Tónlist

Ágústa Eva og Gunni Hilmars með glænýtt lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt lag hér á ferð.
Fallegt lag hér á ferð.
Home er þriðja lagið sem Sycamore Tree gefur út en þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hilmarsson mynda dúóið.

„Við erum afar þakklát fyrir hvers frábærar viðtökur fyrstu lögin okkar hafa fengið. Home fjallar um ást og hvernig ást breytir kaldasta fólki til hins betra og lífi þeirra sem hana finna. Lagið hefur þennan rómantíska, draumkennda og fallega hljóm sem hefur einkennt fyrri verk Sycamore Tree,“ segir Gunnar í samtali við Vísi.

Fyrsta plata Sycamore Tree mun koma úr síðar á árinu og mun því fylgja tónleikahald.

„Myndirnar sem voru teknar fyrir útgáfu lagsins voru teknar heima hjá Ágústu Evu einmitt þar sem við oftast sitjum og æfum. Okkur fannst það tilvalið þar sem það heitir Home. Lagið er eins og önnur lög Sycamore Tree unnið með Ómari Guðjónssyni sem er okkar pródusent ásamt strengjameistaranum Bjarna Frímanni Bjarnasyni og Magnúsi Öder sem sér um hljóðblöndun.“

Hér að neðan má hlusta á lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.