Lífið

Aron Einar niðurlægður í Laugum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Æskuvinirnir létu kallinn hafa fyrir því í ræktinni.
Æskuvinirnir létu kallinn hafa fyrir því í ræktinni.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson stjórnaði Tabata tíma í Laugum, útibúii World Class í Laugardal, í hádeginu í dag. Tíminn hófst klukkan 11:45 og rétt fyrir klukkan tólf gekk fyrirliðinn inn í salinn og tók við af starfsmanni World Class.

Ástæðan fyrir uppátækinu var sú að æskuvinir Arons Einars voru að steggja hann. Aron mun kvænast Kristbjörgu Jónasdóttur í júní, eða fljótalega eftir landsleik Íslands og Króatíu í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli 11. júní. 

Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir fallast í faðma eftir sigurinn á Englendingum í Nice. Vísir/Vilhelm
Aron var klæddur í KA-búning númer 44 en eins og alþjóð veit er hann mikill Þórsari og myndi aldrei láta sjá sig í KA-búningi. 

Hann var með Go-Pro myndavél á höfðinu og í fjólubláum, svörtum og bleikum buxum og það skræpóttar í þokkabót. Um átta menn fylgdu Aroni inn í salinn en þar á meðal voru landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, handboltamaðurinn Sveinbjörn Pétursson og Ragnar Njálsson, sem var á sínum tíma mikið handboltaefni. 

Aron stýrði tímanum í um 10 mínútur og stóð sig mjög vel. Hann sagði meðal annars eftir tímann að núna væri hann klár í leikinn gegn Króötum.

Aron er ekki mikill KA-maður.
Eftir tímann fór Aron í förðun hjá MAKE UP STORE eins og sjá má hér að neðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.