„Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 22:30 Stúlkurnar sem hlutu titil í Ungfrú Ísland keppninni í gær Ungfrú Ísland „Lokakvöldið gekk mjög vel og allir ánægðir,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar sem fór fram í Hörpu í gær. Birgitta Líf er einstaklega stolt af því góðgerðarstarfi sem keppendurnir tóku þátt í ár. „Stelpurnar söfnuðu með ýmsum uppákomum í sumar tæplega 400.000 krónur í Styrktarsjóð Ungfrú Ísland. Hann verður notaður í góðgerðarmál fyrir Beauty With A Purpose verkefni Íslands í Miss World. Við erum ótrúlega stoltar af öllum stelpunum og ánægðar með ferlið.“Sigraði hæfileikakeppnina með þverflautuAthygli vakti hvernig tónlist var blandað saman við framkomu keppenda á sviðinu í gær. „DJ Dóra Júlía spilaði undir tískusýningu Another Creation, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier komu fram í tískusýningu Nike og Chase ásamt Jóa Pé sáu um tónlistarflutninginn í síðkjólaatriði,“ útskýrir Birgitta Líf. Fimm stúlkur fengu titil í gær en viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Aug 26, 2017 at 12:48pm PDT „Ólafía Ósk Finnsdóttir var valin af dómnefnd til að fara út fyrir Íslands hönd til Kína að taka þátt í Miss World og hreppti því titilinn Miss World Iceland. Úrsúla Hanna Karlsdóttir var valin Miss Top Model Iceland af Eskimo módelskrifstofu. Stefanía Tara Þrastardóttir var kosin Miss Peoples Choice Iceland í vefkosninu sem fór fram á Facebook. Hrafnhildur Arnardóttir bar sigur úr býtum í Íþróttakeppni Ungfrú Ísland sem fram fór í sumar og Fanney Sandra Albertsdóttir var valin Miss Talent Iceland af dómnefnd úr innsendum myndböndum þar sem stúlkurnar sýndu hæfileika sína en hún spilaði á þverflautu.“ Þess má geta að stúlkurnar höfðu val um að taka þátt í bæði íþrótta- og hæfileikakeppninni.Segir að stúlkurnar hafi verið vel kynntar á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um gagnrýni á því að keppendur hafi ekki verið kynntar með nafni þegar þær stigu á sviðið í gær. Einn aðstandandi keppanda í Ungfrú Ísland segir í samtali við Vísi að þær einu sem hafi verið almennilega kynntar fyrir áhorfendum á lokakvöldinu hafi verið þær sem hlutu titil.Titilhafar Ungfrú Ísland ásamt framkvæmdastjóra og dómnefnd keppninnar.Ungfrú Ísland„Stelpurnar hafa allar fengið sinn dag á snappinu okkar, eru með ljósmyndir með nöfnum og fleiri upplýsingum á heimasíðunni, Facebook og Instagram og svo voru kynningarmyndbönd fyrir hverja og eina á Facebook og í útsendingunni,“ segir Birgitta Líf við þeirri gagnrýni. Varðandi vangaveltur Ásdísar Ránar um fyrirkomulag keppninnar svarar Birgitta Líf: „Það mega allir hafa sínar skoðanir.“En hvað er framundan hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland?„Ólafía Ósk fer á fullt í undirbúning fyrir Miss World en hún flýgur til Kína þann 19. október n.k. og dvelur þar í mánuð. Miss World 2017 verður haldin þann 19. nóvember í Sanya í Kína.“ Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Lokakvöldið gekk mjög vel og allir ánægðir,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar sem fór fram í Hörpu í gær. Birgitta Líf er einstaklega stolt af því góðgerðarstarfi sem keppendurnir tóku þátt í ár. „Stelpurnar söfnuðu með ýmsum uppákomum í sumar tæplega 400.000 krónur í Styrktarsjóð Ungfrú Ísland. Hann verður notaður í góðgerðarmál fyrir Beauty With A Purpose verkefni Íslands í Miss World. Við erum ótrúlega stoltar af öllum stelpunum og ánægðar með ferlið.“Sigraði hæfileikakeppnina með þverflautuAthygli vakti hvernig tónlist var blandað saman við framkomu keppenda á sviðinu í gær. „DJ Dóra Júlía spilaði undir tískusýningu Another Creation, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier komu fram í tískusýningu Nike og Chase ásamt Jóa Pé sáu um tónlistarflutninginn í síðkjólaatriði,“ útskýrir Birgitta Líf. Fimm stúlkur fengu titil í gær en viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Aug 26, 2017 at 12:48pm PDT „Ólafía Ósk Finnsdóttir var valin af dómnefnd til að fara út fyrir Íslands hönd til Kína að taka þátt í Miss World og hreppti því titilinn Miss World Iceland. Úrsúla Hanna Karlsdóttir var valin Miss Top Model Iceland af Eskimo módelskrifstofu. Stefanía Tara Þrastardóttir var kosin Miss Peoples Choice Iceland í vefkosninu sem fór fram á Facebook. Hrafnhildur Arnardóttir bar sigur úr býtum í Íþróttakeppni Ungfrú Ísland sem fram fór í sumar og Fanney Sandra Albertsdóttir var valin Miss Talent Iceland af dómnefnd úr innsendum myndböndum þar sem stúlkurnar sýndu hæfileika sína en hún spilaði á þverflautu.“ Þess má geta að stúlkurnar höfðu val um að taka þátt í bæði íþrótta- og hæfileikakeppninni.Segir að stúlkurnar hafi verið vel kynntar á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um gagnrýni á því að keppendur hafi ekki verið kynntar með nafni þegar þær stigu á sviðið í gær. Einn aðstandandi keppanda í Ungfrú Ísland segir í samtali við Vísi að þær einu sem hafi verið almennilega kynntar fyrir áhorfendum á lokakvöldinu hafi verið þær sem hlutu titil.Titilhafar Ungfrú Ísland ásamt framkvæmdastjóra og dómnefnd keppninnar.Ungfrú Ísland„Stelpurnar hafa allar fengið sinn dag á snappinu okkar, eru með ljósmyndir með nöfnum og fleiri upplýsingum á heimasíðunni, Facebook og Instagram og svo voru kynningarmyndbönd fyrir hverja og eina á Facebook og í útsendingunni,“ segir Birgitta Líf við þeirri gagnrýni. Varðandi vangaveltur Ásdísar Ránar um fyrirkomulag keppninnar svarar Birgitta Líf: „Það mega allir hafa sínar skoðanir.“En hvað er framundan hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland?„Ólafía Ósk fer á fullt í undirbúning fyrir Miss World en hún flýgur til Kína þann 19. október n.k. og dvelur þar í mánuð. Miss World 2017 verður haldin þann 19. nóvember í Sanya í Kína.“
Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28
Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12
Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52