Goðsögnin um hreina Ísland Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. október 2017 07:00 Tvær langlífar og nátengdar mýtur einkenna viðhorf Íslendinga til umhverfismála og umræðunnar um kolefnisspor okkar. Annars vegar er það sú hugmynd að lífsstíll okkar sé umhverfisvænn, einfaldlega vegna þess að 99 prósent af orku sem nýtt er til húshitunar og rafmagnsframleiðslu á landinu koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Hin goðsagan er sú að Íslendingar – hinir miklu frumkvöðlar í endurnýjanlegri orku – standi öðrum ríkjum framar þegar losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi er mæld. Hvorugt á sér stoð í raunveruleikanum. Ný rannsókn, sem unnin var af vísindamönnum við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands, sýnir fram á að neysludrifið kolefnisspor íslenskra heimila er áþekkt því sem gerist meðal þjóða Evrópusambandsins. Sérstaða okkar í orkumálum skiptir hér engu máli. Í rannsóknarniðurstöðum kemur fram að kolefnisspor Íslendinga er 55 prósentum stærra en útblástursmælingar innan landamæra landsins gefa til kynna. Það eru einmitt slíkar mælingar sem liggja til grundvallar þegar markmið hafa verið sett um minni útblástur (40 prósent fyrir árið 2030 í tilfelli Íslands). Þetta eru markmið þar sem einfaldlega er ekki verið að taka á vandanum. Þetta þýðir jafnframt að um 71 prósent útblásturs heimila kemur til vegna innfluttra vara og að útblástursbyrðin er að mestu í þróunarríkjum. Þetta er sláandi staðreynd, þá sérstaklega þegar litið er til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um mótvægisaðgerðir þjóðríkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Undanfarna áratugi hefur áherslan verið á að fá ríkin til að stuðla að umhverfislegri sjálfbærni innan landamæra sinna þegar staðreyndin er sú að menguninni er í raun útvistað frá auðugum löndum eins og Íslandi til þróunarríkja. Vonandi verða rannsóknir af þessum toga til þess að við tökum upp víðtækari nálgun á útreikninga á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er þrautseigja þessara goðsagna ástæðan fyrir því að umræðan um losun gróðurhúsalofttegunda er jafn máttlaus hér og raun ber vitni. Rannsóknir sem þessi og fleiri af sama toga verða vonandi til þess að virkja þá ástríðu sem við sannarlega höfum fyrir umhverfismálum. Næst þegar ráðamenn svara spurningum um aðgerðir í losunarmálum þá ættum við öll að leiða hjá okkur háfleyg ummæli um árangur okkar í endurnýjanlegum orkugjöfum. Sá árangur er ekki afsökun fyrir því að ganga ekki lengra og setja það fordæmi sem svo mikil þörf er á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Tvær langlífar og nátengdar mýtur einkenna viðhorf Íslendinga til umhverfismála og umræðunnar um kolefnisspor okkar. Annars vegar er það sú hugmynd að lífsstíll okkar sé umhverfisvænn, einfaldlega vegna þess að 99 prósent af orku sem nýtt er til húshitunar og rafmagnsframleiðslu á landinu koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Hin goðsagan er sú að Íslendingar – hinir miklu frumkvöðlar í endurnýjanlegri orku – standi öðrum ríkjum framar þegar losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi er mæld. Hvorugt á sér stoð í raunveruleikanum. Ný rannsókn, sem unnin var af vísindamönnum við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands, sýnir fram á að neysludrifið kolefnisspor íslenskra heimila er áþekkt því sem gerist meðal þjóða Evrópusambandsins. Sérstaða okkar í orkumálum skiptir hér engu máli. Í rannsóknarniðurstöðum kemur fram að kolefnisspor Íslendinga er 55 prósentum stærra en útblástursmælingar innan landamæra landsins gefa til kynna. Það eru einmitt slíkar mælingar sem liggja til grundvallar þegar markmið hafa verið sett um minni útblástur (40 prósent fyrir árið 2030 í tilfelli Íslands). Þetta eru markmið þar sem einfaldlega er ekki verið að taka á vandanum. Þetta þýðir jafnframt að um 71 prósent útblásturs heimila kemur til vegna innfluttra vara og að útblástursbyrðin er að mestu í þróunarríkjum. Þetta er sláandi staðreynd, þá sérstaklega þegar litið er til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um mótvægisaðgerðir þjóðríkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Undanfarna áratugi hefur áherslan verið á að fá ríkin til að stuðla að umhverfislegri sjálfbærni innan landamæra sinna þegar staðreyndin er sú að menguninni er í raun útvistað frá auðugum löndum eins og Íslandi til þróunarríkja. Vonandi verða rannsóknir af þessum toga til þess að við tökum upp víðtækari nálgun á útreikninga á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er þrautseigja þessara goðsagna ástæðan fyrir því að umræðan um losun gróðurhúsalofttegunda er jafn máttlaus hér og raun ber vitni. Rannsóknir sem þessi og fleiri af sama toga verða vonandi til þess að virkja þá ástríðu sem við sannarlega höfum fyrir umhverfismálum. Næst þegar ráðamenn svara spurningum um aðgerðir í losunarmálum þá ættum við öll að leiða hjá okkur háfleyg ummæli um árangur okkar í endurnýjanlegum orkugjöfum. Sá árangur er ekki afsökun fyrir því að ganga ekki lengra og setja það fordæmi sem svo mikil þörf er á.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun