Leikarinn og grínistinn Don Rickles er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 18:30 Rickles var gjarn á að móðga áhorfendur sína og er hann talinn upphafsmaður slíks grínstíls. Vísir/Getty Leikarinn og grínistinn Don Rickles lést í dag, níræður að aldri, en hann gerði garðinn frægan sem uppistandari og síðar leikari. Spannaði feril hans rúma sex áratugi. Variety greinir frá. Rickles tróð meðal annars reglulega upp í Las Vegas þar sem hann varð frægur fyrir grínstíl sinn, sem fólst í að móðga áhorfendur sína með stórskemmtilegum hætti og er hann jafnan talinn upphafsmaður slíks grínefnis. Hann skaust á stjörnuhiminn fyrir alvöru árið 1965 þegar spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson, forveri Jay Leno og Jimmy Fallon, fékk hann í þáttinn til sín. Hann átti eftir að mæta reglulega í heimsókn til allra þriggja þáttastjórnenda. Rickles talsetti þá einnig hinn svokallaða „Kartöfluhaus“ eða „Potato Head“ í Toy Story myndunum og varð það meðal hans frægustu hlutverka. Rickles skilur eftir sig eiginkonu, uppkominn son og dóttur, ásamt tveimur barnabörnum. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Don Rickles lést í dag, níræður að aldri, en hann gerði garðinn frægan sem uppistandari og síðar leikari. Spannaði feril hans rúma sex áratugi. Variety greinir frá. Rickles tróð meðal annars reglulega upp í Las Vegas þar sem hann varð frægur fyrir grínstíl sinn, sem fólst í að móðga áhorfendur sína með stórskemmtilegum hætti og er hann jafnan talinn upphafsmaður slíks grínefnis. Hann skaust á stjörnuhiminn fyrir alvöru árið 1965 þegar spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson, forveri Jay Leno og Jimmy Fallon, fékk hann í þáttinn til sín. Hann átti eftir að mæta reglulega í heimsókn til allra þriggja þáttastjórnenda. Rickles talsetti þá einnig hinn svokallaða „Kartöfluhaus“ eða „Potato Head“ í Toy Story myndunum og varð það meðal hans frægustu hlutverka. Rickles skilur eftir sig eiginkonu, uppkominn son og dóttur, ásamt tveimur barnabörnum.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein