477 dagar. 521 skotárás. Engar aðgerðir af hálfu Bandaríkjaþings. Svona hljóðar yfirskrift leiðara sem birtist á vef New York Times í gær í kjölfarið á skotárásinni í Las Vegas á sunnudagskvöld. Þá bauð Guardian upp á svipaða tölfræði sem nær yfir lengra tímabil: 1516 skotárásir á 1735 dögum. Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð þá að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. Talið er að Paddock hafi notast við eina þekktustu riffiltegund heims í árásinni, AK-47. Skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna og hefur endurvakið, eins og aðrar skotárásir síðustu ára, umræðuna um byssulöggjöfina í landinu og vangetu bandarískra stjórnmálamanna til að taka á löggjöfinni, breyta henni og gera almenningi erfiðara að verða sér úti um skotvopn. Ýmsir sérfræðingar telja árásina skelfilega vendingu í baráttu Bandaríkjamanna gegn slíkum árásum.Neitaði að svara spurningum fjölmiðla um byssulöggjöfina Byssulöggjöfin var kvöldþáttastjórnendum í Bandaríkjunum meðal annars hugleikin í þáttum gærkvöldsins þar sem samhljómur var hjá þeim um að breytinga væri þörf, en breytingarnar má ekki ræða. Þannig beindi Stephen Colbert, þáttastjórnandi Late Show, orðum sínum að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og bað hann um að gera það sem síðustu tveimur forsetum hefur mistekist: eitthvað. Það væri heigulsháttur að gera ekki neitt. Hvort að eitthvað verði gert á hins vegar eftir að koma í ljós. Miðað við skilaboðin sem komu frá Hvíta húsinu í gær telur Trump ekki tímabært að tala um breytingar á löggjöfinni. Þannig kom hann ekkert inn á löggjöfina í annars nokkuð hjartnæmu ávarpi sem hann flutti bandarísku þjóðinni í gær og neitaði að svara spurningum fjölmiðla í dag um byssulöggjöfina þar sem hann ræddi við þá á leið sinni til Púertó Ríkó. Sagði forsetinn að það yrði rætt seinna.Sarah Huckabee Sanders er fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.Vísir/AFPVill frekar ræða það sem getur haft raunveruleg áhrif Svör hans eru í samræmi við svör fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, á blaðamannafundi í gær þar sem hún kom sér endurtekið undan því að ræða breytingar á byssulöggjöfinni. Sagði Huckabee að það yrði tími til að ræða stefnu varðandi byssulöggjöf síðar. Hvíta húsið myndi ekki taka þátt í þannig umræðu á sorgardegi. Huckabee hafði svo reyndar orð á stöðunni í Chicago sem hún sagði að hefði ströngustu byssulöggjöfina í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt, og hefur ekki verið rétt, síðan árið 2013, en löggjöfin er vissulega ein sú strangasta í landinu. Engu að síður voru rúmlega 4000 manns myrtir í skotárásum í Chicago í fyrra og það sem af er þessu ári eru fórnarlömbin tæplega 3000. Með vísan í þessa tölfræði sagði Huckabee stranga byssulöggjöf ekki hafa hjálpað til í Chicago. „Svo ég held að við þurfum, þegar það verður tímabært að taka þessa umræðu, að ræða frekar það sem getur haft raunveruleg áhrif,“ sagði Huckabee.Frá vettvangi í Orlando í júní í fyrra þegar Omar Mateen skaut 49 manns til bana á skemmtistað hinsegin fólks í borginni.Vísir/EPABeið ekki boðanna að tjá sig um skotárásina í Orlando Ýmsum þykir það skjóta skökku við að Hvíta húsið vilji ekki ræða þessi mál og skuli bera fyrir sig að of stutt sé liðið frá árásinni. Þannig hafa fjölmiðlar bent á að eftir skotárásina á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í júní í fyrra hafi Trump, sem þá var í framboði til forseta, ekki hikað neitt þegar hann minnti á hugmyndir sínar um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Árásarmaðurinn í Orlando, Omar Mateen, var nefnilega múslimi og kynnti sig sem hermann hryðjuverkasamtakanna ISIS þegar hann ræddi við lögregluyfirvöld í síma kvöldið sem hann réðst inn á skemmtistaðinn. Þar til í gær var árás Mateen sú mannskæðasta í bandarískri sögu en nú er það hvítur, eldri maður sem á þetta met og hann virðist ekki hafa nein tengsl við ISIS, eða önnur alþjóðleg hryðjuverkasamtök, að sögn yfirvalda. Hvort að það spili inn í þá ákvörðun Hvíta hússins að vilja ekki ræða um byssulöggjöfina strax í kjölfar árásarinnar í Las Vegas er erfitt að segja en eitt er þó ljóst: skoðanir Trump á byssulöggjöfinni hafa breyst síðastliðin ár og yfirlýsingar hans, til að mynda á fundi í Alabama í síðasta mánuði, gefa ekki til kynna að hann muni boða strangari löggjöf.What has happened in Orlando is just the beginning. Our leadership is weak and ineffective. I called it and asked for the ban. Must be tough— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2016 Hrósaði Obama fyrir að kalla eftir strangari byssulöggjöf Árið 2000 skrifaði Trump í bók sína, The America We Deserve, að hann væri almennt á móti miklu regluverki í kringum byssueign almennings en að hann væri þó stuðningsmenn þess að ákveðnar tegundir af riflum væru bannaðar. Tólf árum síðar hrósaði Trump síðan Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að kalla eftir strangari byssulöggjöf í kjölfar skotárás í grunnskóla í Connecticut þar sem 26 létust, þar af 20 börn. Síðan liðu þrjú ár og Trump ákvað að taka þátt í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Hann var þá kominn á hina almennu línu Repúblikanaflokksins þar sem litið er svo á að flestar breytingar á byssulöggjöfinni brjóti í bága við 2. málsgrein bandarísku stjórnarskrárinnar sem kveður á rétt almennings til að eiga og bera vopn.Meirihluti Bandaríkjamanna vill strangari löggjöf Hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, studdu svo Trump í kosningunum í fyrra en þau eru almennt talin á meðal áhrifamestu hagmunasamtaka í landinu. Talsmenn þeirra vilja ekki sjá það sem einhverjir hafa kallaðskynsamlegri byssulöggjöf en forsetinn ætti ef til frekar að líta til þess það sem almenningur í Bandaríkjunum vill. Samkvæmt nýjustu Gallup-könnuninni vilja 55 prósent aðspurðra strangari byssulöggjöf en aðeins 10 prósent vilja að hún verði frjálslegri. Einn af hverjum þremur vildi svo óbreytta löggjöf. Alþekkt er að byssueign í Bandaríkjunum er algeng en einn af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum býr á heimili þar sem annað hvort hann sjálfur á byssu eða einhver annar á heimilinu. Þrír fjórðu af þeim sem svo eiga byssu líta á það sem grundvallarrétt sinn að eiga byssu. Inn í umræðuna um strangari byssulöggjöf fléttast síðan sú staðreynd að löggjöfin er mismunandi eftir ríkjum í Bandaríkjum. Þannig er löggjöfin í Nevada, heimaríki árásarmannsins í Las Vegas, ein sú frjálslegasta í landinu. Þar mega einstaklingar bera byssu og þurfa ekki að skrá sig sem byssueigendur. Bakgrunnur fólks er kannaður þegar það kaupir byssu en einstaklingar mega einnig selja hver öðrum byssur. Eigandi skotvopnaverslunar í Mesquite, heimabæ Paddock, hefur staðfest að hann hafi selt honum þrjár byssur síðastliðið ár, eina skammbyssu og tvo riffla. Öll kaupin voru lögleg og Paddock stóðst bakgrunnstékk sem gert er samkvæmt stöðlum Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.Tölfræði yfir mannskæðustu skotárásir seinustu áratuga í Bandaríkjunum.fréttablaðiðYrði í fyrsta sinn sem sjálfvirkri byssu væri beitt í skotárás Paddock átti þó mun fleiri skotvopn en eina skammbyssu og tvo riffla. Lögreglan fann 23 skotvopn inni á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut af 32. hæð niður á tónleikagesti sem staddir voru hinu megin við götuna. Þá fundust 17 skotvopn til viðbótar heima hjá honum sem og efni til sprengigerðar.Talið er að á meðal þeirra vopna sem Paddock hafi notað í árásinni sé AK-47 rifill með nokkurs konar statífi til að halda honum stöðugum. Þá telja rannsakendur að að minnsta kosti eitt vopnið hafi verið sjálfvirkt og skoða yfirvöld nú hvort að Paddock hafi breytt vopninu eitthvað til þess að gera það öflugra og sjálfvirkara, ef svo má að orði komast. Slíkt gæti reynst ólöglegt auk þess sem sjálfvirk vopn sæta ströngu regluverki í Bandaríkjunum. Ef sjálfvirkt skotvopn var notað í árásinni er það í fyrsta sinn sem slíku vopni er beitt í skotárás í Bandaríkjunum að sögn James Alan Fox, afbrotafræðings við Northeastern University. Hann segir Að mati Fox og ýmissa annarra sérfræðinga er skotárásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttu þjóðarinnar gegn skotárásum. Þar spili inn í ekki aðeins val hans á vopnum heldur einnig sú staðreynd að hann skaut á mannfjöldann úr gríðarlega mikilli hæð. Adam Lankford, afbrotafræðingur við University of Alabama, segir að það að skjóta úr svona mikilli hæð hafi gefið Paddock „taktíska yfirburði.“ „Fólkið á jörðu niðri er í afar slæmri stöðu. Það er hjálparvana,“ segir Adam. Fréttaskýringar Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
477 dagar. 521 skotárás. Engar aðgerðir af hálfu Bandaríkjaþings. Svona hljóðar yfirskrift leiðara sem birtist á vef New York Times í gær í kjölfarið á skotárásinni í Las Vegas á sunnudagskvöld. Þá bauð Guardian upp á svipaða tölfræði sem nær yfir lengra tímabil: 1516 skotárásir á 1735 dögum. Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð þá að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. Talið er að Paddock hafi notast við eina þekktustu riffiltegund heims í árásinni, AK-47. Skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna og hefur endurvakið, eins og aðrar skotárásir síðustu ára, umræðuna um byssulöggjöfina í landinu og vangetu bandarískra stjórnmálamanna til að taka á löggjöfinni, breyta henni og gera almenningi erfiðara að verða sér úti um skotvopn. Ýmsir sérfræðingar telja árásina skelfilega vendingu í baráttu Bandaríkjamanna gegn slíkum árásum.Neitaði að svara spurningum fjölmiðla um byssulöggjöfina Byssulöggjöfin var kvöldþáttastjórnendum í Bandaríkjunum meðal annars hugleikin í þáttum gærkvöldsins þar sem samhljómur var hjá þeim um að breytinga væri þörf, en breytingarnar má ekki ræða. Þannig beindi Stephen Colbert, þáttastjórnandi Late Show, orðum sínum að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og bað hann um að gera það sem síðustu tveimur forsetum hefur mistekist: eitthvað. Það væri heigulsháttur að gera ekki neitt. Hvort að eitthvað verði gert á hins vegar eftir að koma í ljós. Miðað við skilaboðin sem komu frá Hvíta húsinu í gær telur Trump ekki tímabært að tala um breytingar á löggjöfinni. Þannig kom hann ekkert inn á löggjöfina í annars nokkuð hjartnæmu ávarpi sem hann flutti bandarísku þjóðinni í gær og neitaði að svara spurningum fjölmiðla í dag um byssulöggjöfina þar sem hann ræddi við þá á leið sinni til Púertó Ríkó. Sagði forsetinn að það yrði rætt seinna.Sarah Huckabee Sanders er fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.Vísir/AFPVill frekar ræða það sem getur haft raunveruleg áhrif Svör hans eru í samræmi við svör fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, á blaðamannafundi í gær þar sem hún kom sér endurtekið undan því að ræða breytingar á byssulöggjöfinni. Sagði Huckabee að það yrði tími til að ræða stefnu varðandi byssulöggjöf síðar. Hvíta húsið myndi ekki taka þátt í þannig umræðu á sorgardegi. Huckabee hafði svo reyndar orð á stöðunni í Chicago sem hún sagði að hefði ströngustu byssulöggjöfina í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt, og hefur ekki verið rétt, síðan árið 2013, en löggjöfin er vissulega ein sú strangasta í landinu. Engu að síður voru rúmlega 4000 manns myrtir í skotárásum í Chicago í fyrra og það sem af er þessu ári eru fórnarlömbin tæplega 3000. Með vísan í þessa tölfræði sagði Huckabee stranga byssulöggjöf ekki hafa hjálpað til í Chicago. „Svo ég held að við þurfum, þegar það verður tímabært að taka þessa umræðu, að ræða frekar það sem getur haft raunveruleg áhrif,“ sagði Huckabee.Frá vettvangi í Orlando í júní í fyrra þegar Omar Mateen skaut 49 manns til bana á skemmtistað hinsegin fólks í borginni.Vísir/EPABeið ekki boðanna að tjá sig um skotárásina í Orlando Ýmsum þykir það skjóta skökku við að Hvíta húsið vilji ekki ræða þessi mál og skuli bera fyrir sig að of stutt sé liðið frá árásinni. Þannig hafa fjölmiðlar bent á að eftir skotárásina á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í júní í fyrra hafi Trump, sem þá var í framboði til forseta, ekki hikað neitt þegar hann minnti á hugmyndir sínar um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Árásarmaðurinn í Orlando, Omar Mateen, var nefnilega múslimi og kynnti sig sem hermann hryðjuverkasamtakanna ISIS þegar hann ræddi við lögregluyfirvöld í síma kvöldið sem hann réðst inn á skemmtistaðinn. Þar til í gær var árás Mateen sú mannskæðasta í bandarískri sögu en nú er það hvítur, eldri maður sem á þetta met og hann virðist ekki hafa nein tengsl við ISIS, eða önnur alþjóðleg hryðjuverkasamtök, að sögn yfirvalda. Hvort að það spili inn í þá ákvörðun Hvíta hússins að vilja ekki ræða um byssulöggjöfina strax í kjölfar árásarinnar í Las Vegas er erfitt að segja en eitt er þó ljóst: skoðanir Trump á byssulöggjöfinni hafa breyst síðastliðin ár og yfirlýsingar hans, til að mynda á fundi í Alabama í síðasta mánuði, gefa ekki til kynna að hann muni boða strangari löggjöf.What has happened in Orlando is just the beginning. Our leadership is weak and ineffective. I called it and asked for the ban. Must be tough— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2016 Hrósaði Obama fyrir að kalla eftir strangari byssulöggjöf Árið 2000 skrifaði Trump í bók sína, The America We Deserve, að hann væri almennt á móti miklu regluverki í kringum byssueign almennings en að hann væri þó stuðningsmenn þess að ákveðnar tegundir af riflum væru bannaðar. Tólf árum síðar hrósaði Trump síðan Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að kalla eftir strangari byssulöggjöf í kjölfar skotárás í grunnskóla í Connecticut þar sem 26 létust, þar af 20 börn. Síðan liðu þrjú ár og Trump ákvað að taka þátt í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Hann var þá kominn á hina almennu línu Repúblikanaflokksins þar sem litið er svo á að flestar breytingar á byssulöggjöfinni brjóti í bága við 2. málsgrein bandarísku stjórnarskrárinnar sem kveður á rétt almennings til að eiga og bera vopn.Meirihluti Bandaríkjamanna vill strangari löggjöf Hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, studdu svo Trump í kosningunum í fyrra en þau eru almennt talin á meðal áhrifamestu hagmunasamtaka í landinu. Talsmenn þeirra vilja ekki sjá það sem einhverjir hafa kallaðskynsamlegri byssulöggjöf en forsetinn ætti ef til frekar að líta til þess það sem almenningur í Bandaríkjunum vill. Samkvæmt nýjustu Gallup-könnuninni vilja 55 prósent aðspurðra strangari byssulöggjöf en aðeins 10 prósent vilja að hún verði frjálslegri. Einn af hverjum þremur vildi svo óbreytta löggjöf. Alþekkt er að byssueign í Bandaríkjunum er algeng en einn af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum býr á heimili þar sem annað hvort hann sjálfur á byssu eða einhver annar á heimilinu. Þrír fjórðu af þeim sem svo eiga byssu líta á það sem grundvallarrétt sinn að eiga byssu. Inn í umræðuna um strangari byssulöggjöf fléttast síðan sú staðreynd að löggjöfin er mismunandi eftir ríkjum í Bandaríkjum. Þannig er löggjöfin í Nevada, heimaríki árásarmannsins í Las Vegas, ein sú frjálslegasta í landinu. Þar mega einstaklingar bera byssu og þurfa ekki að skrá sig sem byssueigendur. Bakgrunnur fólks er kannaður þegar það kaupir byssu en einstaklingar mega einnig selja hver öðrum byssur. Eigandi skotvopnaverslunar í Mesquite, heimabæ Paddock, hefur staðfest að hann hafi selt honum þrjár byssur síðastliðið ár, eina skammbyssu og tvo riffla. Öll kaupin voru lögleg og Paddock stóðst bakgrunnstékk sem gert er samkvæmt stöðlum Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.Tölfræði yfir mannskæðustu skotárásir seinustu áratuga í Bandaríkjunum.fréttablaðiðYrði í fyrsta sinn sem sjálfvirkri byssu væri beitt í skotárás Paddock átti þó mun fleiri skotvopn en eina skammbyssu og tvo riffla. Lögreglan fann 23 skotvopn inni á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut af 32. hæð niður á tónleikagesti sem staddir voru hinu megin við götuna. Þá fundust 17 skotvopn til viðbótar heima hjá honum sem og efni til sprengigerðar.Talið er að á meðal þeirra vopna sem Paddock hafi notað í árásinni sé AK-47 rifill með nokkurs konar statífi til að halda honum stöðugum. Þá telja rannsakendur að að minnsta kosti eitt vopnið hafi verið sjálfvirkt og skoða yfirvöld nú hvort að Paddock hafi breytt vopninu eitthvað til þess að gera það öflugra og sjálfvirkara, ef svo má að orði komast. Slíkt gæti reynst ólöglegt auk þess sem sjálfvirk vopn sæta ströngu regluverki í Bandaríkjunum. Ef sjálfvirkt skotvopn var notað í árásinni er það í fyrsta sinn sem slíku vopni er beitt í skotárás í Bandaríkjunum að sögn James Alan Fox, afbrotafræðings við Northeastern University. Hann segir Að mati Fox og ýmissa annarra sérfræðinga er skotárásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttu þjóðarinnar gegn skotárásum. Þar spili inn í ekki aðeins val hans á vopnum heldur einnig sú staðreynd að hann skaut á mannfjöldann úr gríðarlega mikilli hæð. Adam Lankford, afbrotafræðingur við University of Alabama, segir að það að skjóta úr svona mikilli hæð hafi gefið Paddock „taktíska yfirburði.“ „Fólkið á jörðu niðri er í afar slæmri stöðu. Það er hjálparvana,“ segir Adam.
„Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23
Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49