Á sunnudagskvöldið fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 í umsjón Sindra Sindrasonar og ber þátturinn nafnið Blokk 925.
Í þáttunum verður fylgst með tveimur vinateymum taka hvort sína íbúðina á Ásbrú í gegn. Markmiðið er að sýna hvernig hægt sé að eignast sitt eigið heimili án þess að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir fermetrann.
Teymin tvö sem gera íbúðirnar upp hafa það að markmiði að finna ódýrar og sniðugar lausnir. Þetta eru 80 fermetra t-laga íbúðir með gluggum á einni hlið.
Þetta eru annars vegar tveir strákar og hins vegar tvær stelpur. Strákarnir eru nýbúnir að klára BA í arkitektúr en önnur stelpnanna er í húsgagnasmíði og innanhússhönnun en hin er áhugamaður. Og þau eru ekkert endilega alltaf sammála hvert öðru, það er svolítið gaman að fylgjast með þeim takast á.
Í húsunum í hverfinu búa í dag um 2100 manns og þeim fer fjölgandi. Hér að neðan má sjá brot úr nýjasta þættinum.