Lífið

Bandaríski ferðamaðurinn í Skipholti dregur í land: „Ég var að grínast“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Félagarnir skelltu sér í verslunarferð. Ekki er víst að hugtakið "glöggt er gests augað“ eigi við í þessu tilfelli.
Félagarnir skelltu sér í verslunarferð. Ekki er víst að hugtakið "glöggt er gests augað“ eigi við í þessu tilfelli.
„Takk fyrir að skilja húmorinn minn, ég var algjörlega að grínast.“

Svona hefst athugasemd John Stanley DeYoung, bandarískur ferðamaður, sem er staddur hér á landi. Hann vakti sérstaka athygli hér á landi fyrir myndband sem hann setti inn á YouTube og Vísir greindi frá í gær.

Í myndbandinu lýsa John og Stephen verslunarferð í Bónus sem skildi þá eftir algjörlega agndofa.

Sjá einnig: Bandarískir ferðamenn í áfalli eftir verslunarferð í Bónus: „Það var ráðist á okkur“

Velta má fyrir sér hversu vel þeir félagar eru að sér en þeir fullyrða meðal annars í myndbandinu að pakki af beikoni í Bónus hafi kostað rúmlega tvö þúsund krónur.  

„Ég er búinn að komast að því hvernig ostur og beikon er verðmerktur núna. Einnig vil ég þakka öllum Íslendingum fyrir þessa frábæru viðtökur sem ég hef fengið hér á landi. Vinsæmd ykkar hefur verið æðisleg, svo mikil að ég hef aldrei kynnst öðru eins.“

John Stanley býður öllum Íslendingum velkomna til Bandaríkjanna í athugasemd sinni. Hér að neðan má sjá myndbandið sem gerði allt vitlaust hér á landi í gær. Það mátti vel sjá á því myndbandi að mennirnir voru vissulega að grínast en sumir Íslendingar tóku þessu mjög svo alvarlega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×