Sport

Rússneskir skíðamenn fá lífstíðarbann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Legkov með gullið á ÓL í Sotsjí. Félagar hans frá Rússlandi tóku líka silfur og brons í göngunni.
Legkov með gullið á ÓL í Sotsjí. Félagar hans frá Rússlandi tóku líka silfur og brons í göngunni. vísir/getty
Lyfjahneyksli Rússa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 er enn að draga dilk á eftir sér.

Nú er búið að dæma tvo rússneska skíðamenn í lífstíðarbann fyrir að nota ólögleg lyf á leikuum. Þetta eru þeir Alexander Legkov og Evgeniy Belov en báðir tóku þeir þátt í skíðagöngu á leikunum.

Legkov vann til tveggja verðlauna á leikunum og hefur nú misst bæði verðlaunin. Hann vann gull í 50 km göngu og silfur með Rússum í 4x10 km göngu.

Alþjóða Ólympíunefndin mun taka ákvörðun í desember um hvort hún leyfi rússnesku skíðafólki að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en þeir leikar hefjast í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×