Eilíf bið Magnús Guðmundsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Það er alltaf ánægjulegt að sjá ráðherrra málaflokks bregðast við athugasemdum og gagnrýni eins og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra gerði á Facebook-síðu sinni í kjölfar viðtals við Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur í Fréttablaðinu um helgina. Í viðtalinu greinir Lára Guðrún frá krabbameinsveikindum móður hennar sem og sínum eigin veikindum og þeim raunum og kostnaði sem heilbrigðiskerfið leggur á bæði sjúklinga og aðstandendur þeirra. Viðtalið er aðgengilegt á Vísir.is. En eins og það er ánægjulegt að sjá ráðherra bregðast við því þá fylgja hins vegar mikil vonbrigði að sjá að svör Óttars eru lítið annað en innantóm endurtekning á gagnrýni Láru Guðrúnar. Staðreyndin er að á Íslandi eru aðstæður krabbameinssjúklinga sem og annarra langveikra einstaklinga og aðstandenda þeirra langt frá því að vera með viðunandi hætti. Kostnaðurinn er oftar en ekki mikill, tekjutapið algjört, andlegu álagi lítið sinnt nema af frjálsum félagasamtökum og þannig mætti áfram telja. Við greiningu tekur ekki einvörðungu við erfið meðferð og mikið álag heldur að auki gegndarlaus þrautaganga um kerfi sem virðist frekar vera til kerfisins vegna en þeirra sem á því þurfa að halda. Auk þess að taka undir margt af þeirri gagnrýni sem Lára Guðrún setur fram þá er í raun aðeins tvennt í hugleiðingum Óttars sem bendir til þess að hann sé æðsti yfirmaður heilbrigðismála á Íslandi. Í fyrsta lagi er það varðandi kostnaðinn sem Óttarr bendir á að með nýja kerfinu sé komið þak á heildargreiðslur einstaklinga og að hann ætli sér að halda áfram á sömu braut næstu árin, en kerfinu var komið á í tíð síðasta heilbrigðisráðherra. Hér er þó aðeins hálf sagan sögð því ef fólk álpast til þess að glíma við langvinn veikindi þá þarf það að byrja hvert nýtt lyfjaár á því að greiða lyfin sín dýrum dómum. Slíkt er auðvitað skelfilegt fyrir manneskju sem er kannski á þriðja eða fjórða ári til dæmis krabbameinsmeðferðar eða á hamlandi eða líknandi meðferð. Í öðru lagi nefnir Óttarr að ábendingar Láru Guðrúnar muni nýtast vel og séu í takt við tillögur að íslenskri krabbameinsáætlun sem nú liggi fyrir. Þessi áætlun hefur reyndar legið fyrir í einhver ár en Óttarr nefnir það ekki heldur aðeins að fram undan sé starf nýrrar nefndar sem muni forgangsraða nýjum tillögum. Þannig að það sem Óttarr hefur áorkað í ráðherratíð sinni í þessu mikilvæga máli er að skipa nýja nefnd um áætlun sem þegar lá fyrir. Þetta eru auðvitað stórkostleg vonbrigði með ráðherra sem ítrekað hefur látið hafa það eftir sér að hann hafi sóst eftir því að verða ráðherra þessa mikilvæga en erfiða málaflokks. Það er eitt að vilja gera eitthvað en annað að koma því í verk. Óttarr Proppé er löngu orðinn heilbrigðisráðherra en nú þarf fólkið sem þarf á kerfinu að halda að fara sjá einhverjar haldbærar skýringar á því hvers vegna hann sóttist eftir starfinu. Margt af þessu fólki og aðstandendur þess hafa einfaldlega ekki tíma fyrir þessa eilífu bið fram undir næstu kosningar þegar stjórnmálamenn finna oft loksins hjá sér framkvæmdagleðina sem skilar þeim áfram á þing til fjögurra ára. Tíminn til aðgerða er núna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Það er alltaf ánægjulegt að sjá ráðherrra málaflokks bregðast við athugasemdum og gagnrýni eins og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra gerði á Facebook-síðu sinni í kjölfar viðtals við Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur í Fréttablaðinu um helgina. Í viðtalinu greinir Lára Guðrún frá krabbameinsveikindum móður hennar sem og sínum eigin veikindum og þeim raunum og kostnaði sem heilbrigðiskerfið leggur á bæði sjúklinga og aðstandendur þeirra. Viðtalið er aðgengilegt á Vísir.is. En eins og það er ánægjulegt að sjá ráðherra bregðast við því þá fylgja hins vegar mikil vonbrigði að sjá að svör Óttars eru lítið annað en innantóm endurtekning á gagnrýni Láru Guðrúnar. Staðreyndin er að á Íslandi eru aðstæður krabbameinssjúklinga sem og annarra langveikra einstaklinga og aðstandenda þeirra langt frá því að vera með viðunandi hætti. Kostnaðurinn er oftar en ekki mikill, tekjutapið algjört, andlegu álagi lítið sinnt nema af frjálsum félagasamtökum og þannig mætti áfram telja. Við greiningu tekur ekki einvörðungu við erfið meðferð og mikið álag heldur að auki gegndarlaus þrautaganga um kerfi sem virðist frekar vera til kerfisins vegna en þeirra sem á því þurfa að halda. Auk þess að taka undir margt af þeirri gagnrýni sem Lára Guðrún setur fram þá er í raun aðeins tvennt í hugleiðingum Óttars sem bendir til þess að hann sé æðsti yfirmaður heilbrigðismála á Íslandi. Í fyrsta lagi er það varðandi kostnaðinn sem Óttarr bendir á að með nýja kerfinu sé komið þak á heildargreiðslur einstaklinga og að hann ætli sér að halda áfram á sömu braut næstu árin, en kerfinu var komið á í tíð síðasta heilbrigðisráðherra. Hér er þó aðeins hálf sagan sögð því ef fólk álpast til þess að glíma við langvinn veikindi þá þarf það að byrja hvert nýtt lyfjaár á því að greiða lyfin sín dýrum dómum. Slíkt er auðvitað skelfilegt fyrir manneskju sem er kannski á þriðja eða fjórða ári til dæmis krabbameinsmeðferðar eða á hamlandi eða líknandi meðferð. Í öðru lagi nefnir Óttarr að ábendingar Láru Guðrúnar muni nýtast vel og séu í takt við tillögur að íslenskri krabbameinsáætlun sem nú liggi fyrir. Þessi áætlun hefur reyndar legið fyrir í einhver ár en Óttarr nefnir það ekki heldur aðeins að fram undan sé starf nýrrar nefndar sem muni forgangsraða nýjum tillögum. Þannig að það sem Óttarr hefur áorkað í ráðherratíð sinni í þessu mikilvæga máli er að skipa nýja nefnd um áætlun sem þegar lá fyrir. Þetta eru auðvitað stórkostleg vonbrigði með ráðherra sem ítrekað hefur látið hafa það eftir sér að hann hafi sóst eftir því að verða ráðherra þessa mikilvæga en erfiða málaflokks. Það er eitt að vilja gera eitthvað en annað að koma því í verk. Óttarr Proppé er löngu orðinn heilbrigðisráðherra en nú þarf fólkið sem þarf á kerfinu að halda að fara sjá einhverjar haldbærar skýringar á því hvers vegna hann sóttist eftir starfinu. Margt af þessu fólki og aðstandendur þess hafa einfaldlega ekki tíma fyrir þessa eilífu bið fram undir næstu kosningar þegar stjórnmálamenn finna oft loksins hjá sér framkvæmdagleðina sem skilar þeim áfram á þing til fjögurra ára. Tíminn til aðgerða er núna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. júlí.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun