ítrekað móðgað brasilísku þjóðina er hann var að berjast þar á dögunum.
Covington sagði að Sao Paulo væri skítapleis og að Brasilíumenn væri skítug dýr. Var enda baulað á hann í höllinni, hlutum kastað í hann og öryggisverðir voru látnir passa upp á hann eftir bardagann.
UFC sagðist taka málið mjög alvarlega á sínum tíma en forseti UFC, Dana White, virðist ekki ætla að taka á því.
„Þetta er bardagabransinn og fólk segir fullt af ljótum hlutum. Ég held að brasilíska þjóðin sé nógu sterk til þess að ráða við þessar móðganir. Svona hefur gerst áður,“ sagði Dana.
„Auðvitað erum við ekki hrifin af þessu og við ræðum þessa hluti við okkar menn. Menn verða æstir í þessum bransa og það eru miklar tilfinningar. Ég held að brasilíska þjóðin ætti ekki að taka þessu alvarlega.“
Brasilíska þjóðin er nógu sterk til að ráða við móðganir Covington
Tengdar fréttir
Covington flýgur upp styrkleikalista UFC
Ruslakjafturinn umdeildi, Colby Covington, getur farið fram á titilbardaga í veltivigt UFC fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut.
UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð
Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum.