Lífið

Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins.
Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. Skjáskot/Youtube
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hefur sagt skilið við samfélagsmiðlinn Twitter í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. 

Sheeran hafði áður, fyrir um mánuði síðan, sagt að hann hygðist kveðja Twitter. Hann dró þau orð til baka stuttu síðar og sagðist einungis vera hættur að lesa athugasemdirnar þar.

Sheeran birtist í fyrsta þætti sjöundu seríu Game of Thrones síðastliðinn sunnudag í gestahlutverki í atriði með leikkonunni Maisie Williams í hlutverki Aryu Stark.

David Benioff, einn framleiðanda þáttannna hafði áður útskýrt að þau hafi lengi viljað fá Sheeran í gestahlutverk til að koma Maisie Williams á óvart, en hún er mikill aðdáandi hans.

Hlutverk Sheeran í þættinum á sunnudaginn hefur hins vegar hlotið nokkra gagnrýni. Aðal gagnrýnin snýr að því að Sheeran þykir hafa verið of áberandi, þegar aðrir tónlistarmenn hafi komið fram í þættinum hafi verið erfiðara að koma auga á þá.

Game of Thrones virðist þó bara hafa verið byrjunin fyrir Sheeran, en hann mun á næstu misserum birtast í The Simpsons sem persóna sem flækist í ástarþríhyrning með Lisu Simpson.

Hér fyrir neðan má sjá atriðið þar sem Sheeran bregður fyrir í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. Ef þú hefur ekki séð þáttinn, ætlar þér að sjá hann og vilt ekki vita neitt þá er best að horfa ekki á myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×