Þegar 19 ára gamall Logi skoraði 29 stig á móti Slóvenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 10:00 Logi Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mætir Slóvenum í dag í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Logi á góðar minningar frá leik á móti Slóveníu. 29. nóvember 2000 fór Logi á kostum í leik við Slóvena í Laugardalshöllinni en hann skoraði þá 29 stig á aðeins 23 mínútum. Hann var þá aðeins að spila sinn sjöunda landsleik og var nýorðinn 19 ára gamall. „Ég man vel eftir leiknum. Ég held að ég hafi verið bara nítján ára gamall þarna. Þetta var einn af mínum fyrstu landsleikjum og ég var að spila á móti svona stórri þjóð eins og Slóvenía er," sagði Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. „Það var mjög spennandi að hafa spilað þennan leik og ég man eftir því að það fór allt ofan í hjá mér. Ég var út um allan völl, ungur pungur á fleygiferð og með mikinn kraft," sagði Logi sem hitti úr 10 af 15 skotum utan af velli og úr öllum sjö vítunum. „Það fór allt ofan í hjá mér þennan dag og við áttum góðan leik á móti þeim. Þeir rétt unnu okkur á lokamínútunum," sagði Logi en getur hann skorað aftur 29 stig á Slóvenana í dag? „Já er það ekki bara,“ sagði Logi í gríni en bætti svo við: „Nei maður er í öðruvísi hlutverki núna sem reynslubolti sem er að reyna að miðla reynslunni til hinna. Ég fæ kannski færri mínútur en reyni að gefa allt í verkefnið þegar ég kem inná," sagði Logi. „Ég reyni líka að dreifa jákvæðni og kraft frá bekknum þegar ég er ekki inná. Einn og einn þristur hér og þar gæti komið," sagði Logi. Íslenska liðið tapaði reyndar leiknum með 10 stigum á endanum (80-90) í þessum leik fyrir tæpum sautján árum en var yfir í hálfleik 44-42 eftir að hafa unnið annan leikhlutann 28-16. Jón Arnór Stefánsson lék einnig leikinn og var með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Það má sjá tölfræði leiksins með því að smella hér. Það má síðan horfa á viðtal Arnars við Loga í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30 Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15 Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30 Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mætir Slóvenum í dag í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Logi á góðar minningar frá leik á móti Slóveníu. 29. nóvember 2000 fór Logi á kostum í leik við Slóvena í Laugardalshöllinni en hann skoraði þá 29 stig á aðeins 23 mínútum. Hann var þá aðeins að spila sinn sjöunda landsleik og var nýorðinn 19 ára gamall. „Ég man vel eftir leiknum. Ég held að ég hafi verið bara nítján ára gamall þarna. Þetta var einn af mínum fyrstu landsleikjum og ég var að spila á móti svona stórri þjóð eins og Slóvenía er," sagði Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. „Það var mjög spennandi að hafa spilað þennan leik og ég man eftir því að það fór allt ofan í hjá mér. Ég var út um allan völl, ungur pungur á fleygiferð og með mikinn kraft," sagði Logi sem hitti úr 10 af 15 skotum utan af velli og úr öllum sjö vítunum. „Það fór allt ofan í hjá mér þennan dag og við áttum góðan leik á móti þeim. Þeir rétt unnu okkur á lokamínútunum," sagði Logi en getur hann skorað aftur 29 stig á Slóvenana í dag? „Já er það ekki bara,“ sagði Logi í gríni en bætti svo við: „Nei maður er í öðruvísi hlutverki núna sem reynslubolti sem er að reyna að miðla reynslunni til hinna. Ég fæ kannski færri mínútur en reyni að gefa allt í verkefnið þegar ég kem inná," sagði Logi. „Ég reyni líka að dreifa jákvæðni og kraft frá bekknum þegar ég er ekki inná. Einn og einn þristur hér og þar gæti komið," sagði Logi. Íslenska liðið tapaði reyndar leiknum með 10 stigum á endanum (80-90) í þessum leik fyrir tæpum sautján árum en var yfir í hálfleik 44-42 eftir að hafa unnið annan leikhlutann 28-16. Jón Arnór Stefánsson lék einnig leikinn og var með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Það má sjá tölfræði leiksins með því að smella hér. Það má síðan horfa á viðtal Arnars við Loga í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30 Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15 Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30 Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30
Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15
Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30
Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum