Brosið borgaði sig ekki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2017 07:00 Það er ekkert lítið gaman að fara út að borða í Reykjavík þessi misserin þar sem búið er að breyta og innrétta nánast hvert einasta rými í miðborginni sem lúxus veitingastað. Fólk getur til dæmis ekki lengur tekið strætó á Hlemmi án þess að bakka ofan í humarsúpu. Við kærastan gerðum okkur dagamun á föstudaginn og fórum á veitingastaðinn Matwerk efst á Laugaveginum sem við höfðum heyrt góða hluti um. Einn af þessum nýju og skemmtilegu stöðum sem eru frumlegir í mat og drykk og við vorum ekki svikin. Það voru samt Svíarnir sem sátu á næsta borði fyrir aftan okkur. Eða þeir þóttust vera sviknir. Við heyrðum þessa ágætu ferðamenn njóta matarins; smjattandi og hlæjandi. Allt lék í lyndi þar til kom að skuldadögum. Þá var maturinn allt í einu orðinn svakalega saltur hjá einni konunni sem fór að hækka róminn og kvarta sáran. Hún heimtaði að yfirþjónninn færi með matinn aftur til kokksins. Þjónninn gat lítið annað gert en tekið þessu sem heilögum sannleik. Þá gengu hinir á lagið og allt í einu var bara eins og maturinn sem þau voru búin að borða með bestu lyst hefði verið soðinn í Svartahafinu. Væntanlega af ótta við slæmt umtal lúffaði þjónninn og fannst hann knúinn til að gefa þeim afslátt. Ég heyrði hvert einasta orð sem fór þarna á milli og þetta var enginn smá afsláttur. Við konan vorum aftur á móti mjög sátt og héldum bara áfram að panta; fengum besta desert sem ég hef smakkað og æðislega kokteila. Þegar kom að skuldadögum hjá okkur borgaði ég bara uppsett verð enda kom ekkert annað til greina. Fýlupúkarnir gengu út með vasa fulla en brosið mitt borgaði sig í rauninni ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Það er ekkert lítið gaman að fara út að borða í Reykjavík þessi misserin þar sem búið er að breyta og innrétta nánast hvert einasta rými í miðborginni sem lúxus veitingastað. Fólk getur til dæmis ekki lengur tekið strætó á Hlemmi án þess að bakka ofan í humarsúpu. Við kærastan gerðum okkur dagamun á föstudaginn og fórum á veitingastaðinn Matwerk efst á Laugaveginum sem við höfðum heyrt góða hluti um. Einn af þessum nýju og skemmtilegu stöðum sem eru frumlegir í mat og drykk og við vorum ekki svikin. Það voru samt Svíarnir sem sátu á næsta borði fyrir aftan okkur. Eða þeir þóttust vera sviknir. Við heyrðum þessa ágætu ferðamenn njóta matarins; smjattandi og hlæjandi. Allt lék í lyndi þar til kom að skuldadögum. Þá var maturinn allt í einu orðinn svakalega saltur hjá einni konunni sem fór að hækka róminn og kvarta sáran. Hún heimtaði að yfirþjónninn færi með matinn aftur til kokksins. Þjónninn gat lítið annað gert en tekið þessu sem heilögum sannleik. Þá gengu hinir á lagið og allt í einu var bara eins og maturinn sem þau voru búin að borða með bestu lyst hefði verið soðinn í Svartahafinu. Væntanlega af ótta við slæmt umtal lúffaði þjónninn og fannst hann knúinn til að gefa þeim afslátt. Ég heyrði hvert einasta orð sem fór þarna á milli og þetta var enginn smá afsláttur. Við konan vorum aftur á móti mjög sátt og héldum bara áfram að panta; fengum besta desert sem ég hef smakkað og æðislega kokteila. Þegar kom að skuldadögum hjá okkur borgaði ég bara uppsett verð enda kom ekkert annað til greina. Fýlupúkarnir gengu út með vasa fulla en brosið mitt borgaði sig í rauninni ekki neitt.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun