Tesla enn á eftir áætlunum í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 10:26 Tesla Model 3 fyrir utan risarafhlöðuverksmiðjuna í Nevada. Tesla náði að framleiða 76.230 bíla í fyrra, en áætlanir fyrirtækisins hljóðuðu uppá 80.000 bíla framleiðslu. Tesla hefur reyndar ávallt sett sér metnaðarfull markmið um framleiðslumagn og ekki er hægt að segja að fyrirtækið hafi skotið mjög fjarri þessu sinni. Hinsvegar er pressan mikil á Tesla þar sem fyrirtækið á eftir að framleiða uppí 400.000 pantanir á nýja Model 3 bílnum sem verður langódýrasti framleiðslubíll Tesla til þessa og á að kosta um 35.000 dollara. Flestir kunnugir utanaðkomandi aðilar spá því hinsvegar að Tesla muni þurfa að fresta útkomu Model 3 bílsins og sumir spá því að enginn slíkur bíll verði afhentur eiganda sínum á næsta ári þó svo það hafi verið á stefnuskrá Tesla. Áttföldun í framleiðslu á 2 árum Í spám Elon Musk, forstjóra Tesla, er stefnan að framleiða 500.000 bíla árið 2018, eða 8 sinnum meira framleiðslumagn en í fyrra og finnst sumum það brött áætlun. Til að setja framleiðslumagn Tesla í fyrra í eitthvað samhengi má geta þess að Ford seldi 72.089 eintök bara af F-150 pallbílnum í nóvember einum saman. Það er svipað magn og öll framleiðsla Tesla í fyrra. Það er mikið kappsmál að koma framleiðslu Tesla Model 3 í gang sem fyrst þar sem eftirspurn eftir Model S bílnum fer dvínandi, enda bíllinn ekki alveg nýr af nálinni lengur. Framleiðsla á Model 3 hvílir að stórum hluta á afköstum nýrrar risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada, en þar er fjöldaframleiðsla þeirra nú að hefjast af miklum krafti. Til að róa markaðinn aðeins bauð Elon Musk völdum aðilum að skoða þessa verksmiðju í síðustu viku. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Tesla náði að framleiða 76.230 bíla í fyrra, en áætlanir fyrirtækisins hljóðuðu uppá 80.000 bíla framleiðslu. Tesla hefur reyndar ávallt sett sér metnaðarfull markmið um framleiðslumagn og ekki er hægt að segja að fyrirtækið hafi skotið mjög fjarri þessu sinni. Hinsvegar er pressan mikil á Tesla þar sem fyrirtækið á eftir að framleiða uppí 400.000 pantanir á nýja Model 3 bílnum sem verður langódýrasti framleiðslubíll Tesla til þessa og á að kosta um 35.000 dollara. Flestir kunnugir utanaðkomandi aðilar spá því hinsvegar að Tesla muni þurfa að fresta útkomu Model 3 bílsins og sumir spá því að enginn slíkur bíll verði afhentur eiganda sínum á næsta ári þó svo það hafi verið á stefnuskrá Tesla. Áttföldun í framleiðslu á 2 árum Í spám Elon Musk, forstjóra Tesla, er stefnan að framleiða 500.000 bíla árið 2018, eða 8 sinnum meira framleiðslumagn en í fyrra og finnst sumum það brött áætlun. Til að setja framleiðslumagn Tesla í fyrra í eitthvað samhengi má geta þess að Ford seldi 72.089 eintök bara af F-150 pallbílnum í nóvember einum saman. Það er svipað magn og öll framleiðsla Tesla í fyrra. Það er mikið kappsmál að koma framleiðslu Tesla Model 3 í gang sem fyrst þar sem eftirspurn eftir Model S bílnum fer dvínandi, enda bíllinn ekki alveg nýr af nálinni lengur. Framleiðsla á Model 3 hvílir að stórum hluta á afköstum nýrrar risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada, en þar er fjöldaframleiðsla þeirra nú að hefjast af miklum krafti. Til að róa markaðinn aðeins bauð Elon Musk völdum aðilum að skoða þessa verksmiðju í síðustu viku.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent