Benz pallbíllinn líka til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 15:15 Fyrsti pallbíll Mercedes Benz mun fara í sölu víða. Seinna á þessi ári hefur Mercedes Benz fjöldaframleiðslu á sínum fyrsta pallbíl. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og í S-Ameríku, en aldrei stóð til að selja hann í Bandaríkjunum. Það gæti þó verið að breytast í ljósi þess að fleiri og fleiri Bandaríkjamenn kjósa sér minni pallbíla þó svo þeir stóru séu reyndar mun söluhærri enn. Það á við bíla eins söluhæstu einstöku bílgerð í Bandaríkjunum til margra áratuga, Ford F-150. Sem dæmi um þessa þróun þá er General Motors víst að fara að markaðssetja nýjan smærri pallbíl á næstunni, aðallega ætlaðan fyrir Bandaríkjamarkað. Þessi nýi pallbíll Benz er byggður á sama undirvagni og Nissan Navara og Renault Alaskan pallbílarnir, en Daimler og Renault-Nissan eiga í talsverðu samstarfi við smíði bíla. Hann verður smíðaður af Nissan á Spáni og hefst framleiðslan í ár, en svo einnig í verksmiðju Renault í Argentínu árið 2018. Ef af markaðssetningu Mercedes Benz á pallbílnum verður í Bandaríkjunum er líklegast að hann verði framleiddur þar í landi. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Seinna á þessi ári hefur Mercedes Benz fjöldaframleiðslu á sínum fyrsta pallbíl. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og í S-Ameríku, en aldrei stóð til að selja hann í Bandaríkjunum. Það gæti þó verið að breytast í ljósi þess að fleiri og fleiri Bandaríkjamenn kjósa sér minni pallbíla þó svo þeir stóru séu reyndar mun söluhærri enn. Það á við bíla eins söluhæstu einstöku bílgerð í Bandaríkjunum til margra áratuga, Ford F-150. Sem dæmi um þessa þróun þá er General Motors víst að fara að markaðssetja nýjan smærri pallbíl á næstunni, aðallega ætlaðan fyrir Bandaríkjamarkað. Þessi nýi pallbíll Benz er byggður á sama undirvagni og Nissan Navara og Renault Alaskan pallbílarnir, en Daimler og Renault-Nissan eiga í talsverðu samstarfi við smíði bíla. Hann verður smíðaður af Nissan á Spáni og hefst framleiðslan í ár, en svo einnig í verksmiðju Renault í Argentínu árið 2018. Ef af markaðssetningu Mercedes Benz á pallbílnum verður í Bandaríkjunum er líklegast að hann verði framleiddur þar í landi.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent