Grindavík henti KR út í horn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 06:30 Grindvíkingar fagna eftir sigurinn á KR-ingum í gær. Þeir eru nú búnir að vinna tvo leiki í röð og tryggja sér oddaleik á sunnudaginn. vísir/andri marinó Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“ Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira