Liverpool valtaði yfir Arsenal Elías Orri Njarðarson skrifar 27. ágúst 2017 16:45 Mohamed Salah var frábær í leiknum í dag vísir/getty Liverpool sigraði Arsenal örugglega 4-0 á Anfield í dag. Liverpool byrjaði leikinn miklu betur og þjörmuðu að marki Arsenal. Eftir tíu mínútna leik fékk Mohamed Salah boltann við markteig Arsenal og þurfti bara að setja boltann í netið en Petr Cech, markvörður Arsenal, varði frábærlega frá honum. Á 17. mínútu skoraði Roberto Firmino fyrir Liverpool með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Joe Gomez. Eftir 40. mínútna leik skoraði svo Saido Mane eftir að hafa labbað framhjá Rob Holding, varnarmanni Arsenal, og skaut góðu skotið í fjærhornið sem Petr Cech kom ekki vörnum við. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum og Liverpool fóru því með verðskuldaða 2-0 forystu inn í hálfleikinn. Eftir 57. mínútna leik skoraði Mohamed Salah svo þriðja mark Liverpool í leiknum eftir að hann hafi unnið boltann á eigin vallarhelmingi, sprett upp allan völlinn og skorað framhjá Cech í marki Arsenal. Þegar að 77. mínútur voru búnar af leiknum skoraði Daniel Sturridge fjórða mark Liverpool, eftir að hafa skallað fyrirgjöf Mohamed Salah í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð og góður sigur Liverpool í höfn sem tyllir sér í annað sætið í deildinni með 7 stig en Arsenal situr í því sextánda með þrjú stig. Enski boltinn
Liverpool sigraði Arsenal örugglega 4-0 á Anfield í dag. Liverpool byrjaði leikinn miklu betur og þjörmuðu að marki Arsenal. Eftir tíu mínútna leik fékk Mohamed Salah boltann við markteig Arsenal og þurfti bara að setja boltann í netið en Petr Cech, markvörður Arsenal, varði frábærlega frá honum. Á 17. mínútu skoraði Roberto Firmino fyrir Liverpool með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Joe Gomez. Eftir 40. mínútna leik skoraði svo Saido Mane eftir að hafa labbað framhjá Rob Holding, varnarmanni Arsenal, og skaut góðu skotið í fjærhornið sem Petr Cech kom ekki vörnum við. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum og Liverpool fóru því með verðskuldaða 2-0 forystu inn í hálfleikinn. Eftir 57. mínútna leik skoraði Mohamed Salah svo þriðja mark Liverpool í leiknum eftir að hann hafi unnið boltann á eigin vallarhelmingi, sprett upp allan völlinn og skorað framhjá Cech í marki Arsenal. Þegar að 77. mínútur voru búnar af leiknum skoraði Daniel Sturridge fjórða mark Liverpool, eftir að hafa skallað fyrirgjöf Mohamed Salah í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð og góður sigur Liverpool í höfn sem tyllir sér í annað sætið í deildinni með 7 stig en Arsenal situr í því sextánda með þrjú stig.