Lífið

Hyggst tísta heilli Harry Potter bók til Piers Morgan

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Piers Morgan og J.K. Rowling.
Piers Morgan og J.K. Rowling. Vísir/afp
Bókabúðareigandi nokkur í Bretlandi að nafni Simon Key, hefur ákveðið að tísta fyrstu bókinni um Harry Potter, Harry Potter og Viskusteinninn, til Piers Morgan, bresks sjónvarpsmanns.

Hann hefur nú þegar skrifað um hundrað tíst með setningum úr bókinni og sent á Morgan en búist er við að tístin verði 32.567 talsins.

Sjónvarpsmaðurinn hefur undanfarna daga átt í deilum við rithöfundinn og samlanda sinn, J.K Rowling, á Twitter.

Ástæður deilna þeirra er sú að Piers Morgan mætti til viðtals í sjónvarpsþætti Bill Maher, þar sem hann var harðlega gagnrýndur fyrir að verja Donald Trump auk tilskipunar hans um innflytjendabann borgara frá sjö löndum.

Rithöfundurinn deildi myndbandi þar sem honum var sagt til syndanna vegna þessa og kættist mjög. Þá upphófst harðvítugar orðasendingar þeirra á milli, sem enduðu með því að Piers sagði að hann myndi aldrei nokkurntímann lesa Harry Potter.

Sjá einnig: J.K Rowling og Piers Morgan deila um Trump á Twitter

Fyrsta tíst bókabúðareigandans til Morgans er fyrsta línan úr bókinni. „Ég er að gera þetta, af því Morgan eyðir augljóslega öllum deginum sínum í að skoða Twitter aðganginn sinn,“ segir Key í samtali við Sky fréttastofuna.

„Hann þarf á smá hléi að halda frá öllum þessum árásum og hann minntist á það að hann hefur ekki lesið neina Harry Potter bók, svo að í stað þess að hann þurfi að slíta sig frá Twitter til að lesa, ætla ég bara að senda honum bókina þar í staðinn.“

„Ég sendi þetta að sjálfsögðu bara í bútum, svo hann þurfi ekki að hafa fyrir því að lesa heila bók í einum vettfangi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.