Þátturinn er ein stór keppni þar sem Steindi Jr. og Auðunn Blöndal keppa á móti Sveppa og Pétri Jóhanni í stigasöfnun og þurfa þeir að fara í gegnum allskonar þrautir til að ná í stig.
Í fyrsta þættinum mátti sjá atriði sem vakti athygli en þá varð Pétur Jóhann að fara í drykkjukeppni við eina ástsælustu fyllibyttu Suður-Kóreu, Mr. Lee.
Pétur mætti fullorðnum manni í drykkjukeppni inni í tjaldi og var aðeins boðið upp á
hrísgrjónavín. Sá sem myndi drekka meira, færi með sigur af hólmi.
Annar þátturinn af Asíska drauminum er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld og hefst hann klukkan 19:45.
Hér að neðan má sjá hvernig keppnin fór.