Hátíðarterta með eplum og karamellukremi 30. nóvember 2017 10:00 Sigrún Fjóla og Haukur Logi skreyta saman piparkökur fyrir jólin og fjölskyldan á notalega stund saman. Vísir/Stefán Desember er annasamasti mánuðurinn í vinnunni hjá mér og vikurnar fyrir jólin litast af því að fara yfir próf og verkefni en þegar því er lokið gef ég mér góðan tíma til að huga að jólaundirbúningi,“ segir Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, kennslustjóri í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Tími kærleika „Fyrir jólin finnst mér mikilvægast að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum þremur; Árna Degi, Birnu Sól og Hauki Loga. Við bökum t.d. alltaf saman piparkökur og skreytum þær fallega,“ segir Sigrún og bætir við að í sínum huga eigi þessi árstími að snúast um kærleika og frið en ekki stress. „Jólin eru einmitt tíminn til að leyfa börnunum að njóta sín og sýna fólkinu sem manni er kært hvað það er manni mikils virði.“ Hangikjöt á Þorláksmessu Á heimili Sigrúnar er ekki mikið um fastar jólahefðir fyrir utan að hún sýður hangikjötið alltaf á Þorláksmessu og býr rauðkálið til frá grunni. „Svo hef ég heitt hangikjöt í matinn að kvöldi Þorláksmessu en krökkunum finnst það svo notalegt og það kemur góður ilmur í húsið. Á aðfangadag finnst mér mikilvægt að allir séu komnir í sparifötin klukkan sex og hlusti á klukkurnar í útvarpinu hringja inn jólin,“ segir Sigrún og hlær dátt þegar hún er spurð hvers hún óski sér í jólagjöf. „Draumajólagjöfin mín er tyggjóbleik KitchenAid-hrærivél. Það er ómögulegt að bakstursdrottning eins og ég eigi ekki hrærivél.“ Þegar hátíð er í bæ bakar Sigrún gjarnan færeyska marenstertu en uppskriftina fékk hún í Vikunni fyrir meira en áratug. „Tertan er mjög jólaleg, enda möndlur í botnunum og epli á milli. Hún er ólík öðrum marenstertum því í henni mætist súrt og sætt bragð. Tertan vekur alltaf mikla athygli og ég er undantekningarlaust beðin um uppskriftina að henni.“ Tertan er ólík öðrum marenstertum því í henni mætist súrt og sætt bragð. Færeysk hátíðaterta (2 botnar) 4 eggjahvítur 175 g sykur 100 g hakkaðar möndlur 1 msk. kartöflumjöl Stífþeytið eggjahvíturnar og látið sykurinn smátt og smátt út í á meðan. Blandið saman möndlum og kartöflumjöli og hrærið því varlega út í stífþeyttar eggjahvíturnar. Mótið marensinn vel á smurðan bökunarpappír og bakið við 150-175°C í 30 mínútur. Fylling 1 peli rjómi 1 dós sýrður rjómi, 36% 3-4 epli, rauð eða gul, smátt skorin Þeytið rjómann. Blandið öllu vel saman og setjið á milli marensbotnanna. Karamella 2½ dl rjómi 2 msk. síróp 60 g flórsykur 1 msk. vanillusykur Setjið allt saman í pott og sjóðið við mjög lágan hita í um 20 mínútur. Hrærið í af og til. Hellið karamellunni yfir kökuna í mjórri bunu og berið fram. Heimalagað rauðkál að hætti Sigrúnar Fjólu 1 epli ½ rauðkálshaus 30 g smjör 2 msk.rauðvínsedik 1 dl hindberjasafi Salt og pipar 3 msk. rifsberjahlaup Afhýðið eplið og rífið smátt, skerið rauðkálið í mjóa strimla. Bræðið smjörið í potti og setjið eplið og rauðkálið út á pönnuna og steikið í stutta stund. Bætið öðru hráefni saman við og látið malla við vægan hita undir loki í 30-40 mínútur. Bætið vatni saman við ef þörf er á. Gott að bera fram heitt sem kalt. Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Desember er annasamasti mánuðurinn í vinnunni hjá mér og vikurnar fyrir jólin litast af því að fara yfir próf og verkefni en þegar því er lokið gef ég mér góðan tíma til að huga að jólaundirbúningi,“ segir Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, kennslustjóri í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Tími kærleika „Fyrir jólin finnst mér mikilvægast að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum þremur; Árna Degi, Birnu Sól og Hauki Loga. Við bökum t.d. alltaf saman piparkökur og skreytum þær fallega,“ segir Sigrún og bætir við að í sínum huga eigi þessi árstími að snúast um kærleika og frið en ekki stress. „Jólin eru einmitt tíminn til að leyfa börnunum að njóta sín og sýna fólkinu sem manni er kært hvað það er manni mikils virði.“ Hangikjöt á Þorláksmessu Á heimili Sigrúnar er ekki mikið um fastar jólahefðir fyrir utan að hún sýður hangikjötið alltaf á Þorláksmessu og býr rauðkálið til frá grunni. „Svo hef ég heitt hangikjöt í matinn að kvöldi Þorláksmessu en krökkunum finnst það svo notalegt og það kemur góður ilmur í húsið. Á aðfangadag finnst mér mikilvægt að allir séu komnir í sparifötin klukkan sex og hlusti á klukkurnar í útvarpinu hringja inn jólin,“ segir Sigrún og hlær dátt þegar hún er spurð hvers hún óski sér í jólagjöf. „Draumajólagjöfin mín er tyggjóbleik KitchenAid-hrærivél. Það er ómögulegt að bakstursdrottning eins og ég eigi ekki hrærivél.“ Þegar hátíð er í bæ bakar Sigrún gjarnan færeyska marenstertu en uppskriftina fékk hún í Vikunni fyrir meira en áratug. „Tertan er mjög jólaleg, enda möndlur í botnunum og epli á milli. Hún er ólík öðrum marenstertum því í henni mætist súrt og sætt bragð. Tertan vekur alltaf mikla athygli og ég er undantekningarlaust beðin um uppskriftina að henni.“ Tertan er ólík öðrum marenstertum því í henni mætist súrt og sætt bragð. Færeysk hátíðaterta (2 botnar) 4 eggjahvítur 175 g sykur 100 g hakkaðar möndlur 1 msk. kartöflumjöl Stífþeytið eggjahvíturnar og látið sykurinn smátt og smátt út í á meðan. Blandið saman möndlum og kartöflumjöli og hrærið því varlega út í stífþeyttar eggjahvíturnar. Mótið marensinn vel á smurðan bökunarpappír og bakið við 150-175°C í 30 mínútur. Fylling 1 peli rjómi 1 dós sýrður rjómi, 36% 3-4 epli, rauð eða gul, smátt skorin Þeytið rjómann. Blandið öllu vel saman og setjið á milli marensbotnanna. Karamella 2½ dl rjómi 2 msk. síróp 60 g flórsykur 1 msk. vanillusykur Setjið allt saman í pott og sjóðið við mjög lágan hita í um 20 mínútur. Hrærið í af og til. Hellið karamellunni yfir kökuna í mjórri bunu og berið fram. Heimalagað rauðkál að hætti Sigrúnar Fjólu 1 epli ½ rauðkálshaus 30 g smjör 2 msk.rauðvínsedik 1 dl hindberjasafi Salt og pipar 3 msk. rifsberjahlaup Afhýðið eplið og rífið smátt, skerið rauðkálið í mjóa strimla. Bræðið smjörið í potti og setjið eplið og rauðkálið út á pönnuna og steikið í stutta stund. Bætið öðru hráefni saman við og látið malla við vægan hita undir loki í 30-40 mínútur. Bætið vatni saman við ef þörf er á. Gott að bera fram heitt sem kalt.
Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira