Hinn fullkomni ferðafélagi Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2017 09:41 Hinn vænsti ferðafélagi Marco Polo frá Mercedes Benz. Nýr Mercedes-Benz Marco Polo ferðabíll verður frumsýndur nk. laugardag 20. maí hjá söludeild atvinnubíla hjá Öskju á Fosshálsi 1. Segja má að hann sé hinn fullkomni ferðafélagi fyrir útileguna, næturgistingu og helgarfrí fjarri hversdagsins amstri. Marco Polo ferðabíllinn er fáanlegur í þremur útfærslum; Marco Polo Activity, Marco Polo og Marco Polo Horizon. Marco Polo Activity og Horizon sameinar kosti fjölskyldu- og ferðabíls með einstaklega rúmgóðu farþegarými og gistiplássi fyrir allt að 5 manns. Marco Polo er einnig fáanlegur útbúinn smáeldhúsi með tveimur gashellum, kæliskáp, vaski og margs konar geymsluhirslum. Í honum er felliborð þegar sest er að snæðingi innandyra en auk þess er hægt að fá tjaldborð og fellistóla þegar matast er úti undir beru lofti. Það er einnig innbyggður fataskápur í bílnum með fataslá, hillu og snyrtispegli. Aftursætunum er á einfaldan hátt breytt í þægilegt rúm og ef á þarf að halda er annað tvíbreytt rúm í upphækkanlega þakinu. Bíllinn er með rafstýrðri „easy-up“ hækkun á þakinu sem er mjög einföld í notkun og dregur hvergi úr sportlegu svipmóti þessa laglega ferðabíls. Meðal hátæknibúnaðar sem í boði er má nefna Garmin® MAP PILOT leiðsögukerfi og bílastæðakerfi með sjálfstýringu sem stýrir Marco Polo með minnstu fyrirhöfn inn í bílastæði. Meðal yfirgripsmikils öryggisbúnaðar má nefna ATTENTION ASSIST athyglisvara sem heldur ökumanni við efnið meðan á akstri stendur. Marco Polo er í boði með sparneytnum, fjögurra strokka dísilvélum og staðalbúnaður er Agility Control fjöðrunarkerfi. Vélarnar státa af lágmarks eyðslu og fjöðrunarkerfið stuðlar að aksturseiginleikum sem einkennast af fágun. ,,Við erum afar spennt að frumsýna Marco Polo. Bíllinn er sannkallað heimili að heiman hvert sem ferðinni er heitið. Það er mikil eftirvænting eftir bílnum og nú þegar hafa nokkrir bílar verið seldir og það áður en bíllinn er frumsýndur hér á landi," segir Finnbogi Óskar Ómarsson, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju.Ekki óvistlegt innanrými í Marco Polo.Spara má sér gistikostnaðinn með því að sofa í þessum vistlega bíl. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent
Nýr Mercedes-Benz Marco Polo ferðabíll verður frumsýndur nk. laugardag 20. maí hjá söludeild atvinnubíla hjá Öskju á Fosshálsi 1. Segja má að hann sé hinn fullkomni ferðafélagi fyrir útileguna, næturgistingu og helgarfrí fjarri hversdagsins amstri. Marco Polo ferðabíllinn er fáanlegur í þremur útfærslum; Marco Polo Activity, Marco Polo og Marco Polo Horizon. Marco Polo Activity og Horizon sameinar kosti fjölskyldu- og ferðabíls með einstaklega rúmgóðu farþegarými og gistiplássi fyrir allt að 5 manns. Marco Polo er einnig fáanlegur útbúinn smáeldhúsi með tveimur gashellum, kæliskáp, vaski og margs konar geymsluhirslum. Í honum er felliborð þegar sest er að snæðingi innandyra en auk þess er hægt að fá tjaldborð og fellistóla þegar matast er úti undir beru lofti. Það er einnig innbyggður fataskápur í bílnum með fataslá, hillu og snyrtispegli. Aftursætunum er á einfaldan hátt breytt í þægilegt rúm og ef á þarf að halda er annað tvíbreytt rúm í upphækkanlega þakinu. Bíllinn er með rafstýrðri „easy-up“ hækkun á þakinu sem er mjög einföld í notkun og dregur hvergi úr sportlegu svipmóti þessa laglega ferðabíls. Meðal hátæknibúnaðar sem í boði er má nefna Garmin® MAP PILOT leiðsögukerfi og bílastæðakerfi með sjálfstýringu sem stýrir Marco Polo með minnstu fyrirhöfn inn í bílastæði. Meðal yfirgripsmikils öryggisbúnaðar má nefna ATTENTION ASSIST athyglisvara sem heldur ökumanni við efnið meðan á akstri stendur. Marco Polo er í boði með sparneytnum, fjögurra strokka dísilvélum og staðalbúnaður er Agility Control fjöðrunarkerfi. Vélarnar státa af lágmarks eyðslu og fjöðrunarkerfið stuðlar að aksturseiginleikum sem einkennast af fágun. ,,Við erum afar spennt að frumsýna Marco Polo. Bíllinn er sannkallað heimili að heiman hvert sem ferðinni er heitið. Það er mikil eftirvænting eftir bílnum og nú þegar hafa nokkrir bílar verið seldir og það áður en bíllinn er frumsýndur hér á landi," segir Finnbogi Óskar Ómarsson, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju.Ekki óvistlegt innanrými í Marco Polo.Spara má sér gistikostnaðinn með því að sofa í þessum vistlega bíl.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent