10 bestu vélarnar Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2017 18:12 Vélin í Infinity Q50 er 400 hestöfl. Í hvaða nýjum bílum skildu 10 bestu vélar heims vera? Til að finna það út leggur bandaríski bílavefurinn WardsAuto.com á sig mikla vinnu á hverju ári og birtir í kjölfarið lista yfir þær 10 bestu að þeirra mati. WardsAuto.com hefur gefið út þennan lista frá árinu 1995, eða í 22 ár. Þær vélar sem koma til greina á hverju ári þurfa annaðhvort að vera glænýjar vélar eða að á þeim hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar. Lagt er mat á afl þeirra, tog, eyðslu, tækni sem notuð er, hversu mikið og fagurt hljóð þær láta frá sér og þær bornar saman við vélar annarra framleiðenda með svipað sprengirými. Þetta er fyrsta árið sem engin af 10 bestum vélum ársins er V8 vél og segja má að 6 strokka vélar hafi leyst þær fagmannlega af hólmi. Af þessum 10 vélum er notast við forþjöppur í 7 þeirra og eiga þær greinilega stóran þátt í aflaukningu og minni eyðslu þeirra. Bílarnir sem vélar þessar eru í þetta árið eru eftirfarandi: BMW M240i – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með forþjöppu (335 hö.) Chevrolet Volt – 1,5 lítra bensínvél sem hleður rafmagni á rafmótora bílsins (149 hö.) Chrysler Pacifica Hybrid – 3,6 lítra og 6 strokka Pentastar V6 bensínvél (260 hö.) Ford Focus RS – 2,3 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (350 hö.) Honda Accord Hybrid – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél (212 hö.) Hyundai Elantra Eco – 1,4 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (128 hö.) Infinity Q50 – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með 2 forþjöppum (400 hö.) Mazda CX-9 – 2,5 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (250 hö.) Mercedes Benz C300 – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (241 hö.) Volvo V60 Polestar – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu og keflablásara (362 hö.) Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent
Í hvaða nýjum bílum skildu 10 bestu vélar heims vera? Til að finna það út leggur bandaríski bílavefurinn WardsAuto.com á sig mikla vinnu á hverju ári og birtir í kjölfarið lista yfir þær 10 bestu að þeirra mati. WardsAuto.com hefur gefið út þennan lista frá árinu 1995, eða í 22 ár. Þær vélar sem koma til greina á hverju ári þurfa annaðhvort að vera glænýjar vélar eða að á þeim hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar. Lagt er mat á afl þeirra, tog, eyðslu, tækni sem notuð er, hversu mikið og fagurt hljóð þær láta frá sér og þær bornar saman við vélar annarra framleiðenda með svipað sprengirými. Þetta er fyrsta árið sem engin af 10 bestum vélum ársins er V8 vél og segja má að 6 strokka vélar hafi leyst þær fagmannlega af hólmi. Af þessum 10 vélum er notast við forþjöppur í 7 þeirra og eiga þær greinilega stóran þátt í aflaukningu og minni eyðslu þeirra. Bílarnir sem vélar þessar eru í þetta árið eru eftirfarandi: BMW M240i – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með forþjöppu (335 hö.) Chevrolet Volt – 1,5 lítra bensínvél sem hleður rafmagni á rafmótora bílsins (149 hö.) Chrysler Pacifica Hybrid – 3,6 lítra og 6 strokka Pentastar V6 bensínvél (260 hö.) Ford Focus RS – 2,3 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (350 hö.) Honda Accord Hybrid – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél (212 hö.) Hyundai Elantra Eco – 1,4 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (128 hö.) Infinity Q50 – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með 2 forþjöppum (400 hö.) Mazda CX-9 – 2,5 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (250 hö.) Mercedes Benz C300 – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (241 hö.) Volvo V60 Polestar – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu og keflablásara (362 hö.)
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent