Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. september 2017 14:15 Litla prinsessan, Karlotta Elísabet Díana af Cambridge. Hún er yngra barn þeirra Vilhjálms og Katrínar. Skírnarathöfnin tók 45 mínútur, að því er fram kom í USA Today. Einungis nánum ættingjum og vinum var boðið í athöfnina sem fór fram í Sandringhamkirkjunni í Norfolk. Nodicphotos/Getty Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertogi af Cambridge, tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau Georg og Karlottu. Líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Erla Björk Sigurðardóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að um eitt prósent kvenna þjáist af þessum kvilla. „Um 75 prósent kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og það getur verið eðlilegt á þeim tíma. Yfirleitt byrja einkenni á 6. til 8. viku en hverfa á 16. til 18. viku. Um fimm prósent kvenna eru með ógleði alla meðgönguna og það eru þá einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því. Svo er talað um að eitt prósent kvenna þjáist af HG, eða hyperedemis gravidarum, og er það mjög alvarlegt. Það getur valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun,“ segir Erla.Mjög sjaldgjæft HG getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því mikilvægt að greina það frá venjulegum meðgönguuppköstum og meðhöndla á fullnægjandi hátt. „Þetta er mjög sjaldgæft og lýsir sér í miklum uppköstum og getur haft alvarlega fylgikvilla. Konur sem fá þetta geta til dæmis fengið rof í vélindað en þessu fylgir líka oft þunglyndi.Þá einangrast konur og þær þurfa því að vera duglegar að skipta um umhverfi og þá skiptir sálrænn stuðningur máli. Að stuðningsnetið, fjölskylda og vinir, sé skilningsríkt á þessum tíma.“ Trúlega fær hertogaynjan mikinn stuðning frá konungsfjölskyldunni og bestu mögulegu meðferð. Katrín og Vilhjálmur giftu sig árið 2011 en þau kynntust í St. Andrews-háskólanum í Skotlandi og byrjuðu að hittast árið 2003. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni.Lögð inn á spítala Ekki kemur fram í tilkynningu hallarinnar hvenær Katrín er sett en þegar hún var ólétt að Georg var tilkynnt um það fyrr en venjulega þar sem hertogaynjan hafði verið lögð inn á spítala vegna mikillar ógleði. „Sumar konur sem eru með þekkta svona sögu fá fljótt ógleðistillandi lyf. Það er passað upp á þessar konur strax frá byrjun. Ef kona hefur lent einu sinni í þessu þá þekkir hún einkennin fljótt og kemur því fljótt til okkar. Það er hægt að láta þeim líða betur með ýmsum ráðum,“ segir Erla Björk Sigurðardóttir.Fjölskyldan á góðri stund. Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/GettyNordicPhotos/Getty
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira