Körfubolti

Manuel: Dómararnir báru ekki virðingu fyrir Skallagrími

Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar
Manuel var ekki sáttur með frammistöðu dómaratríósins.
Manuel var ekki sáttur með frammistöðu dómaratríósins. vísir/anton
Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, var allt annað en sáttur eftir tapið fyrir Keflavík í kvöld. Hann hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga.

„Liðið mitt spilaði ekki vel en mín tilfining núna eftir leikinn er að dómararnir báru enga virðingu fyrir Skallagrími,“ sagði Manuel eftir leik.

„Á 35 mínútum fékk Keflavík 7 villur og endaði leikinn með 11 villur og Skallagrímur með 25 villur. Munurinn á milli vítaskota er ótrúlegur. Í þessari stöðu eru bæði liðin jafn góð en dómararnir í dag voru í betri stöðu til að hjálpa Keflavík. Keflavík er gott lið og þarf ekki á þessari hjálp að halda. Skallagrímur þarf virðingu,“ bætti Spánverjinn við.

Manuel fannst ekkert athugunarvert að liðið hans skoraði 52 stig og hrósaði Keflavík fyrir góða vörn. En hann lét dómarana heyra það aftur.

„Sókninn hjá okkur var ekki góð vegna þess að Keflavík spilaði mjög ákveðna vörn en við fáum aldrei villu,“ sagði Manuel.

„Við tökum 32 sóknarfráköst eins og varnarfráköst Keflavíkur. Keflavík fór aldrei í bónus. Dómararnir báru ekki virðingu fyrir mínu liði, leikmönnunum, styrktaraðilum og Borganesi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×